Ónógur undirbúningur ?

Í knattspyrnuliði hefur hver maður sitt hlutverk og svæði á vellinum. Bestu liðin hafa þaulæft allt, sem að þessu lýtur, í smáu og stóru.

Vegna þess hve algengt er að vítaspyrnukeppni ráði úrslitum í leikjum á HM er athyglisvert að ekki skuli hafa verið ákveðið fyrirfram, jafnvel með löngum fyrirvara hjá hollenska liðinu, hverjir væru örugglega tiltækir til að taka vítaspyrnur í slíkri keppni.

Louis van Gaal landsliðsþjálfari sagði eftir leikinn við Costa Rica að hann hefði ekki látið aðalmarkvörð liðsins vita af því fyrirfram að hann myndi skipta honum út á síðustu mínútu framlengingar til þess að hugsunin um það truflaði ekki einbeitingu hans í leiknum.

Ef svipuð hugsun hefur ráðið því að van Gaal var ekki með það geirneglt að leikmenn hans annað hvort tækju spyrnurnar í í ákveðinni röð eða að þeir hlýddu boðum um það, þá virkaði það ekki í gærkvöldi, heldur kom allt rót í liðinu varðandi það frekar í koll liðinu. 

Þjálfarinn skipti ekki út markvörðum í vítaspyrnukeppninni, enda hefði slík skipting ekki haft sömu áhrif á mótherjana eftir að búið var að reyna það einu sinni.

Styttri armlengd aðalmarkvarðarins heldur en varamarkvarðarins háði honum í minnsta kosti einni spyrnu.  


mbl.is Tveir neituðu að taka fyrstu spyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, lestu aftur og endurskrifaður málsgreinina sem byrjar á: Ef svipuð hugsun...."

Hún er alveg óskiljanleg

E (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband