12.7.2014 | 12:24
Gengishækkanir skapa líka vandamál.
Tvívegis á ferli íslensku krónunnar hefur gengi hennar hækkað og í bæði skiptin reyndust gengishækkanirnar varasamar.
Fyrri hækkunin var á þriðja áratugnum, sem í Bandaríkjunum var kallaður "the roaring twenties" af því að feiknarleg uppsveifla var í landinu með tilheyrandi þenslu, neysluaukningu, framkvæmdum og fjárfestingum og tengdri lánastarfsemi og síhækkandi hlutabréfaverði.
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Íslandi lét þá hækka gengi krónunnar í bjartsýniskasti en sá ekki fyrir að lögmálið "what goes up must come down" myndi virka hastarlega í fjármálahruninu á Wall street haustið 1929.
Það jók mjög á vandann hjá okkur í kreppunni á fjórða áratugnum að sigla inn í hana með of hátt skráð gengi, sem bitnaði sérstaklega illa á eina útflutningsvegi okkar, sjávarútveginum.
Síðari gengishækkunarbólan var í aðdraganda Hrunsins 2008, þegar samtvinnaðar þensluráðstafanir ríkisstjórna Sjalla og Framsóknar skrúfuðu gengi krónunnar upp um 30-40% umfram það raungengi, sem gengið gæti til framtíðar.
Veturinn 2007 til 2008 byrjaði gengið óhjákvæmlega að falla með þeim afleiðingum sem við glímum enn við og þessar afleiðingar voru enn harkalegri en ella, vegna þess hve margir höfðu tekið óhóflega stór gengistryggð lán.
Í ljósi reynslunnar ætti að fara mjög varlega í að þoka genginu upp, bara til þess eins að auka neyslu og þenslu sem henni fylgir. Horfa verður lengra fram á tímann, raska ekki stöðugleika og veikja ekki grundvöll útflutningsgreinanna, sem efnahaglífið hvílir á.
Gengi krónu á uppleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gengið þolir nú þrátt fyrir allt talsverða styrkingu. Á árunum 2006-7 var gengisvísitalan að jafnaði um 120 stig en rauk upp í og eftir hrun, fór hæst í um 240. Nú er hún 207 sem er enn alltof hátt. Mér þætti eðlilegt að hún væri á bilinu 150-170 eða 15-25% sterkara gengi en nú er. Vandamálið er reyndar kronan sjálf þó afskaplega fáir skilji það. Hún er í höftum og raungengi hentar enn veikara en kemur fram í gengisskráningu. Enginn vilji eða skilningur er hja stjórnvöldum til að taka upp aðra mynt sem er óhjákvæmilegt. Svona örmynt er alltaf mjög viðkvæm fyrir áföllum og í raun geta nokkrir spákaupmenn útii i heimi slátrað krónunni hvenær sem þeim dettur í hug.
Óskar, 12.7.2014 kl. 15:40
gjaldmiðill á bara að vera ávísun Á verðmæti. vandamálið birjar þegar kaupahenðnar fara að spila á gjaldmiðilinn það er erviðara að verja lítin gjaldmiðil heldur en stóran. stór gajldmiðill er einginn tryggíng fyrir stöðugleka pundið er ágæt dæmi um stóran gjaldmiðil sem stóðst ekki áhlaup. svo maður tali ekki um ef þettað var skipulagt hrun til að erlendir vogunarsjóðir mindu fá stóran hagnað lykkur okkur ekkert á að aflétta höftum
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 17:50
"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."
"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.
Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."
Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu
Þorsteinn Briem, 12.7.2014 kl. 17:58
Á meðan hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn að töluverðu leyti stjórnað gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.
Eignir útlendinga í íslenskum krónum eru hins vegar um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.
Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.
22.10.2012:
Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar
30.9.2013:
Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna
Þorsteinn Briem, 12.7.2014 kl. 18:01
Miklar framkvæmdir verða hér á Íslandi á næstu árum og til að mynda verða byggð hér fjögur kísilver, tvö í Helguvik, eitt á Grundartanga og eitt á Húsavík.
Ný og stór hótel verða við Höfðatorg og Hörpu, í Landssímahúsinu við Austurvöll, í húsi Reykjavíkurapóteks við Austurstræti, á Hljómalindarreitnum milli Hverfisgötu og Laugavegar, 100 herbergja hótel á Hverfisgötu 103, þar sem myndasöguverslunin Nexus var til húsa, og nú er verið að stækka Hótel Borg og Hótel Marina við Slippinn um 90 herbergi.
Og einnig er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Þar að auki verða mörg þúsund íbúðir byggðar á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, enda er þar gríðarlegur skortur á leiguíbúðum.
17.10.2013:
Um þrjú þúsund nýjar leiguíbúðir byggðar í Reykjavík á næstu fimm árum
Þorsteinn Briem, 12.7.2014 kl. 18:34
Steini Briem, þú veist allt, eða svona næstum því.
Veistu hvort fyrirtækið Alpan hf. sé enn að framleiða álpönnur í Rúmeníu?
Og ef svo er, hversu stór framleiðslan sé.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 18:38
Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:
Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2014:
Reykjavík 121.230 (58,1%),
Kópavogur 32.308 (15,5%),
Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),
Garðabær 14.180 (6,8%),
Mosfellsbær 9.075 (4,4%),
Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).
Samtals 208.531.
Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.
Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.
Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.
Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, eða 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.
Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.
Ef hins vegar engin byggð væri vestan Kringlumýrarbrautar, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, væri miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Þorsteinn Briem, 12.7.2014 kl. 18:48
Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:
Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.
Og gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru að sjálfsögðu jafn mikið austan og vestan Kringlumýrarbrautar.
Þorsteinn Briem, 12.7.2014 kl. 18:56
Steinar Þór, sonur Þórðar Bachmann framkvæmdastjóra, segist ekki vita betur en að álpönnuverksmiðjan sé enn í Rúmeníu en veit ekki hvort hún er í eigu Íslendinga, Haukur Kristinsson.
Þorsteinn Briem, 12.7.2014 kl. 19:28
Takk fyrir Steini Briem. Kveðja HK
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 19:36
var þessi álbönnuverksmiðja farin fyrir hrun. er vist að menn staldri herna við þegar þeir ná áhveðinni stærð þetað sníst um skattalegt hagræði oft á tiðum eins um nálægð við markaði. hann bar því við að það væri vegna gjaldeyrisaftana en meiginástæðan væri nálægð við markaði svo ef veitti skattalegt hagræði væri það fyrirtæki hér á landi en merkilegt nokk þá var starfstöðinn hér á landi því er það spurníngin hvort verið var að komast hjá gjaldeyrishöftum
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.