Sérstaða Vesturbyggðar að engu höfð.

Vestfirðir eru eini landshlutinn þar sem samgöngumál eru í svipuðu horfi og fyrir hálfri öld. Þetta er eini landshlutinn sem ekki hefur alþjóðlegan flugvöll og ekki er hægt að fljúga til Vestfjarða nema í björtu.

Það þýðir að á veturna er ekki hægt að fljúga þangað nema 3-4 klukkustundir á dag í skammdeginu, og þá kannski einmitt þann tíma sólarhringsins þegar veðrið þann daginn er verst.

Á veturna er akstursvegalengdin frá Patreksfirði til Ísafjarðar á fimmta hundrað kílómetra.

Það myndi heyrast hljóð úr horni ef heilbrigðisstofnarnirnar á Akranesi og Húsavík yrðu sameinaðar.

Nýbúið er að leggja niður Patreksfjarðarflugvöll og þar með yfir tvo fjallvegi að fara þaðan til næsta flugvallar.

Hvað eftir annað er sérstaða Vesturbyggðar og Vestfjarða að engu höfð. Það er miður.  

 

 


mbl.is „Þetta er bara ruddaskapur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómars mikil er þar hryggð,
á allra handa máta,
vesöld nú í Vesturbyggð,
Vestfirðingar gráta.

Þorsteinn Briem, 10.7.2014 kl. 17:17

2 identicon

Góður, Steini Briem!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 17:53

3 identicon

Þessi færsla hefði alveg mátt heita; "Landsbyggðin að engu höfð."

Og í því samhengi vil ég vísa á grein eftir Jón Daníelsson. 

http://herdubreid.is/nylenduveldid-reykjavik/ 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 21:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilur Sjálfstæðisflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 10.7.2014 kl. 22:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar
, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

Álverð hefur
hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].

Þorsteinn Briem, 10.7.2014 kl. 22:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.9.2013:

"Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.

Þar af jókst þjónustuútflutningur
um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%.

Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil 2012

Þorsteinn Briem, 10.7.2014 kl. 22:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, eru 64% landsmanna, eiga því mikinn meirihluta í ríkisfyrirtækinu Landsvirkjun og þar með til að mynda Kárahnjúkavirkjun.

Þorsteinn Briem, 10.7.2014 kl. 22:47

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vestan Kringlumýrarbrautar er meðal annars þessi starfsemi í Reykjavík:

Útgerð, fiskvinnsla og tengd starfsemi:

Reykjavíkurhöfn, þar sem meðal annars eru hvalaskoðunarfyrirtæki, og hvergi annars staðar er landað meira af botnfiski hér á Íslandi og jafnvel í öllum heiminum, fiskvinnsla og útgerð hins gríðarstóra fyrirtækis Granda hf., Fiskkaup hf. og fleiri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, Lýsi hf., Icelandic Group og Slippurinn.

Í Reykjavíkurhöfn
var landað um 87 þúsund tonnum af botnfiski árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í annars vegar Grindavík og hins vegar Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði, sem er að sjálfsögðu einnig á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki eru rúmlega eitt hundrað hótel og gistiheimili vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og gjaldeyristekjur CCP á Grandagarði við Gömlu höfnina í Reykjavík af Neteiknum EVE Online voru strax árið 2010 um sjö milljarðar króna á ári, sem hefðu nægt til að greiða laun um tvö þúsund starfsmanna í álverum hér á Íslandi.

15.10.2010:

Um 300 manns starfa í höfuðstöðvum CCP á Grandagarði í Reykjavík


Og gjaldeyristekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík eru nú þegar samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.

Í engu öðru póstnúmeri á landinu er því aflað meiri gjaldeyristekna en 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 10.7.2014 kl. 23:38

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, eru 64% landsmanna og greiða því mikinn meirihluta af sköttum einstaklinga til ríkisins, tekjuskatt og næsthæsta virðisaukaskatt í heimi.

Og þessir skattar fara meðal annars í vegi, brýr, hafnir og flugvelli á öllu landinu.

Þar að auki greiða fyrirtæki að sjálfsögðu einnig skatta til ríkisins og meirihluti þeirra er á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.

Og skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar á Vatnsmýrarsvæðinu er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, þar sem um 200 manns munu starfa.

Þorsteinn Briem, 11.7.2014 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband