18.7.2014 | 16:21
Bara af því að þetta voru útlendingar?
Á hverju ári verða hér banaslys eða örkumlaslys vegna þess að bílbelti voru ekki notuð. Höggvarnarpúðar og önnur öryggisatriði í bílum eru að mestu gagnslaus ef ekki eru notuð belti, því að staðsetning upp uppsetning allra annarra öryggisatriða en beltanna miðast við að þau séu notuð.
Viðburður má teljast ef sagt er frá því skýrt og skorinort í fréttum að meginorsök þessara mörgu slysa sé sú að beltin voru ekki notuð. Stundum er hægt að lesa á milli línanna þegar sagt er að viðkomandi hafi kastast út úr bílnum.
Nú bregður hins vegar svo við að það er ekkert verið að skafa utan af þessu. Var það bara af því að þetta voru útlendingar?
Við lifum í heimi þar sem öll fjölmiðlun er komin inn á netið og aðstandendur þeirra sem fórust í bílslysinu í Eldhrauni sjá fréttir um það jafnskjótt og allir aðrir.
Stúlkurnar voru ekki í bílbeltum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Google translate:
"We live in a world where all media is back on the network and their relatives who were killed in a car accident in the lava fields see news about it as soon as everyone else."
Þorsteinn Briem, 18.7.2014 kl. 17:25
En það er vert að vara sig á útlendingum
Þeir eru vanir allt öðrum reglum um hringtorg og svína miskunalaust fyrir bílinn á innri hring
Afhverju eru sérreglur á Íslandi?
Grímur (IP-tala skráð) 18.7.2014 kl. 19:29
"Hringtorg á Íslandi lúta ekki sömu akstursreglum og í öðrum löndum.
Réttur á innri hring umfram ytri er aðeins til á Íslandi.
Útlendingar á ferð hérlendis, sem aka um tveggja akreina hringtorg, þekkja yfirleitt ekki íslensku regluna."
Vegagerðin - Hringtorg á Íslandi, bls. 5
Ísland best í heimi! - Myndband
Þorsteinn Briem, 18.7.2014 kl. 19:56
"Um hringtorg er lítið skrifað í umferðarlögum en um þau hafa skapast hefðir og venjur."
Lögreglan á Facebook
Veit ekki til þess að íslensk umferðarlög kveði sérstaklega á um akstur í hringtorgum.
Umferðarlög nr. 50/1987
Hins vegar fékk undirritaður bílpróf á Akureyri fyrir margt löngu eftir fjórar kennslustundir á bjöllu með Steina löggu en þær fóru aðallega í að skutla karlinum í ýmsar útréttingar í bænum.
Fleiri kennslustundir hef ég ekki fengið í akstri af nokkru tagi, hvorki af hálfu lögreglunnar né annarra, en má þó samkvæmt mínu ökuskírteini aka öllu sem hreyfist, jafnvel trukkum með aftanívögnum svo mörgum sem augað eygir.
Þorsteinn Briem, 18.7.2014 kl. 20:39
Ég fékk arfa slæman akstursbíl til að aka í ökukennslunni og bílprófinu, stóran Wolseley 46 módel.
Fór í aðeins einn ökutíma, því að kennarinn fann það strax út að akstur dráttarvéla, jeppa og vörubíla frá ellefu ára aldri hafði gert akstur hins klossaða og stirðbusalega bíls að leik einum fyrir mig.
Ómar Ragnarsson, 18.7.2014 kl. 22:49
Öryggisáætlun.
Þar komi m.a. fram hvernig afmarka skuli vinnusvæði, hvernig merkingum á og við svæðið skuli háttað og hvort og hvernig skipuleggja skuli hjáleiðir.
Ennfremur skal í öryggisáætlun koma fram hvernig kynningu og auglýsingu vegna lokunar vegar verður háttað.
Öryggisáætlun skal bera undir veghaldara til samþykkis og skal samþykkt eintak öryggisáætlunar vera tiltækt á vinnusvæði og hjá lögreglu í viðkomandi lögsagnarumdæmi.
Veghaldari getur ákveðið að hann, í stað verktaka, geri öryggisáætlun. Skal hann tilkynna verktaka um þá ákvörðun.
Sé verktaki jafnframt veghaldari við verkið, gildir 1. mgr. um hann eftir því sem við á.
Eftirlitsmaður.
Eftirlitsmaðurinn skal vera tiltækur hvenær sem er meðan á verki stendur og skal hann sinna ábendingum veghaldara, lögreglu eða annarra sem fara með eftirlit á vinnusvæði, varðandi hættu vegna verksins með tilliti til umhverfis, umferðaröryggis og öryggis starfsmanna.
Í forföllum eftirlitsmanns skal varamaður koma í hans stað. Nafn eftirlitsmanns og varamanns ásamt símanúmeri skal koma fram á upplýsingatöflu við vinnusvæði ef þörf krefur."
Refsiákvæði.
Reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á eða við veg nr. 492/2009
"XIV. Viðurlög.
Refsingar.
100. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglum, sem settar eru samkvæmt þeim, varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. ..."
Umferðarlög nr. 50/1987
"59. gr. Refsing.
Brot gegn lögum þessum og þeim reglugerðum sem settar verða samkvæmt þeim varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Bæta skal einnig á kostnað hins seka tjón það sem hann hefur unnið."
Vegalög nr. 80/2007
Þorsteinn Briem, 26.7.2014 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.