7.7.2014 | 18:28
Þúsundir stórslysa hefðu getað orðið.
Flugatvik, sem flokkast undir hugtakið "near miss" á ensku, eða "næstum árekstur" á íslensku, skipta þúsundum. Allir þeir, sem hafa verið í flugi að einhverju ráði kannast við atvik þar sem litlu hefur munað.
Sem betur fer verður ekki af árekstri nema í örfá skipti, en þá geta þau orðið mjög alvarleg vegna þess að tvö loftför eiga í hlut og oftast verða bæði stjórnlaus.
Mannskæðustu slys flugsögunnar hafa orðið við árekstur tveggja flugvéla og verst var slysið á Tenerifeflugvelli fyrir rúmum áratug þegar 583 fórust.
Fleiri slys á flugvöllum má nefna, bæði þegar flugvélar hafa lent á öðrum flugvélum í lendingu eða lent á annarri flugvél í flugtaki eins og á Tenerife.
Síðan eru árekstrar í mikilli hæð, og minnisstætt er hve það vakti mikinn óhug um allan heim árið 1958 þegar tvær vélar af stærstu gerð þess tíma rákust á yfir Miklagljúfri í Bandaríkjunum og fórust báðar með manni og mús.
Vaxandi flugumferð eykur slysahættuna en með aukinni staðsetningatækni ætti að vera hægt að koma í veg fyrir slysin þótt mannleg mistök eða bilanir geti ævinlega sett strik í reikninginn.
Dæmigert um það er þegar ný þota með nokkrum mönnum innanborðs rakst á stóra farþegaþotu yfir Amazon og ein af ástæðunum var sú, að þegar aðstoðarflugmaðurinn ætlaði að hvíla fæturna á sérstökum skemli, rakst hann ofurlétt utan í rofa fyrir tæki, sem sendir út staðsetningu vélarinna til flugumferðarstjórnar.
Vegna slæmra skilyrða við radíósamband varð misskilningur um flughæð einmitt á þessum versta tíma og hinn ótrúlegi árekstur varð.
Lá við árekstri tveggja farþegaþota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 18:46
Ef austur-vestur braut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu yrð lengd til vesturs þyrfti brautin að liggja yfir núverandi Suðurgötu og útivistarsvæði Reykvíkinga vestan flugvallarins, þar sem nú eru meðal annars knattspyrnuvellir.
Og stúdentagarðar verða byggðir við austurenda brautarinnar.
Suðurgatan yrði að liggja undir brautina og göng fyrir gangandi, hjólandi og akandi fólk yrðu undir bæði austur-vestur brautinni og nýrri norður-suður braut, sem lægi einnig út í sjó og þá á milli núverandi austur-vestur brautar og núverandi norður-suður brautar.
Og ný og þétt íbúðabyggð, sem fljúga þyrfti yfir, meðal annars á Hlíðarendasvæðinu, yrði skammt norðan nýju norður-suður brautarinnar og hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 18:50
"Flestir flugfarþegar eru karlmenn á aldrinum 30-35 ára, sem nota flugið vegna vinnu eða viðskipta.
Tæplega helmingur ferða er greiddur af einkafyrirtækjum og opinberum aðilum.
Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."
Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014
Það er stefna Reykjavíkurborgar að flugvöllurinn verði fluttur af Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað í Reykjavík en ef menn vilja það ekki endar það sjálfsagt með því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkurflugvallar þegar flugvöllurinn verður farinn af Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 18:56
Steini Briem.
"Leben ist lebensgefärlich und endet immer tödlich."
Satirist, Erich Kästner.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 19:03
7.7.2014 (í dag):
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar skilar allt að 60 milljarða króna ábata - Ferðatíminn um korter
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 19:07
"Mannskæðustu slys flugsögunnar hafa orðið við árekstur tveggja flugvéla og verst var slysið á Tenerifeflugvelli fyrir rúmum áratug þegar 583 fórust."
Ómar: Það er nú gott betur en rúmur áratugur frá Tenerife slysinu. Það varð 1977.
Erlingur Alfreð Jónsson, 7.7.2014 kl. 19:14
Hvert skipti sem Ómar fjallar um flug, kemur copy/peist
meistarin á svæðiði.
Það voru fleiri sem slösuðust í umferðinni í fyrra á "reiðhjólum"
en í bílum og flugvélum..!!!
Einnig voru fleiri í fyrra vetur á slysavarðstofunni og bráðamóttöku
vegna slysa í hálku..!!!
Held við verðum að banna hálkuna og reiðhjólin til að fækka slysum.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 19:44
Það er gott að þér finnst flugslys fyndin, Sigurður K. Hjaltested.
