Þeir eru snemma "meðetta".

Afburða hæfileikar koma misjafnlega fram hjá snillingum. Sumir fara inn á brautir sem í ljós kemur að voru ekki þær leiðir, sem löðuðu fram það besta hjá þeim. 

Þjálfari í Reykjavík taldi austfirska drenginn Vilhjálm Einarsson kannski geta orðið liðtækan kúluvarpara og gat greinilega ekki ímyndað sér að hann gæti orðið besti íþróttamaður landsins um árabil sem langstökkvari og þrístökkvari, jafnað gildandi heimsmeit í síðarnefndu greininni og hreppt Ólympíugull.

Þegar ég var íþróttafréttaritari Sjónvarpsins ákvað ég að það gæti verið góð tilbreyting að taka mynd af einhverjum knattspyrnuleik í yngri flokkunum í Sjónvarpinu 1969 og fór vestur að Melavöll í því skyni.

Einn ungu drengjanna vakti sérstaka athygli í þessum leik því að hann var svo leikinn og fljótur að þar var augljóslega gríðarlegt efni í knattspyrnumann á ferðinni.

Sex árum síðar var hann maðurinn, sem skoraði snilldarmark í frægum sigurleik við Austur-Þjóðverja, en þeir voru þá með lið sem var eitt af þremur bestu knattspyrnulandsliðum heims.

Drengurinn er frá Vestmannaeyjum og nafn hans er Ásgeir Sigurvinsson. 

Hann var valinn besti leikmaðurinn í þýsku Bundesligunni árið 1983 og þáverandi landsliðsþjálfari Þjóðverja sagði síðar, að ef Ásgeir hefði haft þýskan ríkisborgararétt hefði hann orðið fyrirliði vestur-þýska landsliðsins. 

En það er ekki nóg að miklir hæfileikar komi snemma fram og þroskist til afreka. Að baki verður að liggja sterkur karakter sem þolir það andlega álag sem fylgir alltaf með.

Þess vegna er stundum eins og miklir hæfileikamenn hreinlega gufi upp eða fái aldrei að njóta sín þegar þennan óhjákvæmilega grunn vantar.  


mbl.is Sá hæfileikana strax í yngri flokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband