2.7.2014 | 14:24
Svo má böl bæta að benda á annað verra.
Birtar hafa verið tölur um það að meðallaun hér á landi séu um 400 þúsund krónur á mánuði eða um 260 þúsund eftir skatt. Nú koma fram tölur í nýrri frétt frá Landsbankanum um að sjöttungur þessarar upphæðar fari í húsnæðiskostnað. Það gera um 45 þúsund krónur á mánuði. Hvað er hægt að leigja stórt húsnæði fyrir þann pening fyrir einstakling? Líklega 30 fermetra. Glæsileg afkoma það?
Fjöldi lífeyrisþega verður að láta sér nægja innan 150-300 þúsund krónur á mánuði í tekjur. 50 fermetra smáíbúð er leigð á meira en 100 þúsund krónur á mánuði. Glæsileg afkoma það?
Í fréttinni fyrrnefndu er sagt að 9% heimila búið við "verulega íþyngjandi" húsnæðiskostnað. Það eru um 20 þúsund heimili en jafnframt sagt að hlutfallið sé tvöfalt hærra í Danmörku og að Íslendingar séu í miðju róli í samanburði við önnur Evrópulönd.
20 þúsund heimili í vanda. Glæsilegt?
Ég slæ fram spurningunnu "glæsilegt?" því að nú þegar má sjá því fagnað í bloggpistlum að raddir um háan húsnæðiskostnað sé bara ástæðulaust væl og "goðsögn", úr því að hægt sé að finna álíka slæmt eða verra ástand annars staðar.
Já, svo má lengi bæta að benda á annað verra. Allt er í þessu fína lagi.
Húsnæðiskostnaður ekki hár hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 14:56
17.10.2013:
Þrjú þúsund nýjar leiguíbúðir í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 15:05
19.2.2014:
Leiguupphæð íbúðarhúsnæðis á öllu landinu - Þjóðskrá
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 15:19
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 15:28
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 15:33
30.4.2012:
"Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað.
Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi.
Húsnæðiskostnaður var rúmlega 18% ráðstöfunartekna hjá Íslendingum árið 2011.
Leigjendur húsnæðis greiddu hærra hlutfall ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað en eigendur.
Hlutfall fólks sem glímdi við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað árið 2010 var lægra í 18 Evrópuríkjum en á Íslandi."
Ráðstöfunartekjur og húsnæðiskostnaður árið 2011 - Hagstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 16:07
"Greiningar" bankanna á hag landsmanna og efnahagsstöðu þjóðarbúsins eru oft svo glórulausar, að það hlýtur að vekja furðu. Munið þið eftir fávita analýsunum fyrir hrunið?
En í stað þessa að taka smá "moratorium" eftir Davíðshrunið, héldu þeir uppteknum hætti og virðast ekkert hafa lært. Gott ef ekki versnað.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 16:10
Þú ert að misskilja, Ómar. Það er verið að tala um heimili, ekki einstaklinga. Meðal ráðstöfunartekjur heimila eru hærri en 260 þús.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2014 kl. 16:10
10.4.2013:
"Regluleg laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali árið 2012.
Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 300-350 þúsund krónur og voru 18% launamanna með laun á því bili.
Þá voru um 65% launamanna með regluleg laun undir 400 þúsund krónum á mánuði.
Regluleg laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krónur."
Meðallaun hér á Íslandi 402 þúsund krónur á mánuði árið 2012
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 16:35
Af 400 þúsund króna mánaðarlaunum eru útborguð laun einhleypings nú 289 þúsund krónur:
Reiknivél staðgreiðslu - Ríkisskattstjóri
Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 16:47
Ísland er láglaunaland, "on a par" við fátækustu lönd Balkanskagans.
Þökk sé Íhaldinu + hækjunni, nota bene hækjunni + Íhaldinu. En eftir síðustu kosningar varð "Rollentausch."
Og einn þriðji Íslendinga unir þessu bara vel. Eru bara hressir.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 17:02
Ég hélt að einhleypir byggju líka á heimilum.
Ómar Ragnarsson, 2.7.2014 kl. 17:08
Af hverju er alltaf talað við "sérfræðinga" þessara stofnana sem lagt hafa hér allt í rúst. Væri ekki nær að tala við fólkið sem lenti í þessu öllu og tapaði sínu..?? Það hefur allt aðrar sögur að segja og þarf engva sérfræðikunnáttu til. Samt skal haldið áfram með viðtöl frá sérfræðingum, frá þeim stofnunum sem komu hér öllu á kaldan klaka. Hvenær ætla fjölmiðlar að sýna viðtöl og skoðanir fólks, sem lennti í þeim hremmingum, að missa allt sitt, til þessara ríkis-vernduðu stofnana, sem n.b. voru reist til þess að slá skjaldborg um heimilin og þeirra verr setnu...?? Hvenær...??
Sigurður Kristján Hjaltested, 2.7.2014 kl. 22:51
Þar að auki greiðum við Íslendingar næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem við kaupum hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 3.7.2014 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.