13.7.2014 | 23:38
Bestir núna. En ekki 1954 og 74.
Ungverjar áttu langbesta landslið heims á fyrri hluta sjötta áratugar síðustu aldar með Ference Puskas og fleiri snillinga innanborð. Þeir kjöldrógu Englendinga á Wembley 7:3 þrátt fyrir að tvö mörk í viðbót væru dæmd ranglega af þeim vegna rangstöðu, því að leikur þeirra var svo hraður að það ruglaði dómarinn.
Þeir unnu Vestur-Þjóðverja í riðlakeppni HM 54 6:3 ef ég man rétt.
En þýska seiglan skilaði sér í úrslitaleiknum.
Hollendingar höfðu besta landsliði heims á að skipa 1974 með Johan Cryuff og fleiri snillinga á sínum snærum, en í úrslitaleiknum lét Hölzenbein sig falla í vítateignum og "fiskaði" vítaspyrnu. Hann viðurkenndi síðar leikaraskap sinn.
En 2014 var þýska liðið tvímælalaust það besta á HM og átti skilið að vinna. Í framlengingunni var það þýska seiglan sem skilaði verðskulduðum sigri.
Þeir voru heppnir en það má kalla það meistaraheppni.
Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á stórum mótum í skíðaíþróttinni eru einstalingar eða sveitir sem vinna silfur eða brons grátandi af gleði. Í gær vor Argentínumenn með ömurlegan fýlusvip eftir að hafa unnið silfur. Í fótbolti virðist allt vera tap nema gullið.
Þjóðverjarnir voru ekki aðeins bestir, heldur lang bestir. Varamaðurinn Andre Schürrle lagði upp boltann og varamaðurinn Mario Götze skorar eitt fallegasta mark sem ég hef séð.
Þetta var ekki svo auðvelt. Fyrst taka á móti sendingunni, stilla upp boltanum og síðan skora á mjög „lokað“ mark.
„Ein Wunderkind“, hann Mario, 22 ára gamall, jafngóður ef ekki betri en Messi.
Bravo, Deutschland!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.