23.7.2014 | 11:33
Við veljum okkur ekki náttúruhamfarir og vá.
Síðan í Kröflueldum 1975-1984 hefur verið fremur rólegt á eldvirka svæðinu fyrir norðan Vatnajökul. Það hafa að vísu komið hlaup í Jökulsá á Fjöllum, - eitt þeirra tók af brú niður í Öxarfirði, og alvarlegt hópslys varð í Hólsselskíl norðan við Grímsstöðum á Fjöllum fyrir um 17 árum, en að öðru leyti hefur ekkert gerst þar í líkingu við Öskjugosið 1875.
Flugbraut við Grímsstaði á Fjöllum sannaði gildi sitt í hópslysinu þegar ekki var hægt að fá þyrlu til björgunarstarfa, og Twin Otter flugvél frá Akureyri flaug með slasaða frá Grímsstöðum til Akureyrar.
Að öðru leyti hefur engin sérstök náttúruvá verið eða stórslys orðið á svæðinu og því allt með kyrrum kjörum þar árum og áratugum saman. Þó kom löng djúpskjálftahrina 20 kílómetra frá vellinm 2007-2008 og síðan hafa verið viðvarandi skjálftar á því svæði fjölmargra og fjölbreytilegra eldstöðva.
En skriðan mikla í Öskju sýnir að á Íslandi er ekki hægt að velja sér náttúruvá eða hamfarir.
Hekla getur hvenær sem er gosið með aðeins klukkustundar fyrirvara og umferð ferðamanna er orðin það mikil um allt land, að huga þarf að öryggi þeirra hvar sem er.
Flugbraut er í Herðubreiðarlindum en þegar vindur stendur af fjallinu getur hún verið hættuleg eða ófært til lendingar þar. Brautin er þar að auki á flötum bakka Jökulsár á Fjöllum sem flóð getur farið um.
Hvorugt, sviptivindar né flóð ógna hins vegar eina skráða og viðurkennda flugvellinum á svæðinu, Sauðárflugvelli, og fimm flugbrautir hans, alls 4,7 kílómetra langar þar af tvær nógu langar fyrir Fokker F50, Lockheed Hercules og Boeing C-17 Globemaster, tryggja að hliðarvindur geti ekki orðið til trafala.
Allt í kringum völlinn móta eldvirkni og hamfarir landið og stórir atburðir geta orðið hvenær sem er.
Enginn opinber aðili telur sér skylt að viðhalda þessum flugvelli í sem bestu standi og uppfylla ströngustu kröfur um svo stóran flugvöll.
Ég veit ekki hve lengi einn aldraður einstaklingur getur það, svo langt frá Reykjavík sem völlurinn er og kostnaðarsamt að vera bæði ábyrgðarmaður og umsjónarmaður hans.
Völlurinn er í kjördæmi forsætisráðherrans en það hefði líkast til verið flokkað undir spillingu ef leitað hefði verið til ráðuneytis hans um styrk, hvað þá ef svar hefði fengist með sms-skilaboðum.
Vígalegur mökkur steig til himins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og hvað? Viltu flugvelli við alla staði þar sem mögulega geta orðið slys? Það sannar ekki gildi flugbrautar eða kallar á viðhald skattgreiðenda að hún hafi komið sér vel fyrir 17 árum síðan.
Hábeinn (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 12:36
Afhverju er ekki löngu búið að hanna og taka í notkun flugvélar (aðrar en herþotur) sem geta lennt á punktinum, eða amk á örstuttum brautum?
300þús manna þjóð stendur undir svo takmörkuðum fjölda flugvalla, að slík farartæki væru betri hér. Ég er ekki að djóka svo gott væri ef einhver segði mér hvort þetta er verkfræðilega ómögulegt miðað við núverandi tæknistig)
Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 12:51
Það er búið að tala um svona skammbrautarvélar og stórar þyrlur í 20 ár alveg út í loftið. Slíkar flugvélar og þyrlur eru einfaldlega margfalt dýrari í rekstri en venjulegar flugvélar.
Ég er ekki að tala um "flugvelli við alla staði, þar sem geta orðið slys."
Sauðárflugvöllur liggur nálægt flugleiðinni Reykjavík-Egilsstaðir og er eini flugvöllurinn, sem er nothæfur fyrir Fokker F50 á öllu hálendi Íslands, á svæði sem spannar eitt og sér meira en helming landsins, meira en 50 þúsund ferkílómetra.
Sem völlur fyrir smærri flugvélar er hann sá eini á svæði sem er um 15 þúsund ferkílómetrar.
Ómar Ragnarsson, 23.7.2014 kl. 13:33
Spurning að senda línu á USAF
https://www.youtube.com/watch?v=hUNJTAybCQQ
Davíð (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 14:43
Ef þú hefur áhyggjur yfir því að Fokker F50 komist ekki Reykjavík-Egilsstaðir þá væri nær að auka eftirlit með viðhaldi flugvéla. Annars þykir mér menn vera orðnir frekar flughræddir ef þeir vilja varaflugvöll á klukkutíma flugleið.
Hábeinn (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.