"Rauðasandsóveðrið"?

Það er eins og við manninn mælt, að Rauðasandshátíðin svonefnda er ekki fyrr byrjuð en það brestur á með illiviðri og allt fýkur þar út í buskann.  Þetta er annað árið sem þetta gerist og það á ekki af þessari blessaðri hátíð að ganga.

Vonandi verður þetta ekki svona þriðja árið í röð, en ef það gerist má búast við að óveðrið, sem gengur yfir landið á þessum tíma árs fái nafnið "Rauðasandsóveðrið" svona svipað eins og heitið páskahret.  

Þeir sem hafa ekið austur fyrir fjall í dag hafa tekið áhættu, því að á vegaskiltinu sem þar var þegar hún Helga mín ók austur í dag stóð með rauðu ljósi að hviður færu í 28 metra á sekúndu, en það eru 58 hnútar og teljast vera 11 vindstig eða ofsaveður eftir gamla skalanum.

Undir Ingólfsfjalli voru 30 m/sek í hviðum.  

Það var því við því að búast að einhver myndi tapa í því að taka áhættu við að draga kerru eða hjólhýsi austur. 


mbl.is Tjöld og kamrar fjúka á Rauðasandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reikar nú um Rauðasand,
ráðvillt þjóð í vanda,
Framsókn fékk í hausinn hland,
og hægðir margra landa.

Þorsteinn Briem, 5.7.2014 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband