Úrelt tæki Sovétmanna voru ógn á tímabili.

Þegar Kalda stríðið stóð sem hæst og Bandaríkjamenn voru búnir að tölvuvæða vopnabúnað sinn hrukku þeir við þegar þeim barst njósn af því hjá Sovétmönnum væri enn notuð úrelt lampatækni.

Ástæða ótta Kananna var sú, að segulhögg af kjarnorkusprengjum Sovétmanna gæti slegið út öllum tæknibúnaði sem væri í nágrenni við þær ef þær spryngju, en lampatæki og annað úrelt hjá Sovétmönnum myndi hins vegar þola "magnetic pulse" eins og það heitir á erlendu máli.

Allt þjóðlíf okkar eru orðið svo háð tölvutækni og stafrænni tækni, að hættan á að eitthvað fari illa úrskeiðis vex í stað þess að minnka.

Afturhvarf frá þessari tækni í öryggisskyni kann því að vera réttlætanleg, eins og að hætta að nota tölvupóst og taka upp notkun gömlu góðu handvirku ritvélanna.   


mbl.is Taka ritvélar aftur í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta er alveg á pari við að hætta að nota bíl af því að hann getur bilað.

Guðmundur Jónsson, 16.7.2014 kl. 20:45

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sólblossar geta haft og hafa haft áhrif á raf- og fjarskiptakerfi og valdið skemmdum.

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1143243/

http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/files/severe-space-weather-events-report.pdf

Ágúst H Bjarnason, 16.7.2014 kl. 21:16

3 identicon

Ekki hef ég hugleitt þetta.  Athyglisvert.

Þorsteinn Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.7.2014 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband