Nýtt stig hryðjuverkaógnunar ?

Hafi malasíska farþegaþotan verið skotin niður með flugskeyti af jörðu niðri, markar það nýtt stig hryðjuverkaógnunar í heiminum. 

Strax eftir árásina á Bandaríkin 11. september 2001 var fjallað talsvert um þá möguleika sem glæpamenn eða hryðjuverkamenn ættu til að skjóta niður farþegaþotur, og þá einkum þegar þær væru í í lágri hæð yfir jörðu í aðflugi eða fráflugi við flugvelli.

Ekki er þess að minnast að rætt hafi verið um möguleika á að skjóta niður farþegaþotur í mikilli hæð, en nú virðist komið á daginn að slíkt sé mögulegt ef hryðjuverkamann hafi áþróuð flugskeyti undir höndum.

En nú virðist það vera breytt, að minnsta kosti á þeim landsvæðum sem eru í höndum manna, sem virðist ekkert heilagt, heldur helgi tilganguinn alltaf meðalið, hversu glæpsamlegt  sem það er.  


mbl.is „Við skutum niður flugvél“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1988 USS Vincennes shoots down Iranian Airbus passenger airliner over Gulf with loss of 290 lives.

The Great War for Civilisation" eftir Robert Fisk.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 13:26

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hryðjuverkamenn er kannski ekkert verri skilgreining en hvað annað.

http://en.wikipedia.org/wiki/Korean_Air_Lines_Flight_007

http://en.wikipedia.org/wiki/Iran_Air_Flight_655

Sú fyrrnefnda var skotin niður af rússsneska hernum og hin þeim bandaríska.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.7.2014 kl. 13:58

3 identicon

Heirðu Ómar, þetta er nú bara kjánaskapur ... hvern andskotann er flugvélinn að gera yfir stríðssvæði?  Það eru afglöp af hálfa flugmannanna sem ekki nær nokkurri átt.

Síðan ættir þú að nefna MH17, sem var skotinn niður.  Og ef maður tekur með í dæmið, hvernig vestrænar fréttastöðvar hafa dreift riki í augu almennings með að dreifa athyglinni frá sjálfum slysastaðnum, og langt út að Ástralíu.  Þá stendur bandaríski herinn, sem var við æfingar með Thailandi efst á lista yfir grunaða.  Sérstaklega þar sem þeir lokuðu Diego Garcia um tímabil, til að koma í veg fyrir samskipti við herstöðina á meðan rannsókn stóð.

Þetta allt vissir þú vel?

Eða lestu þetta hér ... Maður kyrktur af lögreglu í NY

Þú ert greindari en svo Ómar, að láta heilaþvo þig með vitleysu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 14:39

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er undarlegt að menn skuli með vandlætingu telja einhverja aðra ábyrga fyrir þessu atviki en þá sem skutu niður vélina. Alveg fram að þessu atviki var svæðið eitthvert það fljölfarnasta fyrir flugvélar frá Evrópu til stórborga Asíu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.7.2014 kl. 17:11

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

http://mashable.com/2014/07/17/airlines-avoid-ukraine-after-malaysian-airline-shut-down/

"The Federal Aviation Administration, which has authority over U.S.-based carriers, currently restricts all U.S. airlines from flying over part of the contested airspace in Ukraine, except in an emergency. This policy went into effect on April 27, 2014, and will expire in April 2015, although it may be extended, depending on the security situation"

Ég er viss um að allir sem fórum um borð í vélina voru gegnumlýstir, látnir fara úr skóm og belti, og svo framvegis. Hvernig stendur þá á því að yfirvöld sem bera ábyrgð á flugöryggi eru upptekin af svona hundakúnstum en láta sér að því er virðist í léttu rúmi liggja að farþegaþotur fljúgi yfir svæði þar sem öfgamenn hafa öflug flugskeyti undir höndum? Mér finnst ekki að þeir geti þvegið hendur sínar af þessu.

Af hverju höguðu evrópsk flugyfirvöld sér öðru vísu en amerísk? Að halda því fram að þessi yfirvöld beri enga ábyrgð á þessu er ekki afstaða sem er líkleg til að stuðla að því að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur.

Að því er virðist höfðu þessir asnar sem skutu vélina niður ekki hugmynd um það hvers eðlis hún var:

http://www.kyivpost.com/content/ukraine/separatists-admit-downing-a-civilian-plane-in-tapped-conversation-full-transcript-356545.html

"They say on TV it’s AN-26 transport plane, but they say it’s written Malaysia Airlines on the plane. What was it doing on Ukraine’s territory?

Nikolay Kozitsin: That means they were carrying spies. They shouldn’t be f…cking flying. There is a war going on."

Hörður Þórðarson, 18.7.2014 kl. 18:17

6 Smámynd: Mofi

Ísraelar hafa lengi haft þessa hættu yfir höfðinu svo þeirra flugvélar eru útbúnar sér búnaði til að verjast þessu: http://www.dailymail.co.uk/news/article-2573089/Israels-commercial-planes-fitted-LASERS-combat-shoulder-launched-missile-threat.html

Mofi, 18.7.2014 kl. 18:40

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

http://www.nzherald.co.nz/nz/news/article.cfm?c_id=1&objectid=11295939

"British aviation security expert Norman Shanks said Malaysia Airlines was among a number of carriers that continued to use the route to save fuel. That was despite two Ukrainian military aircraft having been shot down in the past week, and a third was damaged by a missile.

Immediately after yesterday's crash, four more civilian aircraft were believed to have followed the same path, including those of Singapore Airlines and Emirates.

But Qantas and South Korea's two main airlines, Korean Air and Asiana, said they had all re-routed flights in March."

Þeir flugu þarna yfir til að spara bensín...

Hörður Þórðarson, 18.7.2014 kl. 18:54

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Flugvélar i 33,000 feta hæð hafa verið taldar öruggar, þar til núna. Af hverju er það að nú er það öryggi horfið?

Það eru yfirleitt Storveldi hernaðarlega séð sem hafa eldflaugar sem komast i yfir 30,000 feta hæð, en nú er öldin önnur af þvi að Pútín utbitir þessum eldflaugum til hryðjuverkamanna eins og þessi vopn væru sælgæti.

Pútín er auðvitað sa sem er a bak við þess tragediu með Malasíuflugvelina, það er ekki bara Petur og Pall sem geta skotið þessum eldflaugum, samkvæmt mönnum sem hafa þekkingu.

Það þarf þjálfun og líklegt er að það hafi verið Russi ur obotaliði Pútíns sem gerði þetta og er með kunnáttu, þjálfaður af rússneska hernum og með samþykki Pútíns var Malasíu flugvélin skotinn niður.

Pútín var og er KGB maður sem ber enga virðingu fyrir mannslífum.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 18.7.2014 kl. 20:42

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Niðurstaða: Það þarf að skoða margt og breyta ýmsu til að læra af þessu atviki ?

Ómar Ragnarsson, 18.7.2014 kl. 22:53

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mikið er eg sammála þér núna Omar.

Kveðja fra Houston

Jóhann Kristinsson, 18.7.2014 kl. 23:16

13 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Why was the plane flying over the troubled Ukraine region in the first place?

MALAYSIA Airlines said in a statement that the flight route was "declared safe" by the International Civil Aviation Organisation (ICAO).

The prima facie evidence says that it was not safe, so somebody made a mistake. ICAO issued advisories weeks ago that airlines should avoid this area."

http://www.stasiareport.com/the-big-story/asia-report/malaysia/story/making-sense-the-malaysia-airlines-flight-mh17-tragedy-2014

Hörður Þórðarson, 19.7.2014 kl. 06:20

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mofi. Ísraelar hafa sjálfir tvisvar skotið niður farþegaþotur og það vitandi að um farþegaþotur var að ræða. Þeir ættu því að vita af hættunni.

Sigurður M Grétarsson, 19.7.2014 kl. 15:30

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Known in Western parlance as the SA-11 Gadfly or SA-17 Grizzly, they were designed to defend the mighty Red Army from NATO planes as it would advance across battlefields in a Third World War.

They are some of the most potent tactical surface-to-air missiles (SAM) in Russia’s arsenal, said the Teal Group's Steve Zaloga, an expert on missiles.

It's a sophisticated surface-to-air anti-aircraft system with a range of up to 25 kilometers high, putting Flight MH17 easily within range [33 þúsund fet eru um tíu kílómetrar]."

"According to our information, the aircraft was flying at Flight Level 330 (approximately 10,000 metres/33,000 feet) when it disappeared from the radar.

This route had been closed by the Ukrainian authorities from ground to flight level 320 but was open at the level at which the aircraft was flying,” EuroControl said on its website."

Þorsteinn Briem, 19.7.2014 kl. 18:50

16 identicon

Þetta er kostuleg bloggfærsla, sérstaklega í ljósi þess að bæði Bandaríkjamenn og Rússar hafa leikið þann leik að skjóta niður farþegaþotur.

1. Iran Air Flight 655 (1988): 3. júlí 1988 skutu Bandaríkjamenn niður íranska Airbus A300 farþegaþotu. 300 manns, farþegar og áhöfn, fórust! Bandarísk stjórnvöld hafa aldrei beðist afsökunar á ódæðinu.

2. Korean Air Lines Flight 007 (1983): 1. september 1983 skutu Rússar niður Suður-Kóreanska Boeing 747-230B. 269 farþegar, ásamt áhöfn, fórust. Reyndar kom í ljós að farþegaþotan hafði villst inn í rússneska lofthelgi án heimildar.

3. Eitt atvik af (því miður of mörgum) ætti að hringja bjöllum í þessari umræðu. Siberia Airlines Flight 1812 (2001): Úkraínski herinn skaut niður Tupolev Tu-154 farþegaþotu yfir Svarta-hafi. 64 farþegar og 12 manna áhöfn fórst. Það tók þáverandi stjórnvöld í Úkraínu nokkurn tíma að viðurkenna verknaðinn!

Heimild: http://www.vox.com/2014/7/17/5912699/7-times-militaries-have-shot-down-civilian-planes

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.7.2014 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband