Óvenjulegt úrfelli og veðurfar norðanlands.

Veðrið er svo sannarlega skrýtið á norðvestanverðu landinu þessa dagana. Nú er kvöld í Langadalnum þar sem ég er lentur við bæinn Hvamm í 13 stiga hita og logni. Hér í gamla daga hefði þokan verið komin hingað frameftir utan af Húnaflóa í svona skilyrðum.

En sjórinn fyrir norðan land er víst óvenju hlýr svo munar nokkrum stigum.

Þess vegna var hún fjarverandi, hin hefðbundna hafgola með kaldri þoku bæði í Hrútafirði og Miðfirði á leiðinni hingað en það húðrigndi.

Hjónin í Hvammi segjast ekki muna eftir öðru eins úrfelli og varð hér í dag og svona rigningatíð án norðan nepju er eitthvað alveg nýtt.

Sólarlagið á eftir að verða fallegt og það hefur stytt upp. Sjá mynd sem ég ætla að setja inn á fésbókarsíðu mína.  


mbl.is „Þær bara drukkna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var í burtu í 8 daga. Hef notað hjólbörur sem mælistiku. Þar sem upp úr flæðir eru a.m.k. 20 cm í hæð. Það eina sem ég veit er að það náðist. 200 mm á 8 dögum, og lágmark, þar sem ég veit ekki hve mikið út úr flóði.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband