Það þarf talsvert til.

Í tvígang hafa Íslandsvinir frá Lichtenstein flogið þaðan til Íslands á lítilli fjögurra sæta þyrlu. Hvor flugferð um sig var krefjandi viðfangsefni, einkum áfanginn milli Færeyja og Hornafjarðar.

Það þarf talsvert til til að fara í svona ferð og það meira að segja í tvígang.

Allt er þetta vegna þess hve landið heillaði þá, og lýsa þeir því best sjálfir í viðtali á mbl.is. 

Ljósmyndaviðfangsefnin eru óþrjótandi og hrifningin stanslaus, ekki bara hjá þeim, heldur fjölmörgum öðrum útlendingum sem ég hef hitt eða átt samvinnu við undanfarin fjögur ár. 

Margir þeir, sem komu hingað vegna Eyjafjallajökulsgossins 201, komu aftur til landsins árin á eftir vegna þess að þeim fannst þeim aðeins hafa smakkað á smá mola af þeirri stóru landslagstertu, sem í boði var. 

Margt af þessu fólki er sjónvarpsfólk í dagskrárgerð hér eða kvikmyndagerðarmenn og ljósmyndarar í fremstu röð. 

Þetta fólk er besta landkynningin sem land okkar og þjóð geta notið. 


mbl.is „Það er þyrla í kartöflugarðinum!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Enn og aftur. Er það keppikefli að fá hiNgað fleiri "ferðMMENN"

kÁRI (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 18:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar
, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

Álverð hefur
hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].

Þorsteinn Briem, 19.7.2014 kl. 19:17

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 19.7.2014 kl. 19:19

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
til að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 19.7.2014 kl. 19:20

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.9.2013:

"Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.

Þar af jókst þjónustuútflutningur
um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%.

Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil 2012

Þorsteinn Briem, 19.7.2014 kl. 19:21

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Þorsteinn Briem, 19.7.2014 kl. 19:22

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti.

Miðað við að hver erlendur ferðamaður dveljist hér á Íslandi í eina viku voru hér á Íslandi að meðaltali um tíu þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu árið 2009.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum árið 2009.

Að meðaltali voru því fleiri Íslendingar á ferðalögum hérlendis en erlendir ferðamenn á degi hverjum árið 2009.

Þorsteinn Briem, 19.7.2014 kl. 19:23

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."

Ómar Ragnarsson
, 20.3.2013
kl. 21:12

Þorsteinn Briem, 19.7.2014 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband