14.7.2014 | 09:29
Drögum lappirnar. Mest mengandi bílafloti Vestur-Evrópu.
Við Íslendingar ættum að vera í fararbroddi meðal þjóðanna varðandi umhverfisvænan bílaflota.
Með allt okkar ódýra rafmagn og möguleika á framleiðslu vistvænna orkugjafa ættum við að vera með fleiri rafbíla og blendingsbíla af ýmsu tagi en nokkur önnur þjóð og þar með sjálfstæðari orkubúskap en nokkur önnur þjóð.
En þetta er þveröfugt. Fram að Hruni þegar verktakagræðgisbólan var í hámarki voru pallbílar með lægri opinber gjöld en aðrir bílar og þeim var mokað inn. Ég þekki ótal dæmi um það að menn keyptu sér að óþörfu stærstu og eyðslufrekustu bílana bara vegna þess að þeir töldu sig græða þeim mun meira sem aflátturinn í krónutölu var hærri.
Sama fyrirbærið og þegar Íslendingar hylltust til þess á dögum fyrstu sólarlandaferðanna að drekka sem mest ódýrt áfengi, af því þeim mun meiri sem drykkjan væri, því meiri væri gróðinn.
Ameríski pallbílsdrekinn varð að þjóðartákni á græðgisbólutímanum þegar hátt gengi krónunnar sá í viðbót til þess að kaupverð hans varð bara af þeim sökum 30-40% minna en ef allt hefði verið eðlilegt.
Það þarf að fara til Austur-Evrópu og Rússlands til að finna minna mengandi bílaflota.
Eyðslutölurnar, sem gefnar eru upp og miðað við, segja ekki allt vegna þess að í okkar kalda loftslagi eyða bílar, einkum bensínbílar, mun meira eldsneyti, einkum í bæja- og borgarsnatti, en samsvarandi bílar erlendis.
Við erum einfaldlega með mest mengandi bílaflota í Evrópu, einkum vegna þess hvað við sitjum uppi með marga af eyðsludrekunum frá því fyrir Hrun.
Hve mikið mengar bílaflotinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki gleyma menguninni sem verður við að framleiða og flytja nýja bíla hingað.
Bæði ferðabíllinn og snattarinn hjá mér eru gamlir og eyða því c.a. 3 lítrum meira á hundraðið en nýjir bílar myndu gera. En kostnaðurinn og mengunin við að framleiða nýja og senda hingað er mun meira en að halda þeim við og nota meðan hægt er.
ls.
ls (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 10:37
Það er sífelt verið að skrifa greinar um hvað við íslendingar séum vitlausir.
Til dæmis að við skulum leifa okkur að endurnýja ekki bílana okkar eins og aðrar þjóðir.
Það er þrástagast á þessu bæði af hagsmuna aðilum og besérviskum. Hver ætli ástæðan sé?
Þegar almenningur í landinu situr uppi með lánin uppí rjáfur, lægri tekjur og auknar álögur frá hinu opinbera ,er þá tækifærið til þess að endurnýja heimilisbílinn?
Nei. Þá er ekið minna og hugað að viðhaldi á þeim gamla.
Snorri Hansson, 14.7.2014 kl. 11:32
Verð að taka undir orð Snorra. Skil ekki þetta endalaus væl í Ómari um of gamlan bílaflota innbyggjara. Hann ætti að fara til Grikklands og sjá bílana þar.
Með góðu viðhaldi er ekkert mál að eiga sama bílinn í 15 til 20 ár.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 12:03
Forgangsmál nr. 1, 2 og 3 er að koma upp raflestum Reykjavík -Keflavík og Reykjavík -Akureyri. Þegar mannfjöldi á Íslandi fer að nálgast hálfa milljón verður þetta óhjákvæmilegt.
Stefán Þ Ingólfsson, 14.7.2014 kl. 12:11
"Við erum einfaldlega með mest mengandi bílaflota í Evrópu, einkum vegna þess hvað við sitjum uppi með marga af eyðsludrekunum frá því fyrir Hrun."
Hefur verið gerður einhver samanburður á þessu? Ef svo, getum við fengið tilvísanir í heimildir sem styðja þessa fullyrðingu? Eða er þetta bara skoðun eins manns?
Stefán: Raflestir Reykjavík-Keflavík og Reykjavík-Akureyri! Framkvæmdir upp á ca. 500 milljarða fyrir um 40-50% í erlendum gjaldeyri hið minnsta! Ertu ekki með öllum mjalla? Sem betur fer er ekki útlit fyrir að við náum 500 þús fyrr en árið 2060 svona um það bil þannig að við höfum 50 ár til að safna fyrir svona framkvæmdum.
Erlingur Alfreð Jónsson, 14.7.2014 kl. 12:48
Forsendur varðandi Keflavíkurflugvöll hafa breyst mjög mikið.
Árið 2012 fóru 2,38 milljónir farþega um völlinn, um 44% fleiri en árið 2009.
Keflavíkurflugvöllur árið 2012 - Staðreyndir og tölur
Um 647 þúsund erlendir ferðamenn komu og dvöldu hér á Íslandi árið 2012, um 31% fleiri en árið 2009.
Og um 96% erlendra ferðamanna sem dvelja hér á Íslandi koma hingað um Keflavíkurflugvöll.
Um 622 þúsund erlendir ferðamenn komu því til landsins um Keflavíkurflugvöll árið 2012 og dvöldu hér á Íslandi.
Og um 95% erlendra ferðamanna komu þá til Reykjavíkur, eða um 615 þúsund.
Þar að auki fóru um 63% þeirra sem eru búsettir hér á Íslandi til útlanda árið 2012 og að meðaltali fóru þeir þá tvisvar til útlanda.
Um 322 þúsund manns voru búsettir hér á Íslandi í árslok 2012 og þar af leiðandi voru þessar ferðir búsettra hérlendis til útlanda um 408 þúsund árið 2012.
Um 64% þeirra sem búsettir eru hér á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, um 206 þúsund manns, og því fóru þeir væntanlega í um 261 þúsund ferðir til útlanda árið 2012.
Og tiltölulega fáir búsettir hérlendis fljúga beint til útlanda frá Akureyri og Egilsstöðum eða ferðast með ferjunni Norrænu.
Ef reiknað er með um 600 þúsund ferðum þeirra sem búsettir eru hérlendis á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar, fram og til baka, og um 1,2 milljónum ferða erlendra ferðamanna þessa leið, fram og til baka, voru þessar ferðir því um 1,8 milljónir árið 2012.
Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013
Far með flugrútunni á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) í Reykjavík, um 50 kílómetra leið, kostar um tvö þúsund krónur aðra leiðina og rútan er 45 mínútur á leiðinni.
Og 1,8 milljónir ferða árið 2012 fyrir tvö þúsund krónur hverja ferð eru samtals um 3,6 milljarðar króna, eða um 72 milljarðar króna á 20 árum.
Hins vegar er reiknað með að hingað komi og dvelji hér á Íslandi um tvær milljónir erlendra ferðamanna árið 2023, eftir níu ár.
29.11.2013:
""Ástæða þótti til að skoða málið og kanna hvort raunhæft sé og hagkvæmt að ná háhraðatengingu á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur," segir Runólfur Ágústsson.
Framkvæmdin kostar 106 milljarða, að mati hópsins.
"Þá er við það miðað að lestin fari frá Keflavíkurflugvelli að Hafnarfirði og þaðan neðanjarðar síðustu 11-12 km að miðborg Reykjavíkur."
"Ef að allt gengur upp gæti þessari framkvæmd verið lokið upp úr 2020 og þá yrði farþegafjöldinn 3-4 milljónir á ári," segir Runólfur."
Háhraðalest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur kostar 106 milljarða króna
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 13:02
7.7.2014:
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar skilar allt að 60 milljarða króna ábata - Ferðatíminn um korter
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 13:19
Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.
Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 13:27
Bílaflotinn hér á Íslandi einn sá elsti í Evrópu og meðalaldur skráðra fólksbíla hér tæplega þrettán ár
Árið 2011 voru 206.123 fólksbílar á skrá hér á Íslandi og 39.297 þeirra voru fimm ára eða yngri, eða 19%, og 111.761 tíu ára eða yngri, eða 54,2%, en 167.663 fimmtán ára eða yngri, eða 81,3%, og 184.270 tuttugu ára eða yngri, eða 89,4%.
Eldri en 20 ára voru hins vegar 21.853, eða 10,6%.
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 13:36
10.7.2014:
Fyrsta rafmagnsrútan hér á Íslandi fer á Selfoss
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 13:44
Fyrir utan bensínháka þá setjum við upp hraðahindrandir eins og okkur sé borgað fyrir það og þannig stórauka bensíneyðsluna og mengunina. Enginn, ekki einu sinni þú Ómar, talar um þetta. Ég hef hvergi í útlöndunm séð annað eins hraðahindrunaræði eins og hér á landi. Ég vissi ekki að íslendingar væru í sérstakri útrýmingarhættu!
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 16:04
Hérna er hægt að sjá hvað Járnbrautit hafa kostað úti í heimi þar sem kominn er aldareynsla af smíði svona apparata, takið eftir kostnaðinum í S Kóreu Seoul-Gimpo, Korea þessi útreikningur hér á Íslandi er tóm steipa.
http://www.railway-technical.com/finance.shtml
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 14.7.2014 kl. 21:02
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar í Reykjavík (BSÍ) telst vera hagkvæm einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög og þar er stuðst við bæði innlendar og erlendar reynslutölur.
Reiknað er með að ferðatíminn verði 15-19 mínútur og meðalfargjald 2.600 krónur en fargjald með flugrútunni frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ er um tvö þúsund krónur og rútan er 45 mínútur á leiðinni.
Búist er við að helmingur flugfarþega frá og til landsins noti hraðlestina, tekjur af flugfarþegum verði 87% heildartekna og seldar ferðir um fjórar milljónir fyrir um 10,5 milljarða króna árið 2023, fyrsta rekstrarárið.
Flest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.
Lestarleiðin er 47 kílómetrar og þar af 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvík að BSÍ en Héðinsfjarðargöng eru 11 kílómetrar.
Gert er ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hverri með fimm vögnum, og varaeiningu á viðhaldssvæði.
Kostnaður við gerð jarðganga er miðaður við íslensk jarðgangaverkefni og kostnaður við lestirnar sjálfar reiknaður út frá upplýsingum frá Flytoget í Osló, sem nýlega hefur fest kaup á átta nýjum lestum gerðum fyrir 250 km/klst hámarkshraða.
Stofnkostnaður í milljörðum íslenskra króna:
Jarðgöng 15,2
Mannvirki og jarðvinna ofanjarðar 34
Járnbrautarstöðvar (Keflavík - Millistöð við Hafnarfjörð - BSÍ) 3,5
Aðstaða fyrir geymslu og viðhald 4,5
Járnbrautarteinar 18
Merkja- og stjórnbúnaður 4,3
Raflagnir 6,5
Járnbrautarlestir 16
Samtals 102 milljarðar króna.
Heildarkostnaður er því um 2,2 milljarðar króna á hvern kílómetra að járnbrautarlestum meðtöldum.
Gert er ráð fyrir að verkhönnun hefjist í ársbyrjun 2017 og verklegar framkvæmdir með gerð jarðganga í árslok það ár.
Á árinu 2020 og fram á mitt ár 2022 verður unnið við raflagnir og járnbrautarteina, merki, stjórnbúnað og öryggiskerfi.
Og eftir prófanir er gert ráð fyrir að hraðlestin verði tilbúin til notkunar í ársbyrjun 2023.
Rekstrarkostnaður lesta vegna starfsmanna, viðhalds og orku er mjög áþekkur í fimm Evrópulöndum, að meðaltali 11 sterlingspund á hvern kílómetra, eða 2.158 krónur.
Reiknað er með fjórum ferðum á klukkustund í hvora átt í tíu klukkustundir á sólarhring en tveimur ferðum á klukkustund þegar flugumferð á Keflavíkurflugvelli er minni og lestirnar verði ekki í notkun frá klukkan 1 til 5 á næturnar þegar þær verðar þrifnar og þeim viðhaldið.
Þar af leiðandi er áætlað að fjöldi ekinna kílómetra verði 1,9 milljónir á ári og meðalraforkunotkun á hvern kílómetra verði 15 kílóvattstundir, alls 31,9 milljónir á ári, og greiddar verði 8,30 krónur fyrir kílóvattstundina.
Og gert er ráð fyrir að heildarrekstrarkostnaður verði 5,8 milljarðar króna á ári, þar af 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 milljarðar vegna kerfis.
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ), júlí 2014
Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.