7:1 er sama markahlutfall og 14:2, sjö á móti einum.

Markahlutfallið 7:1 og 14:2 er það sama, 7 á móti 1. 

Munurinn er sá að 7:1 var í undanúrslitaleik  á HM milli tveggja af bestu landsliðum heims, en 14:2 var í vináttulandsleik tveggja þjóða, sem þá voru neðarlega á heimslistanum.

Sum af mörkum Þjóðverja komu á svipaðan hátt og mörk Dana í 14:2 leiknum, þar sem allt virtist ganga upp og falla með þeim, en allt ganga á afturfótunum hjá Brössunum.  

Ef eitthvað jákvætt er að finna við mesta burst í sögu undanúrslita HM er það fólgið í því að fjarvera Neymars skipti ekki minnsta máli.

Hann hefði aldrei getað breytt neinu um markaregn Þjóðverja og því síður séð um að Brassar skoruðum sjö eða fleiri mörk.  

Öðru máli gegndi um miðvörðinn og fyrirliðann Thiago Silva, en hann gat sjálfum sér um kennt að hafa komið sér í leikbann að óþörfu. 

Hugsanlega var það hluti af ókostum þess að spila jafn fast og hörkulega og Brassarnir gerðu, en það setti blett á leik þeirra á mótinu og gerði liðið að mörgu leyti ólíkt léttleikandi og prúðum liðum þeirra á HM á fyrri tíð. Að lokum hefndi þessi harka sín í þessum leik.   


mbl.is Sögulegur sigur Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég er nú búinn að vera leigubílstjóri í fjeritíu ár og hef aldrei vedað annað eins!"

Þorsteinn Briem, 8.7.2014 kl. 23:02

2 identicon

Brot Thiago Silva voru  "kjánaleg" : hlaup fyrir markmann, og tekið utan um mótherja meðan margir aðrir mögluleikar voru enn opnir til að stöðva sóknina.

Brassarnir mættu einfaldlega ekki í vörnina í kvöld  hvorki andlega né líkamlega

Grímur (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 23:07

3 identicon

Frakkar töpuðu 17:1 fyrir Dönum árið 1908 sá ég um daginn.

Bessi (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 00:12

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, og Ólympíumetið í stangarstökki var 3,50 metrar árið 1908.

Ómar Ragnarsson, 10.7.2014 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband