1.7.2014 | 15:55
Samt of fáir nýir bílar.
Fyrri hluta þessa árs seldust um 6 þúsund nýir bílar hér á landi, og kannski eiga um 12 þúsund eftir að seljast á árinu. Þegar salan er borin saman við söluna árið 2009 og fundið út að bílasalan hafi margfaldast frá Hruni gætu einhverjir haldið að nú séu seldir allt of margir bílar.
En svo er ekki, því að til að endurnýja bílaflotann þyrfti að flytja inn 50% fleiri bíla.
Samanburður við árið 2009 er út í höft því að það ár sker sig algerlega úr vegna þess að afleiðingar Hrunsins komu þá að fullu fram á bílasölunni.
Síðasta áratug hefur orðið bylting í öryggi bíla og sömuleiðis stórframfarir í sparneytni og minnkandi útblæstri.
Sem dæmi má nefna að aðeins örfáir minnstu bílanna 2009 náðu því takmarki að blása minna en 120 grömmum af koltvísýringi út í andrúmsloftið og fengu fríttt í bílastæði fyrir bragðið, en nú hefur þessi tala lækkað niður fyrir 90 grömm á útblástursminnstu bílunum og þúsundir bíla í smærri stærðarflokkunum leika sér að því að ná þessu marki.
Stórbætt öryggi skilar árangri í færri banaslysum og alvarlegum bílslysum og minni útblástur er líka keppikefli.
Athugasemdir
Árið 2011 voru 206.123 fólksbílar á skrá hér á Íslandi og 39.297 þeirra voru fimm ára eða yngri, eða 19%, og 111.761 tíu ára eða yngri, eða 54,2%, en 167.663 fimmtán ára eða yngri, eða 81,3%, og 184.270 tuttugu ára eða yngri, eða 89,4%.
Eldri en 20 ára voru hins vegar 21.853, eða 10,6%.
Þorsteinn Briem, 1.7.2014 kl. 17:23
4.4.2014:
Bílaflotinn hér á Íslandi einn sá elsti í Evrópu og meðalaldur skráðra fólksbíla hér tæplega þrettán ár
Þorsteinn Briem, 1.7.2014 kl. 17:34
Bílar eru varlega áætlað tvöfalt dýrar hér en hvar sem er annarsstaðar - nema í Danmörku. Svo: haltu bara uppá gamla bílinn.
Minn er bara 14 ára. Enginn aldur.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.7.2014 kl. 19:52
Þorsteinn Briem, 1.7.2014 kl. 21:15
Ísland best í heimi! - Myndband
Þorsteinn Briem, 1.7.2014 kl. 21:17
Bílar eru líka mjög dýrir í Noregi.
Ómar Ragnarsson, 2.7.2014 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.