14.7.2014 | 18:43
Bara "væl" í vinstri mönnum ?
Sífellt koma fram fleiri og fleiri vísbendingar um ófremdarástand á húsnæðisleigumarkaðnum. Enda þótt ekki hafi tekist ao koma öllum þeim íbúðum í notkun sem byggðar voru fyrir Hrun og þær standi auðar, verður ójafnvægið milli framboðs og eftirspurnar til þess að leiguverðið fer hækkandi.
Þegar á þetta er bent heyrist það hjá þeim, sem vilja að ekkert sé gert í þessum málum, að þetta sé bara "væl í vinstri mönnum, sem séu að leita að tækifærum sem vandræði annarra gefi þeim."
Að nefna orðið "vandræði" er að vísu játað að hluta til að ástandið sé slæmt og fari versnandi, en síðan bætt við að ný könnun Landsbankans sýni, að ástandið sé verra í nokkrum löndum í Evrópu.
Og þar með er þetta bara allt í lagi og alger óþarfi að grípa inn í lögmál markaðarins á þessu sviði.
Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa einhvern tíma á ferli sínum sinnt þessum málum á einn eða annan hátt.
Það væri miður ef þeir gerðu ekkert núna, því að þeir sem verst fara út úr ástandinu á leigumarkaðnum eru einstæðir foreldrar, öryrkjar og aðrir, sem minna mega sín.
500 vildu leigja eina íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hver á 2000 íbúðir þar af 200 tómar íbúðir og þarf að standa aðila sem alls ekki má nefna á nafn ávöxtun á 90 milljörðum? Hvað ætli aðilinn fái upp í það?
Það dirfist enginn að nefna þennan eiganda Íslands á nafn þó hann sé krabbameinið í þjóðarlíkamanum, enda koatar nafnbirtingin velferðarmissi. Aldrei hefur neinn einn aðili haft slíkt kverkartak á þjóðinni, SÍS var hjóm og hismi sem mátti ræða án þess að eiga á hættu útskúfun lögregluaðgerðir og velferðarmissi. Að vera fréttamaður er fyrst og síðast valdsókn og barátta til að verða hluti af valdastétt landsins. Aðferðin er að gagnrýna hinar valdastéttirnar. En þegar allt vald ríkisins er komið á eina hendi eru ekki aðrir möguleikar til að komast af en dýrka þetta eina vald. Fréttamenn, skáld, listamenn geta ekki annað en fallið fram fyrir fætur einvaldsins.
Væri Jónas Guðlaugsson fréttamaður mundi hann kveða:
Þegar morgunsins lygfréttir óma,
þegar leiftrar á lyginnar bál,
heyri ég raddir í eyrum mér óma,
koma yst út frá klíkunnar sál:
Hér er kært, hér er ódýrt að vanda,
hér er allt það, sem hverfist, með grönd!
ei, mig langar til fjarlægra landa
Ó, mig langar að kyssa þinn vönd.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 14.7.2014 kl. 21:02
Það er nú svo stutt síðan Dagur tók við
Dagur ætlar að byggja "ódýrt húsnæði fyrir ungt fólk"
en það þarf að vera miðsvæðis því fólk á ekki að eiga bíl
og því þarf Dagur að losna við flugvöllinn með hraðlest
Grímur (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 21:05
Langflestir Reykvíkingar eiga bíl, einnig þeir sem búa vestan Kringlumýrarbrautar.
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 21:08
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar skilar allt að 60 milljarða króna ábata - Ferðatíminn um korter
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 21:13
Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:
Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2014:
Reykjavík 121.230 (58,1%),
Kópavogur 32.308 (15,5%),
Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),
Garðabær 14.180 (6,8%),
Mosfellsbær 9.075 (4,4%),
Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).
Samtals 208.531.
Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.
Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.
Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.
Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, eða 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.
Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.
Ef hins vegar engin byggð væri vestan Kringlumýrarbrautar, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, væri miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 21:16
Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:
Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.
Og gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru að sjálfsögðu jafn mikið austan og vestan Kringlumýrarbrautar.
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 21:18
17.10.2013:
Þrjú þúsund leiguíbúðir byggðar í Reykjavík á næstu fimm árum
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 21:21
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands fjölgar þeim sem búa hér á Íslandi um 16 þúsund, eða 5%, á 5 árum frá síðustu áramótum en þá bjuggu hér um 322 þúsund manns.
Um 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, og 64% af 16 þúsund eru 10.240 manns.
Og 10.240 manns á höfuðborgarsvæðinu búa í 3.400 íbúðum, miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð, eins og í Hafnarfirði árið 2006.
Um 205.700 manns bjuggu á höfuðborgarsvæðinu um síðustu áramót og þar af 120 þúsund í Reykjavík, eða 58% af þeim sem þar búa.
Og 58% af 3.400 eru um tvö þúsund íbúðir í Reykjavík.
Lítið hefur hins vegar verið byggt af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu frá haustinu 2008 en íbúum þar fjölgaði um 4.500 á árunum 2009-2012.
Þeir íbúar þurfa um 1.500 íbúðir, sem bætast við ofangreindar 3.400 íbúðir á árunum 2013-2017, eða samtals 4.900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.
Og 58% af 4.900 íbúðum eru um 2.840 íbúðir í Reykjavík, jafn margar öllum íbúðum í 107 Reykjavík, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.
"Samtök iðnaðarins hafa bent á skort á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Hins vegar eru vísbendingar um að sveitarfélög séu farin að breyta deiliskipulagi til að koma til móts við þörf markaðarins á minni íbúðum."
Steini Briem, 20.7.2013 kl. 14:00
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 21:29
Er ófremdarástandið ekki beinlínis hægt að rekja til "vinstri" manna? Lóðaskortsstefnan, uppboðsstefna á lóðum og ekkert nýtt land brotið undir nýja byggð hlýtur að leiða til hækkunar á fasteignaverði á þeim svæðum þar sem byggð er - sérstaklega í miðbænum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.7.2014 kl. 22:02
1. janúar síðastliðinn voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, 208.531, eða 3.061 (1,5%) fleiri en ári fyrr, 1. janúar 2013.
Miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð þurfti þessi íbúafjöldi 1.020 íbúðir.
Og fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu um 3.061 á ári er 15.305 íbúar á fimm árum, sem þurfa 5.101 íbúð, miðað við þrjá íbúa í hverri íbúð.
Í Reykjavík búa 58,1% af íbúum höfuðborgarsvæðisins og 58,1% af 5.101 íbúð eru 2.964 íbúðir í Reykjavík á fimm árum, 124 íbúðum fleiri en nú eru í öllu póstnúmeri 107, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 22:16
Hærra fasteignaverð vestan Kringlumýrarbrautar en austan hennar er aðallega vegna þess að flestir Reykvíkingar starfa vestan Kringlumýrarbrautar og fólk vill yfirleitt búa sem næst sinum vinnustað, sem þýðir meðal annars mun minni bensínkaup, miklu minna viðhald á bílum og gatnakerfinu og minni mengun.
Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.
Í fyrra voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.
Mjög stórir vinnustaðir eru skammt frá Hlíðarendasvæðinu, Háskólinn í Reykjavík, Landspítalinn og Háskóli Íslands, og líklegt að margir sem þar starfa kaupi íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, í stað þess að búa langt frá þessum vinnustöðum.
Og að sjálfsögðu er einnig verið að byggja íbúðarhúsnæði austan Kringlumýrarbrautar, til að mynda í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 22:37
Íbúar í póstnúmerum í Reykjavík 1. janúar 2013, raðað eftir hlutfallslegum barnafjölda (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn):
110 (Árbær) 11.246, þar af 2.912 börn (25,9%),
112 (Grafarvogur) 17.148, þar af 4.444 börn (25,9%),
109 (Breiðholt) 11.968, þar af 2.933 börn (24,5%),
107 (Vesturbær) 8.520, þar af 2.053 börn (24,1%),
104 (Laugardalur) 9.182, þar af 2.077 börn (22,6%),
108 (Háaleitis- og Bústaðahverfi) 12.325, þar af 2.677 börn (21,7%),
111 (Breiðholt) 8.683, þar af 1.859 börn (21,4%),
105 (Hlíðar) 16.067, þar af 3.203 börn (19,9%),
101 (Miðbær) 15.708, þar af 2.659 börn (16,9%),
103 (Háaleitis- og Bústaðahverfi) 2.027, þar af 315 börn (15,5%).
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 22:41
"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.
Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.
Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.
Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."
Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013
Þorsteinn Briem, 14.7.2014 kl. 22:58
Ómar, vonandi veistu að sá sem er orðinn 67 ára og fær eftirlaun frá Tryggingastofnun rikisins getur ekki leigt út íbúð nema SVART. Vonandi þarfnast þetta ekki frekari skýringa.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 00:00
19.2.2014:
Leiguupphæð íbúðarhúsnæðis á öllu landinu - Þjóðskrá
Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 00:40
Það er komið gott af þessum sjálftöku flokkum á þingið, er að safna samlöndum sem þora með nýtt upphaf gegn flokksræði. Kærleikur og samkennd. Áhersla jöfnun auðæfa okkar með þak á laun og lögfesta lágmarks framfærslu, sameina lífeyrissjóði í einn til tvo sjóði með stjórnunarþáttöku almennings, afnám verðtryggingar+þak á vexti, banna kennitöluflakk, uppstokkun í dómskerfinu með aukna áherslu á réttláta dómsmeðferð, kynferðis afbrotamenn sleppa með allt of væga dóma svo eitthvað sé nefnt, stór aukningu í ávaxta og ylrækt, stöðva stóryðjustefnuna. Aukin áhersla á aðra orkugjafa en olíu það er metan, vetni, sól, lífrænnt ræktaðan lífdísil, vindorku og sjávarföll Sjáumst í haust þegar alvöru bylting hefst. Kveðja úr Þingeyjarsveit. Við verðum að sameinast gegn þeim gerræðisöflum sem stjórna landinu ef það á að vera manneskjulegt að búa landið vegna misskiptingar. Sjáumst í haust þegar þing kemur saman og sýnum þinginu að við erum alls ekki sátt!
Sigurður Haraldsson, 15.7.2014 kl. 03:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.