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 19:51
"Hraðlest á milli KEF og BSÍ skilar allt að 60 milljarða króna ábata."
Hélaður fæðingarhálfviti hefur gert þessa útreikninga.
Slíkt prójekt yrði fjárhagslegt "black hole". Vonlaust!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 19:54
Að sjálfsögðu er allt best í Sviss og Íslendingar vitleysingar, Haukur Kristinsson.
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 19:58
Forsendur varðandi Keflavíkurflugvöll hafa breyst mjög mikið.
Árið 2012 fóru 2,38 milljónir farþega um völlinn, um 44% fleiri en árið 2009.
Keflavíkurflugvöllur árið 2012 - Staðreyndir og tölur
Um 647 þúsund erlendir ferðamenn komu og dvöldu hér á Íslandi árið 2012, um 31% fleiri en árið 2009.
Og um 96% erlendra ferðamanna sem dvelja hér á Íslandi koma hingað um Keflavíkurflugvöll.
Um 622 þúsund erlendir ferðamenn komu því til landsins um Keflavíkurflugvöll árið 2012 og dvöldu hér á Íslandi.
Og um 95% erlendra ferðamanna komu þá til Reykjavíkur, eða um 615 þúsund.
Þar að auki fóru um 63% þeirra sem eru búsettir hér á Íslandi til útlanda árið 2012 og að meðaltali fóru þeir þá tvisvar til útlanda.
Um 322 þúsund manns voru búsettir hér á Íslandi í árslok 2012 og þar af leiðandi voru þessar ferðir búsettra hérlendis til útlanda um 408 þúsund árið 2012.
Um 64% þeirra sem búsettir eru hér á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, um 206 þúsund manns, og því fóru þeir væntanlega í um 261 þúsund ferðir til útlanda árið 2012.
Og tiltölulega fáir búsettir hérlendis fljúga beint til útlanda frá Akureyri og Egilsstöðum eða ferðast með ferjunni Norrænu.
Ef reiknað er með um 600 þúsund ferðum þeirra sem búsettir eru hérlendis á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar, fram og til baka, og um 1,2 milljónum ferða erlendra ferðamanna þessa leið, fram og til baka, voru þessar ferðir því um 1,8 milljónir árið 2012.
Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013
Far með flugrútunni á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) í Reykjavík, um 50 kílómetra leið, kostar um tvö þúsund krónur aðra leiðina og rútan er 45 mínútur á leiðinni.
Og 1,8 milljónir ferða árið 2012 fyrir tvö þúsund krónur hverja ferð eru samtals um 3,6 milljarðar króna, eða um 72 milljarðar króna á 20 árum.
Hins vegar er reiknað með að hingað komi og dvelji hér á Íslandi um tvær milljónir erlendra ferðamanna árið 2023, eftir níu ár.
29.11.2013:
""Ástæða þótti til að skoða málið og kanna hvort raunhæft sé og hagkvæmt að ná háhraðatengingu á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur," segir Runólfur Ágústsson.
Framkvæmdin kostar 106 milljarða, að mati hópsins.
"Þá er við það miðað að lestin fari frá Keflavíkurflugvelli að Hafnarfirði og þaðan neðanjarðar síðustu 11-12 km að miðborg Reykjavíkur."
"Ef að allt gengur upp gæti þessari framkvæmd verið lokið upp úr 2020 og þá yrði farþegafjöldinn 3-4 milljónir á ári," segir Runólfur."
Háhraðalest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur kostar 106 milljarða króna
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 20:11
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 20:49
Húmorinn hjá þér "Steini Briem" nær ekki langt og greinilegt er
að ef einhver setur inn athugasemdir við þínar athugasemdir,
þá ferðu þú í vörn og snýrð út úr.
Það er ekkert"fydnið" við nein slys, hverju nafni sem þau tengjast.
Hins vegar finnst mér, ömurlega leiðinlegt að sjá þessi sömu
skrif þín aftur og aftur, bara til þess eins að rægja niður
þennan frábæra flugvöll sem við höfum í Reykjavík.
Sjálfur er ég flugmaður og á flugvél með öðrum og búin
að fljúga frá Reykjavík í 30 ár.
Svo koma svona "copy/paste" kallar eins og þú og þykist
vita hvað öllum er fyrir bestu.
70.000 þúsund undirskriftir, sem er met á Íslandi, dugar
þér ekki til að fatta það, að meirihluti Íslendinga vill hafa
flugvöllinn áfram.
Hvað þarf marga í viðbót, svo að þú og þínir skiljið það
að almenningur í þessu landi er ekki sammála þér eða
þínum með brotthvarf flugvallarins..???
Er það alltaf minnihluti sem á að ráða í þessu landi..???
Látum kjósa um flugvöllinn á landsvísu, þetta er nú einu
sinni höfuðborg Íslendinga ef ske kynni að það hefði farið
fram hjá þér.
Ef ekki, þá þarf ekkert að vera gera skoðanakannanir af neinu
tægi, vegna þess að minnihlutinn áskilur sér þann rétt
að fara með meirihluta atkvæða í ákvörðunum.
Lýðræðið i hnotskurn hjá minnihlutanum.
Frábært.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 20:59
Undirskriftir í fyrra varðandi Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram um Reykjavíkurflugvöll.
Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 21:07
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið sunnan norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 21:17
Enginn hefur mært hér ferðaþjónustuna, og þar með talið flug almennt, meira en undirritaður.
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 21:25
20.9.2013:
"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.
Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.
En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 21:41
Steini: Þú ert svo duglegur að gúggla og copy/pastea. Geturðu fundið mynd af því hvernig þessi aðflugsljós eiga að líta út og hvernig þau eiga að liggja? Get ekki séð betur en að frá miðlínu austur/vestur brautarinnar liggi þess ljós meira og minna utan útivistarsvæðis á Ægissíðunni, utan þess að sparkvöllur sem þarna er mundi minnka. En þú getur væntanlega leiðrétt þann misskilning ef hann er til staðar.
En síðast þegar ég kom inn til lendingar á austur brautinni var aðflugið yfir sjó en ekki útivistarsvæði.
Erlingur Alfreð Jónsson, 7.7.2014 kl. 22:41
Útivistarsvæðið Nauthólsvík er skammt frá suðurenda flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu, göngu- og hjólreiðastígar liggja við ströndina frá Ægisíðu, allt frá Faxaskjóli, meðfram allri ströndinni og þar með fyrir sunnan flugvöllinn.
Allt þetta svæði er útivistarsvæði Reykvíkinga, svo og Öskjuhlíðin, þar sem sagt er að fella verði fjöldann allan af trjám ef flugvöllurinn ætti að vera þar áfram.
Aðflugsljós fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar vestan Suðurgötu - Kort
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 23:07
En það er ekki verið að tala um aðflugsljós sunnan megin heldur vestan megin svo það kemur ekki málinu við hvar Nauthólsvík er.
Eins og sjá má á kortinu sem þú vísar til snerta þessi ljós lítið sem ekkert útivistarsvæðið við Ægissíðuna og hafa því lítil áhrif á það sem landsvæði. Fyrir utan að auðveldlega má taka þau niður síðar ef völlurinn fer.
Erlingur Alfreð Jónsson, 7.7.2014 kl. 23:16
Það skiptir mig engu máli hvað þér finnst að megi vera á útivistarsvæði Reykvíkinga til langframa, Erlingur Alfreð Jónsson.
Og enginn var að ræða hér um einhver aðflugsljós sunnan Reykjavíkurflugvallar.
Hins vegar hafa Reykjavíkurborg og ríkið skrifað undir samkomulag til nokkurra ára um aðflugsljós vestan Suðurgötu og stærri flugstöð á vellinum, sem auðvelt yrði að taka niður.
Og ein flugbraut nægir ekki á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 23:38
Veit þér er alveg sama um skoðanir mínar, sem og annarra, í þessu máli Steini Briem. Það er í fína lagi.
En betri aðflugstæki, þ.m.t. ljós, auka notkunargildi austur/vestur brautarinnar og minnka aðflug úr norðri yfir miðbæinn í lélegu skyggni. Svo ég tali nú ekki um lengingu brautarinnar út í Skerjafjörðinn líka, en þetta hefur Ómar margoft bent á hér. Og það vilja flugvallarandstæðingar náttúrulega ekki.
Erlingur Alfreð Jónsson, 7.7.2014 kl. 23:53
Að sjálfsögðu vill Erlingur Alfreð Jónsson með lögheimili í Kópavogi ráða því hvað er á útvistarsvæðum Reykvíkinga.
Þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík kjósa fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur, sem fer með stjórn borgarinnar.
Þorsteinn Briem, 7.7.2014 kl. 23:55
Að sjálfsögðu eru aðflugsljós við Reykjavíkurflugvöll og veit ekki til þess að ég hafi sagt að ég sé á móti aðflugsljósum vestan Suðurgötu til nokkurra ára, eins og samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar kveður á um.
Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 00:05
Þú ert bara hlægilegur! :-)
Erlingur Alfreð Jónsson, 8.7.2014 kl. 01:10
Sem sagt, rökþrot að vanda.
Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 01:37
25.10.2013:
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 02:05
Þess má geta að orsök óhappsins þegar Fokkerinn fór út að Suðurgötu var ekki bilun í vélinni heldur óviðunandi ástand flugbrautar sem vanrækt hafði verið að halda við í áratugi.
Mikið úrhelli var og mynduðust stórir pollar á brautinni sem ekki hafa myndast á vellinum eftir að hann var yfirfarinn fyrir um 15 árum við hávær mótmæli flugvallarandstæðinga.
Ef hugmynd Agnars Koefoed-Hansen frá 1956 um lengingu austur-vestur brautarinnar út að Skerjafirði hefði verið framkvæmd hefði þess utan þetta slys alls ekki geta gerst vegna þess að þá hefði Suðurgatan legið undir flugbrautina á svipaðan hátt og sjá má við ótal flugvelli í þéttbýli í öllum heimsálfum.
Ómar Ragnarsson, 8.7.2014 kl. 11:39
Það þurfa ekki að vera báðar vélarnar að vera af stærri gerðinni til að dauðsföll verði við árekstur á flugvöllum. Ég man þegar ég las á dr.dk frétt um árekstur milli SAS-vélar og lítillar einkavélar á Linate-flugvelli í Milano. Litla vélin var þegar lent og var í átt að flugskýli, en SAS-vélin með 110 farþega var að undirbúa flugtak. Þegar ég las fréttina hugsaði ég með mér, að það hefðu sennilega komið beyglur á báðar vélar. Síðan kom í ljós að allir létu lífið í báðum vélum.
Á myndbandinu sést að vélin sem er í lendingu þarf að hækka flugið aftur til að forðast slys. Að forsvarsmenn vallarins segja að það hafi verið nóg pláss sýnir dugleysi þeirri og kæruleysi og það ætti að reka þá umsvifalaust.
Pétur D. (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 12:00
Pétur D.(12:00)
Cessna CitationJet CJ2 er nú að mínu mati ekki lítil vel, einnig var hér ekki um einkavél að ræða, heldur Air Evex". Mailand-Linate er þokubæli.
Hef flogið nokkrum sinnum með Citation, en sonur minn var flugstjóri á slíkri vél í fáein ár. Frábært tæki.
http://www.cessna.com/~/media/Files/citation/cj2/CJ2.ashx
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 14:30
Haukur, það getur verið að mig hafi misminnt varðandi eigendur, enda las ég fréttina fyrir 13 árum. Auk þess var Cessna vélin að fara til Parísar, en ekki nýlent og þar af leiðandi full af eldsneyti eins og SAS-þotan. Hins vegar var þessi Cessna CJ2 lítil (tekur u.þ.b. 6 farþega) miðað við SAS-þotuna MD-87.
Og á þessum flugvelli, Linate var niðaþoka og engir ratsjár á jörðu sem virkuðu. Auk þess voru merkingar rangar. Cessna-vélin hafði villzt af leið og keyrt út á flugbrautina. Í fyrstu fréttinni voru skiljanlega litlar upplýsingar, en síðan fóru að koma fleiri fréttir af slysinu og það var ljóst að SAS-vélinni hafði hlekkst á í flugtakinu eftir áreksturinn við Cessnuna, sem varð alelda, og SAS-vélin lenti á 251 km hraða á farangursgeymslu og við þann árekstur fórust allir farþegarnir í SS-þotunni.
Eftir rannsókn var ljóst að stjórnendur flugvallarins áttu alfarið sökina á slysinu. Átta starfsmenn voru dæmdir í allt að átta ára fangelsi. Myndi það gerast hér á landi? Ég efast um að nokkur yrði látinn axla ábyrgð á tilsvarandi slysi á Keflavíkur- eða Reykjavíkurflugvelli.
http://en.wikipedia.org/wiki/Linate_Airport_disaster
Pétur D. (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 17:26
Það er með ólíkindum hvað þessi þjóð getur rifist um 1,4% af BYGGINGARLANDI Reykjavíkurborgar. Segi og skrifa, eitt komma fjögur prósent, sem fara undir Reykjavíkurflugvöll þegar nægjanlegt byggingnarland finnst allstaðar t.d. í innan við 100 metra frá landi þar sem auðvelt að fylla upp á skömmum tíma utan við Vesturvör.
Stjórnendur borgarinnar eru þröngsýnustu menn sem nú eru uppi varðandi skipulagsmál, einblína á 1,4% í stað þess að skoða 5,0% eða eitthvað slíkt.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.