Fólk á vilja flytja hingað og þangað.

Makalaust er að heyra hvernig sumir tala um það þegar fyrirtæki eða stofnanir eru fluttar á milli staða ásamt störfunum sem unnin eru þeim.

Bæði núna vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar og vegna flutninga fiskvinnslu frá Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi suður til Grindavíkur hefur mátt heyra hjá sumum, að fólkinu, sem í hlut á, sé "boðið vel" varðandi flutninga fyrirtækjanna og þess vegna eigi það "að þiggja gott boð."

Má heyra á tóninum í þessum ummælum að það sé beinlínis óeðlilegt að þetta fólk vilji ekki flytja heimili sín heldur frekar búa á þeim slóðum þar sem það kaus sjálft að stofna heimili.  

Þessi forsjárhyggja, að fólk eigi að vilja eiga heima hér eða þar kemur víðar fram en í ofangreindum málum. Þannig er sagt að fólk eigi að vilja búa sem næst gömlu miðborginni í Reykjavík, sem þó er komin fjóra kílómetra í burtu frá þungamiðju íbúðabyggðar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta minnir svolítið á það þegar fólkinu í Austur-Þýskalandi var sagt að það ætti að vilja búa þar en ekki i Vestur-Þýskalandi.

Þar var settur upp múr til að koma í veg fyrir að fólk flytti þangað sem það vildi.

Sem betur fór var gátu valdhafarnir þó ekki flutt fólk nauðugt frá Vestur-Þýskalandi til Austur-Þýskalands.

Forsætisráðherra minntist réttilega á það í útvarpsviðtali áðan að góðir innviðir og fjölbreytni í mannlífi, menningu og þjónustu væru skilyrði fyrir búsetu á hverju svæði á landinu.

Á það skortir verulega og þar liggur hundurinn grafinn. Það er auðvelt að finna út hvar byggð er að koðna niður og hvar ekki. Fjöldi kvenna á barneignaaldri skiptir þar öllu máli en ekki bein íbúatala. Vanti þennan þjóðfélagshóp er byggðin dauðadæmd.   

Þess vegna eru grunnatriði eins og leikskólar og aðrir skólar, samgöngur og þjónusta auk skilyrða fyrir fjölbreytta menningu það sem skiptir máli. Sú hefur verið niðurstaða fjölmargra ráðstefna um byggðamál.  

Og lausnir fást ekki með tímabundnum framkvæmdum sem gefa fábreyttum hópi vinnu í stuttan tíma, en slíkar lausnir hafa íslenskir stjórnmálamenn elskað í gegnum tíðina.   

 

 


mbl.is Landmælingar fimm ár að ná fyrri styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykvíkingar vilja einmitt búa sem næst sínum vinnustað.

En það skilur Ómar Ragnarsson engan veginn.

Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 17:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rúmlega þriðjungur Reykvíkinga býr vestan Kringlumýrarbrautar og þar starfa flestir Reykvíkingar.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640.

Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki, jafn mörg og í samanlagt öllum Hafnarfirði og Reykjanesbæ.

Landspítalinn, stærsti vinnustaður landsins, er skammt frá gatnamótum Snorrabrautar, Hringbrautar, Bústaðavegar og Miklubrautar við Hlíðarendasvæðið og þau eru ein stærstu gatnamót landsins.

Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 17:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í miðbæ Reykjavíkur og nágrenni.

16.6.2012:

"Sérbýli sem kostar 40 milljónir í Hvarfahverfi [í Kópavogi] myndi kosta 65,6 milljónir ef það væri í Þingholtunum.

Og íbúð í fjölbýli sem í Hvörfum væri metin á 19,8 milljónir myndi kosta 29,4 milljónir í Þingholtunum, sem er dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu."

Þingholtin eru dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu

Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 17:26

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."

Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013

Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 17:28

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, Steini minn, það skil ég vel að gott er að eiga heima nálægt vinnustað sínum. En fleira kemur til og nú hefur fjarlægðin fjórfaldast. Gísli Marteinn sagði að helmingur fyrirtækjanna væri austan Kringlumýrarbrautar. Ykkur ber ekki saman.

Og síðan er fráleitt að tala alltaf um Reykjavík eins og engin önnur byggð sé á höfuðborgarsvæðinu. Að stærstu krossgötum landsins liggja Reykjavík og Kópavogur, og hverfin í kringum þau heita Voga- og Langholtshverfi, Ártúnshöfði, Árbær, Breiðholt, Skemmuhverfið í Kópavogi og Smáíbúahverfið.

Mörg gatnamót eru fjölfarnari en þar sem áður var Miklatorg.  

Ómar Ragnarsson, 2.7.2014 kl. 17:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, stærsta vinnustað landsins, starfa um 4.700 manns og mikilvægt að sem flestir þeirra búi nálægt sjúkrahúsinu, meðal annars til að minnka bensínkaup, slit á götum og bílum.

Nú býr um helmingur
þessara 4.700 starfsmanna í minna en fjórtán mínútna hjólafjarlægð frá sjúkrahúsinu.

Og ákveðið hefur verið að Landspítali-háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut.

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu og mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá því svæði, til að mynda Landspítalinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.

Það sparar þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.

Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.

Og rekstrarkostnaður venjulegs fólksbíls hér á Íslandi er ekki undir einni milljón króna á ári, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Rekstrarkostnaður bifreiða í janúar 2013 - Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)

Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 17:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vestan Kringlumýrarbrautar er meðal annars þessi starfsemi í Reykjavík:

Útgerð, fiskvinnsla og tengd starfsemi:

Reykjavíkurhöfn, þar sem meðal annars eru hvalaskoðunarfyrirtæki, og hvergi annars staðar er landað meira af botnfiski hér á Íslandi og jafnvel í öllum heiminum, fiskvinnsla og útgerð Granda hf., Fiskkaup hf. og fleiri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, Lýsi hf., Icelandic Group, Hafrannsóknastofnun og Slippurinn.

Háskólar:


Háskólinn í Reykjavík, svo og flestar deildir Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Framhaldsskólar:


Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Tækniskólinn.

Dómstólar:


Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur.

Verslanir:


Um tvö hundruð verslanir við Laugaveg einan, þar sem um eitt þúsund manns starfa, um tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu, Skólavörðustíg, Lækjargötu og Austurstræti.

Um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús.

Og fjölmargir skemmtistaðir.

Heilbrigðismál:


Landspítalinn, Landlæknir, Íslensk erfðagreining, Heilsugæslan Miðbæ, Rauði krossinn í Reykjavík, Krabbameinsfélagið, Blóðbankinn, Sjálfsbjörg, læknastofur, augnlæknastofur, tannlæknastofur, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, sjúkranudd, fótaaðgerðarstofur, Nálastungur Íslands og Vinnuvernd ehf.

Hjúkrunarheimili:


Grund, Droplaugarstaðir og Sóltún.

Samgöngu- og ferðamál:


Reykjavíkurflugvöllur, Vegagerðin, Ferðamálastofa, Arctic Adventures, bílaleigur, leigubílastöðvarnar BSR og City Taxi, Samgöngustofa, Umferðarmiðstöðin, bifreiðaumboðið Hekla, skrifstofur Icelandair og Wow Air.

Dohop, ferðaskrifstofur, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Upplýsingamiðstöð Íslensks ferðamarkaðar, söluskrifstofa hópferðabifreiða við Lækjartorg, bifreiðaverkstæði, hjólbarðaverkstæði, smurstöðvar, réttingaverkstæði og mannaðar bensínstöðvar.

Fjármál:


Seðlabankinn, höfuðstöðvar Landsbankans og Arionbanka, svo og útibú þeirra og Íslandsbanka í Lækjargötu, Hótel Sögu, Borgartúni 33 og við Hagatorg, útibú MP banka í Borgartúni 26, Auður Capital, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Kauphöllin og peningasendingafyrirtækið Western Union.

Reykjavíkurborg:

Ráðhúsið, Perlan, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, háhýsin við Höfðatorg, þar sem skrifstofur Reykjavíkurborgar eru meðal annars til húsa og verið er að reisa sextán hæða hótel.

Íslensk og erlend stjórnsýsla:


Alþingi, Umboðsmaður Alþingis, forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið. landbúnaðarráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, menntamálaráðneytið, félagsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, umhverfisráðneytið og heilbrigðisráðuneytið, svo og skrifstofa forseta Íslands,

Útlendingastofnun, sendiráð Rússlands, Japans, Bandaríkjanna, Kanada, Kína, Indlands, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Póllands, Danmerkur, Noregs og Finnlands, svo og Færeyska ræðismannsskrifstofan.

Tollstjórinn, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Ríkislögreglustjóri, fangelsið við Skólavörðustíg, Ríkissáttasemjari, Ríkisskattstjóri, Ríkisendurskoðun, Ríkiskaup, Skattrannsóknastjóri, Ríkissaksóknari, Sérstakur saksóknari, Samkeppniseftirlitið, Sýslumaðurinn í Reykjavík, Hagstofa Íslands. Þjóðskrá Íslands, Minjastofnun Íslands og Fornleifastofnun Íslands.

Menning:


Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðarbókhlaðan, Borgarbókasafnið, Þjóðminjasafnið, Sjóminjasafnið Víkin, Norræna húsið, Kjarvalsstaðir, Listasafn ASÍ, Þjóðleikhúsið, leikfélagið Hugleikur, Vesturport, Stúdentaleikhúsið, Austurbær, sviðsbúnaðarfyrirtækið Exton og Reykjavíkurakademían.

Nýlistasafnið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Landnámssýningin, Volcano House, Volcano Show, listagallerí, Höfði, Háskólabíó, Regnboginn, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Undraland kvikmyndir, Evrópa kvikmyndir og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Ýmis þjónusta og tæknifyrirtæki:


Internetfyrirtækið CCP, Internetþjónustan Hringiðan, Advania, Netheimur, Talnakönnun, Tryggingastofnun ríkisins, Veðurstofa Íslands, Björgunarmiðstöðin, afgreiðsla Íslandspósts, bókaútgáfur, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fulbright stofnunin), Alliance Française, Evrópustofa, Íslandsdeild Amnesty International, skrifstofur Hótels Eddu, Fosshótela, Landverndar, svo og tölvufyrirtækið Nýherji.

Auglýsingastofur, arkitektastofur, verkfræðistofur, lyfjabúðir, ljósmyndastofur, bakarí, Veisluþjónustan Fagnaður, fasteignafélögin Eik og Landfestar, byggingafyrirtæki, húsaviðgerðir, húsgagnabólstrun, fatahönnun, listmunagerð, fasteignasölur, leigumiðlun, lögfræðistofur, endurskoðunarstofurnar PricewaterhouseCoopers, Ernst & Young og KPMG.

Willard Fiske Center, Fréttablaðið, 365 miðlar, dagblaðið DV, Kjarninn miðlar, Útgáfa og hönnun, Reykjavíkurakademían, International Modern Media Institute, Valhöll, skrifstofur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, og Vinstri grænna.

Kjarnar ehf., Dýralæknastofa Dagfinns, fatahreinsanir, þvottahús, hársnyrtistofur, hárgreiðslustofur, saumastofurnar Klæðskerahöllin og Saumsprettan, raftækjaviðgerðir, Snyrtistofan Gyðjan, skósmiðir, endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust og ræstingafyrirtæki.

Hótel:


Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir), Hótel Saga, Hótel Holt, Hótel Þingholt, Hótel Plaza, Hótel Arnarhvoll, Hótel Klöpp, Hótel Skjaldbreið, 101 Hótel, Hótel Borg, Hótel 1919 í gamla Eimskipafélagshúsinu, Hotel Marina, Kex Hostel, Black Pearl Apartment Hotel, Hótel Leifur Eiríksson og Hlemmur Square.

Hótel Klettur, 4th Floor Hotel, Best Western Hotel, Blue Arctic Hotel, Bus Hostel, City Center Hotel, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind, Hótel AdaM. Hótel Flóki, Hótel Frón, Hótel Garður, Hótel Hilda, Hótel Óðinsvé, Hotel Reykjavík Centrum, Hotel Cabin, Metropolitan Hotel, Hótel Örkin og Hotel Adam.

Gistiheimili:


Þrjár systur, Kastalinn Lúxusíbúðir, Gistiheimilið Bröttugötu, Gistiheimili Snorra, Dalfoss, Konrads Guesthouse, Gista íbúðir, Barónsstígur Central, Farfuglaheimilið Vesturgötu, Hostel B47, Art Centrum, Bus Hostel, farfuglaheimilið Loft og Alba Guesthouse.

Gistiheimili Hjálpræðishersins, Gistiheimilið Forsæla, Sunna gistihús, Áróra gistihús, Gistihúsið Andrea, Bella gistihús, Gistihúsið Luna, gistihúsið Víkingur, Anna gistihús, The Capital Inn, Gistihúsið Egilsborg og Thor Guesthouse.

Stéttarfélög og lífeyrissjóðir:


ASÍ, BSRB, Samtök atvinnulífsins, Efling, Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Sjómannasamband Íslands, Leiklistarsamband Íslands, Landssamtök lífeyrissjóða. lífeyrissjóðurinn Gildi, Almenni lífeyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verkfræðinga og Lífeyrissjóður bænda.

Vista séreignasjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður tannlækna og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.

Guðshús:


Biskupsstofa, Hallgrímskirkja, Dómkirkjan í Reykjavík, Neskirkja, Landakotskirkja, Fríkirkjan í Reykjavík, Fossvogskirkja, Háteigskirkja, Fíladelfía, Kirkja sjöunda dags aðventista, Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Kirkja óháða safnaðarins, safnaðarheimili við kirkjur og Menningarsetur múslíma.

Íþrótta- og félagsstarfsemi:


Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR), Valsheimilið og þeirra íþróttavellir, þrekþjálfunarstöðvar, félagsmiðstöðvar og frístundamiðstöðvar við grunnskóla.

Sundlaugar:


Vesturbæjarlaug og Sundhöll Reykjavíkur.

Tónlistar- og söngskólar:

Söngskólinn í Reykjavík, Söngskólinn Domus Vox, Suzukitónlistarskólinn, Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Tónskólinn Do Re Mi, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar.

Dans- og ballettskólar:


Kramhúsið, Ballettskóli Eddu Scheving, Danssmiðjan og Dansskóli Jóns Péturs og Köru.

Myndlistaskólar:


Myndlistaskólinn í Reykjavík.

Happdrætti:


Spilasalir Háspennu, happdrætti Háskóla Íslands, DAS og Krabbameinsfélagsins.

Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 17:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þessi listi hér að ofan er sífellt að lengjast, ný og stór hótel verða við Höfðatorg og Hörpu, í Landssímahúsinu við Austurvöll, í húsi Reykjavíkurapóteks við Austurstræti, á Hljómalindarreitnum milli Hverfisgötu og Laugavegar, 100 herbergja hótel á Hverfisgötu 103, þar sem myndasöguverslunin Nexus var til húsa, og verið er stækka Hótel Marina við Slippinn um 90 herbergi.

Verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Og rúmlega eitt hundrað hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 17:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Legg til að allur Hafnarfjörður verði fluttur til Akureyrar.

Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 18:07

10 identicon

Legg til að hæstvirt Alþingi með manni og mús verði flutt á Djúpuvík!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 18:28

11 Smámynd: Már Elíson

Legg til að bloggsóðinn St.Breim verði fluttur á viðeigandi stofnun....hver sem hún er..og það sem fyrst.

Einhver ósammála ?

Nú er að telja sekúndurnar þar til fúkyrðaflaumurinn kemur.....

Már Elíson, 2.7.2014 kl. 18:59

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Már Elísson nú vill svo til að Steini Briem hefur oft talsvert fram að færa, en hann er oft eins og maður sem heldur að hann einn eigi að tala þegar margir koma saman og þá hætta menn að hlusta og lesa ef bloggað er. Þannig að Steini gerir sínum málstað verst er að skrifa sem mest.

Ómar ég hef starfað talsvert í fyrrum Austur Þýskalandi bæði fyrir og eftir sameiningu. M.a. með fyrirtæki sem var yfirtekið af þýskum fjárfestum þar sem stefnumótunin var að koma fram við alla aðila af virðingu. Í fyrirtækinu voru m.a. um 50 hámenntaðir verkefræðingar. Aðeins 2 þeirra fluttu yfir í Vestur Þýskalands, en komu til baka innan tveggja ára. Þetta snýst ekkert um hvað mönnum er sagt. Hvar sér gott að búa eða ekki, heldur hvað menn upplifa á eigin skinni.

Annað í Þýskalandi rétt eftir 1930 kom fram alræðisflokkur sem byggði á hatri á ákveðnum þjóðfélagshópum. Gyðingum, lituðum, samkynheigðum og fötluðum svo einhverjir séu nefndir. Við Íslendingar erum oft afskaplega hissa á að þessum stjórnmálatrúarhóp, væri ekki meira mótmælt. Nú vill svo til að mér sýnist einmitt slíkur stjórnmálahópur, eða í ætt við hann sé kominn upp hér á Íslandi. Hann hatar Framsóknarmenn, bændur, landsbyggðarfólk og kristið fólk, og það vill svo til að þú ert einmitt skráður í þennan stjórnmálaflokk. Varst innlimaður í sameiningu. Hvar koma mótmæli þín gagnvart þessum hatursáróðri? Vel má vera að þú hafir mótmælt einstaka níðingsverki þessa fólks eins og Icesave. Ertu alveg viss að ef þú hefðir búið út í Þýskalndi, að þú hefðir haft kjarkt til þess að mótmæla þar? Þögnin er oft aumkunarverð!

Sigurður Þorsteinsson, 2.7.2014 kl. 19:32

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú talar um alræðisflokk í Þýskalandi rétt fyrir 1930 sem hafi byggt á hatri á ákveðnum þjóðfélagshópum, svo sem Gyðingum, lituðum, samkynhneigðum og fötluðum. Gleymdir að nefna sósíaldemókrata og kommúnista, en segir samt að upp sé kominn slíkur stjórnmálahópur eða í ætt við hér á og heiti Samfylking.

Í ofanálag við sósíalista, kommúnista, Gyðinga, litaða, samkynhneigða og fatlaða hati þessi íslenski alræðisflokkur Framsóknarmenn, bændur, landsbyggðarfólk og kristið fólk!  

Síðan er klykkt út með því að þögn minn um þennan flokk, sem hatar miklu fleiri en Hitler og hans nótar sé aumkunarverð. Það er nefnilega það.  

Ómar Ragnarsson, 2.7.2014 kl. 23:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gatnamót Hringbrautar, Snorrabrautar, Bústaðavegar og Miklubrautar skammt frá Landspítalanum eru ein umferðarmestu gatnamót landsins með um 100 þúsund bíla á sólarhring, sem er helmingur fólksbílaflotans hér á Íslandi, en hann var 206 þúsund bílar árið 2011.

Og hér að ofan er langur listi af ríkis- og borgarstofnunum vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 2.7.2014 kl. 23:35

15 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Már, þú segir eftirfarandi um Steina Briem: „Þannig að Steini gerir sínum málstað verst er að skrifa sem mest." Spurning hvort þú ætti ekki að hlusta á eigin ráðleggingar. Bara hugmynd.

Wilhelm Emilsson, 3.7.2014 kl. 00:42

16 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sorrí, ég meinti Sigurður auðvitað :)

Wilhelm Emilsson, 3.7.2014 kl. 00:43

17 Smámynd: Sturla Snorrason

"Reykvíkingar vilja einmitt búa sem næst sínum vinnustað.

En það skilur Ómar Ragnarsson engan veginn. "

 
Ómar hefur mikið yfirsýn á mörgum sviðum og skilur að framtíðar vinnustaðir þurfa að byggjast nær fólkinu.
 
Myndir 1-9 sýna hvaða þróun gæti orðið með nýjum Landspítala á Höfðanum, skoðið myndirnar fram og til baka. 
 

Sturla Snorrason, 3.7.2014 kl. 09:11

18 identicon

Reykjavík á eftir að byggjast meira til austurs, - ekki fer borgin í sjó fram. Svo eru partar sem eru eiginlega á vitlausum stað, svo sem með elliðaá. Borgin er í raun að byggja sig utan um margskonar plássfrek fyrirtæki sem eitt sinn voru í útjaðri.
Þungamiðjan mun fara austur, og gamli bærinn getur verið sætur lítill "altstadt"

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 12:11

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi starfa um 4.700 manns og ákveðið hefur verið að spítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012.

Ársskýrsla Landspítala-Háskólasjúkrahúss fyrir árið 2012


Deiliskipulag fyrir Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut samþykkt

Þorsteinn Briem, 3.7.2014 kl. 12:20

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2011:

"Landspítali-Háskólasjúkrahús er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.

Nálægð við Háskóla Íslands
, Háskólann í Reykjavík, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða [þar sem nú er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen] styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.

Svæðið liggur við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkrahúss býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Það eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita.

Og þar að auki vinna á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."

Þorsteinn Briem, 3.7.2014 kl. 12:36

21 identicon

Ergó: Útópían verður aldrei fullgerð nema með því að losna við flugvöllinn. En það væri bara frestun á austuráttinni....

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 14:19

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er mikil "útópía" að fólk vilji búa sem næst sínum vinnustað á höfuðborgarsvæðinu.

Sem þýðir meðal annars mikinn sparnað vegna mun minni bensínkaupa, miklu minna viðhalds á bílum og gatnakerfinu, minni mengunar og jafnvel annars einkabíls á heimili.

Þorsteinn Briem, 3.7.2014 kl. 14:41

23 identicon

Þetta er svipuð aðgerð og Þjóðverjar beittu í Sudetahéruðum og Rússar gera núna í Austur- Úkrainu.

Sigurgeir Kjartansson (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband