11.7.2014 | 21:53
Formaðurinn snuprar eigin flokksmenn.
Meðal þeirra fyrstu sem lýstu sig andvíga málflutningi oddvita framboðslista Framsóknar í Reykjavík voru Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hallur Magnússon.
Síðan bættust fleiri í hópinn, svo sem Ómar Stefánsson fyrrum oddviti flokksins í Kópavogi, og einnig sagði fjórði maður á B-listanum í Reykjaví sig strax frá framboðinu vegna ósættis við þennan málflutning.
Nú hefur formaður flokksins heldur betur tekið til hendi og rétt kúrsinn af með því að snupra i raun þetta samflokksfólk sitt með þvi að segja að umræðan sem það setti af stað hafi verið nýr lágpunktur og skikka það til að marséra i takt, eins og sagt var að flokkurinn hefði stundum gert á dögum Steingrims Hermannssonar án þess að hann þyrfti að tukta nokkurn mann til.
Umræðan um Framsókn nýr lágpunktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sauður er hann Sigmundur,
og súr er alla daga,
ljótur er hans langhundur,
og léleg gróusaga.
Þorsteinn Briem, 11.7.2014 kl. 22:35
Góður punktur, Ómar. Sigmundur Davíð treystir á það að þeir sem hlusta á hann hafi gullfiskaminni. Það sorglega er að þessi aðferð hefur virkað nokkuð vel hingað til. Hvar eru til dæmis 300 milljarðarnir frá hrægammasjóðunum? Enginn talar um þá lengur.
Wilhelm Emilsson, 12.7.2014 kl. 00:34
Jónas segir kjósendur á Íslandi séu fífl !
Sigmundur Davíð er bara að sanna að það sé rétt !
JR (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 00:54
ekki hafði steingrímur altaf sigur. að sína samstöðu er ekki altaf góður kostur því í öllum flokkum eru mismunandi skoðanir. hvar mörkin eiga að vera finst aldrei en kanskiendar þetað í allir hafi talsman sem túlka skoðanir manna. og er eðlilegt að kljúfa flokka ef minnihluti verður undir hefur það géfist vel
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 10:29
Geir Haarde átti heiðurinn af því að vera talinn lágkúrulegasti forsætisráðherra landsins.
En ekki lengur!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 11:11
Oddviti Framsóknar í Reykjavík sagði bara það sem stór hópur fólks í Reykjavík er mjög svo sammála, annars hefðu þau ekki fengið tvo menn inn í Borgarstjórn. Ég er brottfluttur Reykvíkingur og þótti mjög miður að geta ekki stutt þann málflutning að Moskubygging eigi ekki að rísa á þessum stað, ef farið yrði í skoðunarkönnun um þetta mál og spurt hvort fólk vildi Moskuna þarna er ég viss um að mjög margir segðu nei, en ef sama fólk yrði spurt hvort það vildi að múslimatrúað fólk yrði sent heim er ég ekki svo viss um að sama niðurstaða fengist.
Sandy, 12.7.2014 kl. 11:50
Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur. Reynslan frá sams konar upphlaupi um innflytjendamál veturinn 2006-2007, þegar allir netmiðlar og fjölmiðlar loguðu af stóryrtum og hatursfullum yfirlýsingum, sýndi að það sama myndi gerast nú og jafnvel enn hatrammara rúmri viku fyrir kosningar.
Í umræðunni núna ruddust sömu gífuryrtustu mennirnir fram og 2006-7 og þannig mun það verða í hvert skipti sem þessari umræðu er startað.
Ómar Ragnarsson, 12.7.2014 kl. 12:31
Aldrei hef ég kosið Framsóknarflokkinn. Það sem Sigmundur Davíð segir um sveitarstjórnarkosningarnar er rétt. Fátt þykir fólki leiðinlegra en að sjá tapsára eineltisseggi á yfirsnúningi. Ef þau halda áfram svona þá mun Framsókn bara halda áfram að raka inn atkvæðum. Leiðinlegt hins vegar að sjá Sigmund Davíð leggjast á árar með Ögmundi í forræðishyggjunni. Kemur þó ekki svo mjög á óvart.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.