Dýrkeypt menningarslys.

Útvarpshúsið við Efstaleiti er glæsilegt hús, ekki vantar það. En undir glæsilegu yfirbragði leynist eitthvert dýrkeyptasta menningarslys í sögu landsins.

Hrafn Gunnlaugsson og fleiri sögðu réttilega á sínum tíma að eina hlutverk útvarpshúss væri að vera verksmiðja, sem framleiddi dagskrá.

Fyrstu húsakynni Sjónvarpsins var hús, sem reist var sem bílasmiðja, og því var erfitt að laga það hús að gerólíkri starfsemi sjónvarps.

Samt var það svo að þegar til stóð að flytja starfsemina í Útvarpshúsið nýja baðst starfsmannafélagið undan því hvernig ætlunin var að reisa hið rándýra, óhentuga og allt of stóra nýja hús og flytja starfsemina þangað.

Ein ástæða þessarar andstöðu var sú staðreynd að húsið var alls ekki hannað fyrir sjónvarp !

Það átti sem sé að flytja úr húsi, sem ekki var hannað fyrir sjónvarp, í annað miklu stærra og dýrara hús sem var heldur ekki hannað fyrir sjónvarp !

Í upphaflegu teikingunum átti sjónvarpið að vera í öðru sérhönnuðu húsi fyrir það við hliðina á núverandi útvarpshúsi þar sem hljóðvarp, skrifstofur og yfirstjórn áttu að vera og einnig átti að reisa þriðja húsið fyrir tækjastarfsemina.

Þegar samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hafnaði þessum ósköpum hefði verið eðlilegast að setjast niður og láta hanna allt upp á nýtt í minna húsnæði en i staðinn var sjónvarpi og tækjahúsi troðið inn í hljóðvarpshúsið, allri starfseminni til hreinnar bölvunar.   

Ég var í svonefndri samráðsnefnd á sínum tíma um þessi endemi en engu varð um þokað.

Gæti rakið það  í löngu máli.

Í ofanálag voru tekin lán á lán ofan til þess að halda vitleysunni áfram. 

Sá hluti íslenskrar menningar, sem felst í ljósvakamiðlun, hefur tapaði tugum milljarða króna vegna þessa húss. Það er dýrkeypt menningarslys.

Nú er uppi nauðsynleg og lofsverð viðleitni til að reyna að bjarga því sem bjargað verður með því að leigja út fjórðu og fimmtu hæð hússins.

Þess má geta að ekki er hægt að leigja út þriðju hæðina því að alla tíð var aldrei gert ráð fyrir að hún væri nýtt fyrir skrifstofur!  Hún er bara þarna og hefur alltaf verið.

Eftir sem áður hvílir stór skuldabaggi á Ríkisútvarpinu og húsið er alveg einstaklega dýrt í rekstri, alltof, alltof dýrt.

En RÚV situr áfram uppi með það allt.

Núverandi Útvarpshús mun því miður aldrei getað orðið hagkvæmt svo að þar verði framleidd sem mest og best dagskrá fyrir skaplega fjármuni.

Þetta hús verður ævinlega til vandræða meðan ekki verður hægt að komast út úr því í hús, sem hannað er frá grunni af útsjónarsemi og raunsæi.  

   


mbl.is Efstu hæðir Útvarpshússins auglýstar til leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Líftími verksmiðjuhúsa er ákaflega skammur. Sama er með lager og margt verslunarhúsnæði. Ný byggingarefni og vinnuaðferðir gjörbreytast á fáum árum. Þess vegna eru þessi hús ekki byggð úr efnum sem eiga duga meir en lungann úr starfsævi. Atvinnufyrirtæki taka stakkaskiptum og endurnýja þarf allt frá grunni eigi þau að lifa af í harðri samkeppni.

Ríkisútvarpið lifir á sérstöðu sem pólitíkin hefur skapað. Það er hluti af bákninu sem ekki má minnka eða leggja af. Einkareknar útvarpstöðvar hafa sýnt að þær geta gert betur og fyrir margfalt minna gjald. Nefni ekki nöfn en raunkannanir sýna að hlustunin eða áhorfið hefur færst á aðra fjölmiðla. Ekki síst erlendar stöðvar.

Fallegar minningar um útvarpshúsin eru ágætar. Þær duga skammt nýjum kynslóðum sem leita annað fái þær ekki að umbreyta og skapa nýtt umhverfi. Það er hlutverk stjórnmálamanna að ryðja veginn og leggja brýr, skapa öllum tækifæri á jafnréttisgrundvelli. Ekki að sniglast áfram.

Sigurður Antonsson, 4.7.2014 kl. 22:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í litlu býr nú húsi Hrafn,
hans er mikil menning,
af þungum hnífum þar er safn,
þykir góð hans kenning.

Þorsteinn Briem, 4.7.2014 kl. 22:21

3 identicon

Ómar, en það má ekki vera þannig eins og sá sem skrifar hér að ofan, að leggja niður gott ríkisútvarp !

Það er nefnilega þannig, að þrátt fyrir ótal tilraunir þá hefurengum enn tekist að að komast að byrjunarreit á útvarps-eða sjónvarpsrekstri öðrum en ríkisútvarpinu !

Það er ekki nóg að vera með ,,stór nöfn" á milljóna launum á mánuði, það þarf innihald !

JR (IP-tala skráð) 5.7.2014 kl. 00:37

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Auðvitað á að selja þannan húskofa sem fyrst og ráða þann mann útvarpsstjóra sem menn bíða alla daga eftir að láti sjá sig á skjánum, Þótt menn séu honum ekki alltaf sammála.Maðurinn heitir Ómar Ragnarsson.

Sigurgeir Jónsson, 5.7.2014 kl. 03:37

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvort einhver vill kaupa kofann mun koma í ljós. Nóg virðist af peningum sem fyrr frá London með góðum afslætti af gjaldeyrishöftum.Ekki mun saka að hafa góð tengsl við muslima í Saudi - Arabíu eða Sameinuðu Furstadæmunum.

Sigurgeir Jónsson, 5.7.2014 kl. 03:47

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Fáum er betur ljóst en Ómari Ragnarssyni tilgangur Ríkisútvarpsina og honum er líka ljóst að sá tilgangur hefur gengið eftir í áttatíu ár.

Erfiðlaikarnir í kringum stjórnarskipti hafa yfirleitt gengið hjá á fáum mánuðum. Erfiðleikar þeir sem nú eru uppi er ný aðferð við vali á útvarpsráði en ekki nýir valdhafar. Á meðan sáttin um að Rás tvö verði vinstrisinnuð og þjóni fjármagni verkalýðshreyfingarinnar verður ekki rofin meðan Sjónvarpið er undir ríkisstjórnarflokkunum.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.7.2014 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband