Er þar kona sem fór fræga hestaferð yfir þver Bandaríkin?

Landsmót hestamanna er haldið við erfið skilyrði við Hellu þessa dagana. Það er þó huggun harmi gegn að enn verr hefði farið ef það hefði verið haldið á norðanverðu landinu, svo arfaslæmt sem veðrið er þar núna.

Leit sem snöggvast á Holtavörðuheiði á vedur.is og sá að þar eru hviður upp á 23 metra á sekúndu, 100% raki og aðeins 7 stiga hiti. Spáð áfram mikilli rigningu yfir helgina.

Það sem er einna mest heillandi við landsmót hestamanna er það að þar er að finna fólk frá öllu landinu og líka útlendinga.

Meðal annars hef ég frétt af konu, sem þar er, og stóð á sínum tíma fyrir þátttöku íslenska hestsins í gríðarlegri hestaferð yfir þver Bandaríkin 1976. Í þeirri ferð stóð íslenski hesturinn sig víst alveg sérstaklega vel og sé þessi kona á landsmótinu hefur hún vafalaust frá ýmsu að segja. .  


mbl.is Hestakona í löggæslu á Landsmóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttanef þitt er óskemmt enn herra Gáttaþefur ;-)

Kanski að hin ágæta hestasíða Isibless taki viðtalið!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 11:19

2 identicon

Það er orðið umhugsunar virði hvort verið sé að eyðileggja Landsmót hestamanna með þeirri þrákelkni sem virðist vera hjá ráðamönnum þar á bæ að mótið felist í að setja einskonar upp flóttamannatjaldbúðir þar sem fólk veltist um dauðadrukkið og rennblautt. Þetta er eða öllu heldur var mjög góður vettvangur til þess að selja hross, en er óðum að missa mikilvægi sitt vegna þess að mikilvægasta kúnnahópurinn nennir ekki að standa í löngum bílferðum milli mótanna og gististaðanna, þ.e.a.s. þegar völ er á þeim. Þegar mótin eru haldin t.d. í Skagafirði og annarsstaðar þar sem engin völ er á frambærilegum gististöðum, er árangurinn afleitur markaðslega. Enda er allt sem gert er af viti í sambandi við íslenska hrossið gert í Þýskalandi upp á síðkastið eftir að þjóðverjar náðu tökum á sumarexeminu. Landsmót hestamanna á að byggja upp á skeiðvöllum Fáks í Reykjavík, þar sem hæfilega stutt er á gó hótel og þar sem hægt er að byggja upp forsvaranlega áhorfendaaðstöðu með yfirbyggðri stúku og tilheyrandi.

E (IP-tala skráð) 4.7.2014 kl. 16:20

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guði sé lof að Landsmótið er ekki fyrir norðan núna. Eða öllu heldur fyrir að það hefði ekki flotið burtu fyrir norðan.

Ómar Ragnarsson, 4.7.2014 kl. 20:58

4 identicon

Hin Þýska kona sem minnst er á er hún Ullu Becker. Hún er núna í gistingu hjá mér í Garðsauka. Og hún hefur sko frá mörgu að segja;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband