Einn íbúi skráður heimilisfastur í Skeifuhverfinu.

Í ágætum fyrirlestri um byggð í borgum hér um árið kom fram að þá væri aðeins einn íbúi skráður til heimilis í Skeifuhverfinu.

Ef Skeifuhverfið og Ártúnshöfði yrðu skipulögð frá grunni í dag yrðu þau talsvert öðruvísi en nú er.

Í Skeifunni eru mörg húsin hálfgerðar skemmur og nýting svæðisins lítil þar sem flest húsin eru bara á einni hæð. Merkilegt er að bílakjallari skuli ekki vera í hverfinu.

Í sambandi við þéttingu byggðar væri upplagt að skipuleggja bæði Skeifuhverfið og Ártúnshöfða upp á nýtt því að bæði hverfin liggja nær þyngdarpunti íbúðarbyggðar á höfuðborgarsvæðinu og stærstu krossgötum landsins en flest önnur sambærileg svæði.

Það mætti til dæmis hugsa sér að á rústum Skeifunnar 11 yrði reist margra hæða hús þar sem yrðu verslanir á neðstu hæð en íbúðir eða skrifstofur á efri hæðum.

Um nýtingu Ártúnshöfða mætti skrifa langt mál sem of langt yrði að skrifa hér.  


mbl.is Íbúðabyggð ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Oft er einfaldast að sjá fyrir sér svona þróun með módeli.

Myndir 1-9 sýna hvaða þróun gæti orðið með nýjum Landspítala og samgöngumiðstöð á Höfðanum, skoðið myndirnar fram og til baka.

Sturla Snorrason, 8.7.2014 kl. 14:06

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heim­ild er fyr­ir bygg­ingu allt að 500 íbúða í Skeif­unni samkvæmt aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2010-2030 og nú má hafa þar íbúðir, sem ekki mátti fyr­ir samþykkt aðal­skipu­lags­ins.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 14:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi starfa um 4.700 manns og ákveðið hefur verið að spítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012.

Ársskýrsla Landspítala-Háskólasjúkrahúss fyrir árið 2012


Deiliskipulag fyrir Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut samþykkt

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 14:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2011:

"Landspítali-Háskólasjúkrahús er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.

Nálægð við Háskóla Íslands
, Háskólann í Reykjavík, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða [þar sem nú er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen] styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.

Svæðið liggur við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkrahúss býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Það eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita.

Og þar að auki vinna á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 14:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sturla Snorrason fylgist greinilega ekki með frekar en sumir aðrir.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 14:22

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skeifan er sennilega þægilegasta þjónustuhverfið í borginni.  Hvort sem er fyrir gangandi, hjólandi eða akandi.  

Á þessu tiltölulega litla svæði er að finna þjónustu og verslanir af öllu tagi og ekki verður betur séð en að þar blómstri viðskiptin alla daga.     

Vonandi sjá borgaryfirvöld sóma sinn í því að eyðileggja ekki  þessa aðstöðu líkt og gert hefur verið í 101.

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 15:40

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:

Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.

Og Umferðarmiðstöðin (BSÍ) við Hringbraut er aðalumferðarmiðstöð höfuðborgarsvæðisins og langflest hótel og gistiheimili, rúmlega eitt hundrað, eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Flestir Reykvíkingar starfa vestan Kringlumýrarbrautar og þeir vilja búa sem næst sínum vinnustað.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 16:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaða aðstaða hefur verið eyðilögð í póstnúmerinu 101 Reykjavík?!

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 16:06

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini, ég bý sjálf í 101 en þar er engin sú þjónusta sem ekki er auðveldara að nálgast annars staðar.   

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 16:19

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vestan Kringlumýrarbrautar er langflest sú þjónusta sem fólk þarf.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 16:21

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vestan Kringlumýrarbrautar er meðal annars þessi starfsemi í Reykjavík:

Útgerð, fiskvinnsla og tengd starfsemi:

Reykjavíkurhöfn, þar sem meðal annars eru hvalaskoðunarfyrirtæki, og hvergi annars staðar er landað meira af botnfiski hér á Íslandi og jafnvel í öllum heiminum, fiskvinnsla og útgerð Granda hf., Fiskkaup hf. og fleiri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, Lýsi hf., Icelandic Group, Hafrannsóknastofnun og Slippurinn.

Háskólar:


Háskólinn í Reykjavík, svo og flestar deildir Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Framhaldsskólar:


Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Tækniskólinn.

Dómstólar:


Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur.

Verslanir:


Um tvö hundruð verslanir við Laugaveg einan, þar sem um eitt þúsund manns starfa, um tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu, Skólavörðustíg, Lækjargötu og Austurstræti.

Um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús.

Og fjölmargir skemmtistaðir.

Heilbrigðismál:


Landspítalinn, Landlæknir, Íslensk erfðagreining, Heilsugæslan Miðbæ, Rauði krossinn í Reykjavík, Krabbameinsfélagið, Blóðbankinn, Sjálfsbjörg, læknastofur, augnlæknastofur, tannlæknastofur, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, sjúkranudd, fótaaðgerðarstofur, Nálastungur Íslands og Vinnuvernd ehf.

Hjúkrunarheimili:


Grund, Droplaugarstaðir og Sóltún.

Samgöngu- og ferðamál:


Reykjavíkurflugvöllur, Vegagerðin, Ferðamálastofa, Arctic Adventures, bílaleigur, leigubílastöðvarnar BSR og City Taxi, Samgöngustofa, Umferðarmiðstöðin, bifreiðaumboðið Hekla, skrifstofur Icelandair og Wow Air.

Dohop, ferðaskrifstofur, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Upplýsingamiðstöð Íslensks ferðamarkaðar, söluskrifstofa hópferðabifreiða við Lækjartorg, bifreiðaverkstæði, hjólbarðaverkstæði, smurstöðvar, réttingaverkstæði og mannaðar bensínstöðvar.

Fjármál:


Seðlabankinn, höfuðstöðvar Landsbankans og Arionbanka, svo og útibú þeirra í Lækjargötu, Hótel Sögu, Borgartúni 18, Borgartúni 33 og við Hagatorg, útibú MP banka í Borgartúni 26, Auður Capital, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna, Kauphöllin og peningasendingafyrirtækið Western Union.

Reykjavíkurborg:

Ráðhúsið, Perlan, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, háhýsin við Höfðatorg, þar sem skrifstofur Reykjavíkurborgar eru meðal annars til húsa og verið er að reisa sextán hæða hótel.

Íslensk og erlend stjórnsýsla:


Alþingi, Umboðsmaður Alþingis, forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið. landbúnaðarráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, menntamálaráðneytið, félagsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, umhverfisráðneytið og heilbrigðisráðuneytið, svo og skrifstofa forseta Íslands,

Útlendingastofnun, sendiráð Rússlands, Japans, Bandaríkjanna, Kanada, Kína, Indlands, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Póllands, Danmerkur, Noregs og Finnlands, svo og Færeyska ræðismannsskrifstofan.

Tollstjórinn, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Ríkislögreglustjóri, fangelsið við Skólavörðustíg, Ríkissáttasemjari, Ríkisskattstjóri, Ríkisendurskoðun, Ríkiskaup, Skattrannsóknastjóri, Ríkissaksóknari, Sérstakur saksóknari, Samkeppniseftirlitið, Sýslumaðurinn í Reykjavík, Hagstofa Íslands. Þjóðskrá Íslands, Minjastofnun Íslands og Fornleifastofnun Íslands.

Menning:


Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðarbókhlaðan, Borgarbókasafnið, Þjóðminjasafnið, Sjóminjasafnið Víkin, Norræna húsið, Kjarvalsstaðir, Listasafn ASÍ, Þjóðleikhúsið, leikfélagið Hugleikur, Vesturport, Stúdentaleikhúsið, Austurbær, sviðsbúnaðarfyrirtækið Exton og Reykjavíkurakademían.

Nýlistasafnið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Landnámssýningin, Volcano House, Volcano Show, listagallerí, Höfði, Háskólabíó, Regnboginn, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Undraland kvikmyndir, Evrópa kvikmyndir og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).

Ýmis þjónusta og tæknifyrirtæki:


Internetfyrirtækið CCP, Internetþjónustan Hringiðan, Advania, Netheimur, Talnakönnun, Tryggingastofnun ríkisins, Veðurstofa Íslands, Björgunarmiðstöðin, afgreiðsla Íslandspósts, bókaútgáfur, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fulbright stofnunin), Alliance Française, Evrópustofa, Íslandsdeild Amnesty International, skrifstofur Hótels Eddu, Fosshótela, Landverndar, svo og tölvufyrirtækið Nýherji.

Auglýsingastofur, arkitektastofur, verkfræðistofur, lyfjabúðir, ljósmyndastofur, húðflúrstofur, bakarí, reiðhjólaverkstæði, Veisluþjónustan Fagnaður, fasteignafélögin Eik og Landfestar, byggingafyrirtæki, húsaviðgerðir, húsgagnabólstrun, fatahönnun, listmunagerð, fasteignasölur, leigumiðlun, lögfræðistofur, endurskoðunarstofurnar PricewaterhouseCoopers, Ernst & Young og KPMG.

Willard Fiske Center, Fréttablaðið, 365 miðlar, dagblaðið DV, Kjarninn miðlar, Útgáfa og hönnun, Reykjavíkurakademían, International Modern Media Institute, Valhöll, skrifstofur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, og Vinstri grænna.

Kjarnar ehf., Dýralæknastofa Dagfinns, fatahreinsanir, þvottahús, hársnyrtistofur, hárgreiðslustofur, saumastofurnar Klæðskerahöllin og Saumsprettan, raftækjaviðgerðir, Snyrtistofan Gyðjan, skósmiðir, endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust og ræstingafyrirtæki.

Hótel:


Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir), Hótel Saga, Hótel Holt, Hótel Þingholt, Hótel Plaza, Hótel Arnarhvoll, Hótel Klöpp, Hótel Skjaldbreið, 101 Hótel, Hótel Borg, Hótel 1919 í gamla Eimskipafélagshúsinu, Hotel Marina, Kex Hostel, Black Pearl Apartment Hotel, Hótel Leifur Eiríksson og Hlemmur Square.

Hótel Klettur, 4th Floor Hotel, Best Western Hotel, Blue Arctic Hotel, Bus Hostel, City Center Hotel, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind, Hótel AdaM. Hótel Flóki, Hótel Frón, Hótel Garður, Hótel Hilda, Hótel Óðinsvé, Hotel Reykjavík Centrum, Hotel Cabin, Metropolitan Hotel, Hótel Örkin og Hotel Adam.

Gistiheimili:


Þrjár systur, Kastalinn Lúxusíbúðir, Gistiheimilið Bröttugötu, Gistiheimili Snorra, Dalfoss, Konrads Guesthouse, Gista íbúðir, Barónsstígur Central, Farfuglaheimilið Vesturgötu, Hostel B47, Art Centrum, Bus Hostel, farfuglaheimilið Loft og Alba Guesthouse.

Gistiheimili Hjálpræðishersins, Gistiheimilið Forsæla, Sunna gistihús, Áróra gistihús, Gistihúsið Andrea, Bella gistihús, Gistihúsið Luna, gistihúsið Víkingur, Anna gistihús, The Capital Inn, Gistihúsið Egilsborg og Thor Guesthouse.

Stéttarfélög og lífeyrissjóðir:


ASÍ, BSRB, Samtök atvinnulífsins, Efling, Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Sjómannasamband Íslands, Leiklistarsamband Íslands, Landssamtök lífeyrissjóða. lífeyrissjóðurinn Gildi, Almenni lífeyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verkfræðinga og Lífeyrissjóður bænda.

Vista séreignasjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður tannlækna og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.

Guðshús:


Biskupsstofa, Hallgrímskirkja, Dómkirkjan í Reykjavík, Neskirkja, Landakotskirkja, Fríkirkjan í Reykjavík, Fossvogskirkja, Háteigskirkja, Fíladelfía, Kirkja sjöunda dags aðventista, Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Kirkja óháða safnaðarins, safnaðarheimili við kirkjur og Menningarsetur múslíma.

Íþrótta- og félagsstarfsemi:


Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR), Valsheimilið og þeirra íþróttavellir, þrekþjálfunarstöðvar, félagsmiðstöðvar og frístundamiðstöðvar við grunnskóla.

Sundlaugar:


Vesturbæjarlaug og Sundhöll Reykjavíkur.

Tónlistar- og söngskólar:

Söngskólinn í Reykjavík, Söngskólinn Domus Vox, Suzukitónlistarskólinn, Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Tónskólinn Do Re Mi, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar.

Dans- og ballettskólar:


Kramhúsið, Ballettskóli Eddu Scheving, Danssmiðjan og Dansskóli Jóns Péturs og Köru.

Myndlistaskólar:


Myndlistaskólinn í Reykjavík.

Happdrætti:


Spilasalir Háspennu, happdrætti Háskóla Íslands, DAS og Krabbameinsfélagsins.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 16:28

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steini, ég sagði auðveldara að nálgast - ekki ómögulegt...  :)

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 16:49

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég hvaða þjónustu er svona erfitt að nálgast vestan Kringlumýrarbrautar.

12.2.2013:

"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.

Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."

Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 17:03

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar, ein umferðarmestu gatnamót landsins, eru að sjálfsögðu vestan Kringlumýrarbrautar.

Og gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru væntanlega jafn mikið vestan og austan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 17:12

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei, Steini, þú veist það ekki en mér dettur svona í hug að það gæti verið vegna þess að fyrirkomulagið er flókið og aðgengið erfitt.

Svona svipað og skrifin þín;  20 lína langlokuauglýsing um hitt og þetta í staðinn fyrir 1 línu; "Mjólkin fæst í Melabúðinni". 

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 17:17

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki um aðgengi að þjónustu vestan Kringlumýrarbrautar sem er svona erfitt og hef þó lengi búið á því svæði.

Og greinilega þarf að segja sumum að mjólk fáist í Melabúðinni og ýmislegt fleira, í löngu máli.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 17:35

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Onei, þú ert bara þannig sinnaður sjálfur að þurfa að segja öllum  frá öllum sköpuðum hlutum í löngu máli - ekki bara sumum.

OK, segðu mér nú í stuttu máli ( það má vera í löngu máli) hvernig ég get fengið póstinn minn, sem ekki passar í bréfalúguna, afhentan  án þess að kosta til 2-3000 krónum?


Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 18:14

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rúmfrek bréf innanlands eru sendingar sem komast ekki inn um póstlúgu en eru undir 2 kg.

Rúmfrek bréf eru tilkynnt móttakanda og afhent á pósthúsi.
"

Íslandspóstur er með útibú á Eiðistorgi og í Pósthússtræti og undirritaður hefur í mörg ár alltaf fengið frábæra þjónustu á báðum stöðum hjá indælum vinkonum mínum, sem eru ekki síkvartandi undan engu eins og sumir.

Íslandspóstur hf. er í eigu íslenska ríkisins og einn stærsti vinnuveitandi landsins með um eitt þúsund starfsmenn.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 19:23

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk, Steini.  Svona  erfiður póstur er nefnilega afhentur á pósthúsi!

En hvernig viltu nálgast hann?  Í 101, með leigubíl niður í Pósthússtræti - eða hringja og biðja um að pósturinn verði boðsendur út á Eiðistorg þar sem þú getur nálgast hann á eigin bíl?

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 19:41

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef ekki átt bíl síðastliðin 18 ár og hef enga þörf fyrir það, enda bý ég vestan Kringlumýrarbrautar, fæ þar alla þá þjónustu sem ég þarf á að halda, geng mikið og er ekki akfeitur eins og sumir.

Samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) er rekstrarkostnaður fólksbíla hér á Íslandi um ein milljón króna á ári og þann sparnað nota ég meðal annars til að taka leigubíl einstaka sinnum og leigja bílaleigubíl þegar ég fer út á land.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 20:05

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sonur minn, fæddur árið 1990, hefur aldrei ekið bíl, enda hefur hann eingöngu búið vestan Kringlumýrarbrautar, í Svíþjóð og London.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 20:27

22 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Njahh, ekki var ég svo gagnrýnin að þú þyrftir að réttlæta þig í bak og fyrir, Steini, eða var það nokkuð?

En svona bíllaus, sem þú ert, er þó heppilegt að þú ert hvorki síkvartandi né akfeitur. 

Þetta tvennt gagnast þeim sem þurfa að treysta á almannasamgöngur eða tvo jafnfljóta.  Ásamt því  auðvitað að aldurinn sé réttu megin við öfugt,  liðamótin mjúk, bakið sveigjanlegt og tábergið fjaðrandi.   Eða þannig   

Kolbrún Hilmars, 8.7.2014 kl. 20:36

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá sem býr og starfar vestan Kringlumýrarbrautar þarf ekki að eiga bíl og sparar á því stórfé.

Og þar sem hann er fótgangandi heilsar hann fólki í Vesturbænum á förnum vegi, konum í löngum göngutúrum að viðra hunda sína og börnum í götunni sem öll þekkja hann og heilsa glöð í bragði.

Kvenfólk á öllum aldri brosir hlýlega til hans og nöldrar ekki.

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 22:58

24 identicon

Google-ræpan frá Steina Briem er slík að það myndi æra óstöðugan að reyna að leiðrétta þó ekki væri nema brot af öllum misskilningnum og vitleysunni sem hann ryður frá sér.

En samt...maður verður að reyna.

Briem virðist standa í þeirri trú að helmingur starfsmanna LSH búi innan við 14 mínútan hjóla eða gönguferðar frá vinnustað sínum OG sá vinnustaður sé við Hringbraut.

Það er misskilningur. Starfsemi LSH er dreifð á a.m.k. 16 staði á höfuðborgarsvæðinu, allt frá Landakoti uppá Króksháls og frá Vífilsstöðum að Kleppi. Aðeins rúmur helmingur starfsmanna starfar á Hringbraut. Restin dreifist á aðra vinnustaði LSH.

þannig býr t.d. stór hluti starfsmanna LSH í kringum næststærsta vinnustað LSH, Fossvoginn, í pnr 108 og 200. Það búa jafnmargir starfsmenn LSH í pnr 200 eins og í pnr 101.

Þegar búið er að koma allri starfsemi LSH saman við Hringbraut mun meðalfjarlægð starfsmanna frá heimili sínu að vinnustað AUKAST. Afleiðingin verður AUKIÐ álag á stofnbrautir.

Þetta vita forsvarsmenn spítalans og borgaryfirvöld vel en eru ekkert mikið að auglýsa það. Plan A er að byggja nóg af skóskápum á svokölluðum þéttingarsvæðum og selja/leigja sem íbúðir á raðhúsaverði til nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem í dag setjast að í Kópavogi og Mosfellsbæ. Auk þessa eiga almenningssamgöngur og hjólreiðar að leysa vandann enda njóta þessir samgöngumátar gríðarlegra og aukinna vinsælda eins og sjá má meðfram Miklubrautinni á hverjum morgni.

...það er ekkert plan B.

Skeptískur (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 09:01

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu heldur nafnleysinginn "Skeptískur" að fólk flytji aldrei innan höfuðborgarsvæðisins.

Og vel skiljanlegt að vesalingarnir þori ekki að skrifa hér undir nafni.

Þorsteinn Briem, 9.7.2014 kl. 15:36

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."

Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013

Þorsteinn Briem, 9.7.2014 kl. 15:37

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu og mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá því svæði, til að mynda Landspítalinn, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.

Það sparar þeim mikil bensínkaup, löng ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, miklar og margar umferðartafir og jafnvel kaup á bíl, þar sem einn bíll getur nægt á heimili í stað tveggja.

Þar af leiðandi getur verið hagstæðara að búa nálægt vinnustað, enda þótt íbúðir séu dýrari þar en langt frá vinnustaðnum.

Og rekstrarkostnaður venjulegs fólksbíls hér á Íslandi er ekki undir einni milljón króna á ári, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).

Rekstrarkostnaður bifreiða í janúar 2013 - Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)

Þorsteinn Briem, 9.7.2014 kl. 15:39

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjólreiðamenn í Reykjavík voru árið 2012 þrefalt fleiri en árið 2009.

Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu voru 30% fleiri árið 2012 en 2009.

Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi 21% árið 2011 en 9% árið 2002.

Aðgerðir í loftslagsmálum  - Maí 2013

Þorsteinn Briem, 9.7.2014 kl. 15:54

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2013:

"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.

Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."

Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar


Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þorsteinn Briem, 9.7.2014 kl. 18:59

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúar í póstnúmerum í Reykjavík 1. janúar 2013, raðað eftir hlutfallslegum barnafjölda (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn):

110
(Árbær) 11.246, þar af 2.912 börn (25,9%),

112
(Grafarvogur) 17.148, þar af 4.444 börn (25,9%),

109
(Breiðholt) 11.968, þar af 2.933 börn (24,5%),

107
(Vesturbær8.520, þar af 2.053 börn (24,1%),

104
(Laugardalur) 9.182, þar af 2.077 börn (22,6%),

108
(Háaleitis- og Bústaðahverfi) 12.325, þar af 2.677 börn (21,7%),

111
(Breiðholt) 8.683, þar af 1.859 börn (21,4%),

105
(Hlíðar) 16.067, þar af 3.203 börn (19,9%),

101
(Miðbær) 15.708, þar af 2.659 börn (16,9%),

103
(Háaleitis- og Bústaðahverfi) 2.027, þar af 315 börn (15,5%).

Þorsteinn Briem, 10.7.2014 kl. 03:25

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á höfuðborgarsvæðinu, frá Mosfellsbæ að Hafnarfirði, bjuggu 205.470 manns 1. janúar 2013 og þar af 133.064 í Reykjavík, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, eða 65% íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Miðja íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins
frá norðri til suðurs er því í Reykjavík en ekki til að mynda Kópavogi.

Og vestan Kringlumýrarbrautar, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, bjuggu þá 44.617 manns en austan Kringlumýrarbrautar alls 44.185 í póstnúmerum 103, 104, 108, 109 og 111, Háaleitis- og Bústaðahverfi, Laugardalshverfi og Breiðholti, eða samtals 88.802 báðu megin við Kringlumýrarbrautina en fleiri vestan við hana.

Á Seltjarnarnesi og norðan þessara póstnúmera í Reykjavík bjuggu hins vegar tvisvar sinnum færri í Mosfellsbæ og Reykjavík, eða 44.143 alls.

Miðja íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins er því vestan Kringlumýrarbrautar.


Og miðja atvinnustarfsemi á höfuðborgarsvæðinu er einnig vestan Kringlumýrarbrautar, eins og sjá má í athugasemd nr. 11 hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 10.7.2014 kl. 07:16

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 12.7.2014 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband