Rugl og ekki fylgst með tímanum.

Reglur um gjaldfrí stæði voru rugl frá upphafi úr því að vistvænustu bílarnir voru ekki með. Síðan hefur ruglið versnað vegna þess að þeir, sem setja þær, fylgjast ekki með þróuninni. 120 grömm af CO 2 á ekinn kílómetra var raunhæft fyrir nokkrum árum, en það hefur gerbreyst vegna tækniþróunar.

Þá voru það aðeins allra minnstu bílarnir sem voru undir 120 grömmum, en nú eru þeir bestu komnir niður fyrir 90 grömm og stór hluti innfluttra bíla undir mörkunum.

Skilyrðislaus afsláttur af ýmis konar gjöldum á tvinnbíla er ósanngjarn, vegna þess að sama stærð af dísilbílum mengar ekki meira en tvinnbílar og eru miklu einfaldari og ódýrari kostur, bæði við framleiðslu þeirra og förgun, en hvort tveggja á að taka með í þennan útreikning.    


mbl.is Tesla fær ekki að leggja frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier).

Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 15:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan LEAF-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur hver kílómetri.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan LEAF frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 15:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In this brief video, a Nissan host will walk you through the basics of owning a Nissan LEAF, including how to charge this vehicle:"

View Video

Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 15:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

16.8.2013:

Raforkukaup íslenskra heimila - ASÍ


Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 15:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan LEAF 2014


Miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 15:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 15:56

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska ríkið fengi að sjálfsögðu ekki bensíngjald vegna rafbíla, um 64 krónur af hverjum bensínlítra árið 2012.

Einkabíll í Reykjavík sem keyrður er 11 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 bensínlítrum á hverja hundrað kílómetra eyðir um 880 lítrum á ári og ríkið hefði því orðið þar af um 56 þúsund króna bensíngjaldi árið 2012.

Á móti kemur að ríkið fær meiri virðisaukaskatt af raforkukaupum íslenskra heimila vegna rafbílanna, heimilin greiða hæsta raforkuverðið og raforkusala Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, gæti aukist.

Ef íslensk heimili eiga tvo rafbíla hvert gætu raforkukaup þeirra tvöfaldast og virðisaukaskattur meðalstórra heimila í Reykjavík vegna raforkukaupa hækkað um 14 þúsund krónur á ári í um 28 þúsund krónur.

Og dýrir bensínflutningar um landið slíta götum og þjóðvegum.

Með rafbílum minnkar mengun og hávaði frá götum og vegum og ekki þarf hér hljóðmanir og hljóðeinangrandi rúðugler í þúsundum húsa vegna þeirra.

Þar að auki minnka innkaup á bensíni og varahlutum til landsins vegna rafbíla og þar með sparast erlendur gjaldeyrir en innkaupsverð á bensíni var um 94,50 krónur fyrir hvern lítra í febrúar 2012.

Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 16:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ör þróun hefur verið í framleiðslu á rafhlöðum síðastliðna áratugi.

Eigendur rafbíla nota sparnaðinn af því að þurfa ekki að kaupa bensín til að kaupa aðrar vörur og greiða af þeim virðisaukaskatt.

Og rafbílar eru aðallega í hleðslu á næturnar þegar önnur raforkunotkun heimila og fyrirtækja er yfirleitt í lágmarki, þannig að ekki þarf að reisa nýjar virkjanir fyrir allri raforkunotkun rafbíla á öllum íslenskum heimilum.

Hámarksdrægni rafbílsins Nissan LEAF er 200 kílómetrar, samkvæmt NEDC, og miðað við 30 kílómetra meðalakstur einkabíla í Reykjavík á dag þarf einungis að hlaða bílinn á sex daga fresti.

Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 16:18

9 identicon

Það er sorglegt ójöfnunarástand við lýði hér á landi, stutt af núverandi og fyrrverandi stjórnvöldum. Útvaldir þegnar þessa lands þurfa ekki að borga nein gjöld til vegaframkvæmda og. fl. og spara sér þannig hundruði þúsunda. Aðrir þurfa að borga brúsann í þeirra stað. Ég bý í Mos og borga tugir þúsunda á mánuði í þessi gjöld meðan konan í næsta húsi stingur í samband og hlær að mér. Ég hélt að svona minsmunum á milli þegnanna væri ólögleg en svo virðist ekki vera. Ég legg til að gjöld verði lögð á svona bíla, reiknað út frá akstri þeirra og greidd aftur í tímann til þess dags er viðkomandi bíll var tekinn í notkun. Bara réttlætismál hér á ferð, allir sammála?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 20:38

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ómar: Hvað átt þú marga bíla og hvað eru margir þeirra það vistvænir að þú getur lagt þeim frítt í stæði?

Erlingur Alfreð Jónsson, 15.7.2014 kl. 21:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar í Reykjavík (BSÍ) telst vera hagkvæm einkaframkvæmd sem ekki kallar á bein opinber framlög og þar er stuðst við bæði innlendar og erlendar reynslutölur.

Reiknað er með að ferðatíminn verði 15-19 mínútur og meðalfargjald 2.600 krónur en fargjald með flugrútunni frá Keflavíkurflugvelli að BSÍ er um tvö þúsund krónur og rútan er 45 mínútur á leiðinni.

Búist er við að helmingur flugfarþega frá og til landsins noti hraðlestina, tekjur af flugfarþegum verði 87% heildartekna og seldar ferðir um fjórar milljónir fyrir um 10,5 milljarða króna árið 2023, fyrsta rekstrarárið.

Flest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Lestarleiðin er 47 kílómetrar og þar af 12 kílómetrar í jarðgöngum frá Straumsvík að BSÍ en Héðinsfjarðargöng eru 11 kílómetrar.

Gert er ráð fyrir fjórum lestareiningum í rekstri, hverri með fimm vögnum, og varaeiningu á viðhaldssvæði.

Kostnaður við gerð jarðganga er miðaður við íslensk jarðgangaverkefni og kostnaður við lestirnar sjálfar reiknaður út frá upplýsingum frá Flytoget í Osló, sem nýlega hefur fest kaup á átta nýjum lestum gerðum fyrir 250 km/klst hámarkshraða.

Stofnkostnaður í milljörðum íslenskra króna:


Jarðgöng 15,2

Mannvirki og jarðvinna ofanjarðar 34

Járnbrautarstöðvar (Keflavík - Millistöð við Hafnarfjörð - BSÍ) 3,5

Aðstaða fyrir geymslu og viðhald 4,5

Járnbrautarteinar 18

Merkja- og stjórnbúnaður 4,3

Raflagnir 6,5

Járnbrautarlestir 16

Samtals 102 milljarðar króna.


Heildarkostnaður er því um 2,2 milljarðar króna á hvern kílómetra að járnbrautarlestum meðtöldum.

Gert er ráð fyrir að verkhönnun hefjist í ársbyrjun 2017 og verklegar framkvæmdir með gerð jarðganga í árslok það ár.

Á árinu 2020 og fram á mitt ár 2022 verður unnið við raflagnir og járnbrautarteina, merki, stjórnbúnað og öryggiskerfi.

Og eftir prófanir er gert ráð fyrir að hraðlestin verði tilbúin til notkunar í ársbyrjun 2023.

Rekstrarkostnaður lesta vegna starfsmanna, viðhalds og orku er mjög áþekkur í fimm Evrópulöndum, að meðaltali 11 sterlingspund á hvern kílómetra, eða 2.158 krónur.

Reiknað er með fjórum ferðum á klukkustund í hvora átt í tíu klukkustundir á sólarhring en tveimur ferðum á klukkustund þegar flugumferð á Keflavíkurflugvelli er minni og lestirnar verði ekki í notkun frá klukkan 1 til 5 á næturnar þegar þær verðar þrifnar og þeim viðhaldið.

Þar af leiðandi er áætlað að fjöldi ekinna kílómetra verði 1,9 milljónir á ári og meðalraforkunotkun á hvern kílómetra verði 15 kílóvattstundir, alls 31,9 milljónir á ári, og greiddar verði 8,30 krónur fyrir kílóvattstundina.

Og gert er ráð fyrir að heildarrekstrarkostnaður verði 5,8 milljarðar króna á ári, þar af 4,1 milljarðar vegna lesta og 1,7 milljarðar vegna kerfis.

Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ), júlí 2014

Þorsteinn Briem, 15.7.2014 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband