2.7.2014 | 12:12
Fær hún svipuðu framgengt hér og Ali í Ameríku?
Cassius Clay, heimsmeistari í hnefaleikum, breytti nafni sínu í Muhammad Ali og þurfti að berjast gegn andstöðu stjórnvalda, almennings og fjölmiðla vegna þess í meira en þrjú ár.
Það var að mörgu leyti skrýtið því að fjölmörg dæmi voru um það að frægir listamenn, svo sem kvikmyndastjörnur, hefðu breytt nöfnum sínum í upphafi ferils síns.
En Ali var þegar orðinn heimsfrægur þegar hann breytti sínu nafni og var þar að auki líka blökkumaður og gerðist múslimi.
Þessi nafnbreyting Alis var miklu róttækari en sú sem Birgitta Bergþórudóttir Jónsdóttir Hirt hyggst reyna.
Fróðlegt verður að sjá hvernig henni gengur og ég hvet hana til þess að fylgja ósk sinni og sannfæringu fram.
Birgitta vill breyta nafninu sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"13. gr. Þjóðskrá Íslands er heimilt að leyfa manni breytingu á eiginnafni og/eða millinafni skv. 6. gr., þar með talið að taka nafn eða nöfn til viðbótar því eða þeim sem hann ber eða fella niður nafn eða nöfn sem hann ber ef telja verður að ástæður mæli með því."
"20. gr. Heimilt er að breyta ritun nafns í þjóðskrá án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu.
Slík breyting á nafnritun skal fara fram eftir reglum sem ráðherra setur að höfðu samráði við mannanafnanefnd.
Hver maður getur aðeins fengið slíka breytingu gerða einu sinni nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi."
Lög um mannanöfn nr. 45/1996
"Þjóðskrá Íslands getur við ýmsar aðstæður sem nefndar eru í VI. kafla mannanafnalaga leyft breytingu á eiginnafni, millinafni og/eða kenninafni (t.d. að barn verði kennt til stjúp- eða fósturforeldris).
Slíkar breytingar skulu þó aðeins leyfðar einu sinni nema sérstaklega standi á.
Það telst ekki nafnbreyting í eiginlegum skilningi þótt fullorðinn einstaklingur leggi niður kenninafn sem hann hefur borið og taki upp annað kenninafn sem hann á rétt á í þess stað.
Ekki er því þörf á sérstöku leyfi til slíkrar nafnritunarbreytingar heldur skal hún tilkynnt Þjóðskrá Íslands.
Dæmi: Dóttir Maríu og Guðmundar Karls er nefnd Guðmundsdóttir en má þess í stað nefnast Maríudóttir eða Karlsdóttir."
"Þjóðskrá Íslands getur leyft aðrar breytingar á ritun nafns á þjóðskrá, án þess að um sé að ræða eiginlega nafnbreytingu.
Dæmi: Maður getur óskað eftir að fella eitt eða fleiri af nöfnum sínum úr þjóðskrá eða að skammstafa eitt eða fleiri af nöfnum sínum (t.d. millinafn)."
Meginreglur um mannanöfn - Nafnbreytingar
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 13:25
Gæti þetta ekki opnað fyrir flóðgáttir nafnabreytinga?
Við þekkjum hjarðarhegðun innbyggjara; kók og prins, fótanuddtæki, deCode hlutabréf, Icesave ruglið etc, etc, etc.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 13:28
Hún heitir Venus Þrá Hanna,
og hana ætti barasta að banna,
hún er of sexí,
henni vil Rex í,
og hana þar smám saman kanna.
Mannanafnaskrá
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.