Því skítugra og óhagkvæmara, því betra.

Fróðlegur pistill Haraldar Sigurðssonar um fyrirhugaða sólarselluverksmiðju á Íslandi og viðbrögðin í athugasemdum við honum ættu ekki að koma neinum á óvart. 

Í fimmtíu ár hafa verið predikuð nokkurs konar trúarbrögð hér á landi gagnvart hinum ginnheilaga "orkufreka iðnaði".

Með aðferð Orwells í bókinni 1984 er búið að breyta raunverulegri merkingu orðsins, sem þýðir að sjálfsögðu iðnað með eins miklu orkubruðli og mögulegt er, í svo jákvætt hugtak, að Íslendingar bjuggu til efahagsþenslu með kreditkortum sínum 2002 og stórir ameríski pallbílar streymdu til landsins við undirskrift samninga við Alcoa, þótt ár væri þangað til framkvæmdir hæfust við Kárahnjúkavirkjun.

Um leið og útlendingur birtist með hugmynd um að reisa hér skítuga og orkubruðlandi verksmiðju slefum við eins og hundar Pavlovs, sem sýndu slík viðbrögð bara við það að nafnið kjöt væri nefnt.

Sólarselluverksmiðjan er alls ekki fyrsta slíka hugmyndin sem við viljum stökkva samstundis á.

Fyrir sex árum hófst mikil gyllingarherferð fyrir því að reisa tvær risaolíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum sem myndu "bjarga Vestfjörðum."

Ég fór til Noregs til að kynna mér málið og kvikmynda dýrðina og þar kom í ljós að í 20 ár hafði engin vestræn þjóð vilja reisa slíka verksmiðju. Það vildi enginn hafa slíkt skrímsli nálægt sér.

Um svipað leyti slefuðu menn yfir hugmyndum um súrálsverksmiðjur hér á landi. Þær eru að vísu botninn á sóðaskap í iðnaði, sem enginn vill reisa hjá sér í nágrannalöndunum. 

1995 sendu íslensk stjórnvöld bænaskjal til helstu stóriðjufyrirtækja heims þar sem grátbeðið var um að selja þeim orku "á lægsta orkuverði heims með sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum".

Þokkalegur bísness það.

Í athugasemd við pistil Haraldar er þrætt hressilega fyrir eðli sólarsellufyrirtækisins og skuggalegan feril þess. og fullyrt að sólarselluverksmiðja þess hér á landi myndi ekki menga meira en meðal kúabú og nota sáralitla orku.

Slíkt kemur heldur ekki á óvart.

Fyrir rúmum áratug var fullyrt að búið væri að ganga tryggilega frá því að Hellisheiðarvirkjun myndi ekki menga neitt, og starfsemin felast í "hagkvæmr nýtingu hreinnar og endurnýjanlegrar orku."

Í dag er virkjunin mest mengandi fyrirtæki Íslands með meiri mengun en álverin, aðeins 15% orkunnar nýtist en 85% fer ónýtt út í loftið, og aflið er þegar byrjað að dvína, enda aldrei gert ráð fyrir meiri endingu þess en í nokkra áratugi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða viðbrögð ertu að tala um? Að bent sé á að Haraldur hafi ekki kynnt sér nýjustu tækni við framleiðsluna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.7.2014 kl. 14:45

2 identicon

Sæll Ómar.

Ég sakna þess að sjá ekki lengur hreinræktaðan kommúnista
1. maí eða nokkurn dag ársins, þessar hetjur sem liðu áfram
og andlit þeirra steinrunninn, göngulagið taktfast, handtakið traust.

Nú hefur sálarlaust rutl og vingl umhverfissinna tekið yfir; því er ekki
annt um eitt né neitt nema sjálft sig og draga sem flesta inní
torfbæínn, jóðlandi á hundasúrum og fjallagrösum og sjá vefplöntur
ganga úr tómum augnatóftunum upp alla veggi og að innan skamms
sjái reykmökkur úr eldstæðum um afganginn.

Ég sé engan mun á svæsnasta og grimmilegasta trúarofstæki
og umhverfissinnum nútímans; mannfyrirlitningin alger.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 14:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Vandratað er meðalhófið" og "meðalhófið er marghæfast".

Þorsteinn Briem, 23.7.2014 kl. 16:59

4 identicon

Árangurinn af bænarskjalinu og ódýru tilboðinu á orku 1995?

Ársrannsóknir vegna hugsanlegs álvers á Keilisnesi sem aldrei varð 

Grímur (IP-tala skráð) 23.7.2014 kl. 18:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.6.2014:

"Enda þótt kís­il­vinnsla sé hreinni en ál­vinnsla skil­ar hún tölu­verðri meng­un út í and­rúms­loftið og er langt frá því að geta flokk­ast sem hreinn iðnaður.

Sam­an­lögð los­un frá kís­il­ver­un­um tveim­ur
sem áformað er að reisa í Helgu­vík er til að mynda nokkuð meiri en frá ál­veri Norðuráls á Grund­ar­tanga og þá er los­un gróður­húsaloft­teg­und­ar­inn­ar kolt­ví­sýr­ings einnig nokkuð mik­il.


Verk­smiðjurn­ar munu einnig skila frá sér ýms­um öðrum efn­um og þá fer tölu­vert ryk frá þeim.

Sól­arkís­il­verk­smiðjan
sem ætlunin er að reisa á Grund­ar­tanga sker sig þó tölu­vert úr þar sem meng­un henn­ar verður miklu minni en hinna verk­smiðjanna."

Kísilvinnsla alls ekki laus við mengun

Þorsteinn Briem, 23.7.2014 kl. 18:24

6 Smámynd: K.H.S.

Það má þeytast um allar koppagrundir og spóla upp náttúruna, sem rallari. Nota bensín og olíú sem hreinsuð er hjá einhverjum þróunarþjóðum, en ekki hjá okkur fína fólkinu sem étum bara vottað. Tökum bráðum Afríku undir ræktun á almennilegum mat. Ekki dugar minna. Evrópa er fullnýtt. Gefum svo svertingjonum í Afríku sem, þróunaraðstoð  allar gömlu tölfurnar og annað  rusl. Ekki brenna það hér eða grafa niður. Sólarsellur má framleiða í Cile. Þar er nóg af orku og plássi fyrir svona sóðaframleiðslu, ekki hér, en svo ætla ég að nota þær. Ekki spurning. Það eru jú allar endurvarpsstöðvar sjónvarpsstöðvanna sem kaupa allt efnið mitt knúnar af þessum fjanda.

K.H.S., 23.7.2014 kl. 18:28

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skrif Húsara nýtur þess greinilega að geta birt undir nafnleynd svívirðingar á borð við þær að náttúruunnendur Íslands séu á pari við svæsnustu hryðjuverkasamtök heims.

Hann býsnast vegna mannfyrirlitningar en undir hvaða hugtak heyrir lýsing hans á umhverfisverndarfólki?

Ómar Ragnarsson, 23.7.2014 kl. 21:48

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillu í upphafi textans hér að ofan. Hann á að vera svon: Skrif Húsara bera það með sér að hann nýtur þess að geta birt undir nafnleynd svívirðingar....

Ómar Ragnarsson, 23.7.2014 kl. 21:50

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Ómar

Þú skrifar:

"Fróðlegur pistill Haraldar Sigurðssonar um fyrirhugaða sólarselluverksmiðju á Íslandi og viðbrögðin í athugasemdum við honum ættu ekki að koma neinum á óvart.

[...]

Í athugasemd við pistil Haraldar er þrætt hressilega fyrir eðli sólarsellufyrirtækisins og skuggalegan feril þess. og fullyrt að sólarselluverksmiðja þess hér á landi myndi ekki menga meira en meðal kúabú og nota sáralitla orku".

Væntanlega átt þú við pistil Haraldar sem nefnist  "SILICOR þýðir meiri mengun á Grundartanga" og lesa má hér.

Mér sýnist að þú hafir ekki lesið með athygli athugasemdirnar sem þar eru. Í minni athugasemd þar var vísað á krækjur að upplýsingum um nýstárlegar aðferðir sem fyrirtækið hyggst nota og Hallgrímur Hrafn Gíslason útskýrði.  Með þessari aðferð er aðeins notaður um þriðjungur af þeirri orku sem notuð er í dag við framleiðslu á sólarkísil og mengun við "þvott" með bræddu áli er mun minni.

Hvernig lest þú úr athugasemdunum að þar sé "þrætt hressilega fyrir eðli sólarsellufyrirtækisins og skuggalegan feril þess. og fullyrt að sólarselluverksmiðja þess hér á landi myndi ekki menga meira en meðal kúabú og nota sáralitla orku"  ?    Mér tekst ekki að finna það.

Athugasemdirnar má lesa hér.


 Með góðri kveðju,

Ágúst H Bjarnason, 23.7.2014 kl. 21:55

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður verður að hafa varann á þegar kaupendur ódýrrar íslenskra orku fullyrða um stórkostlegar tækninýjungar og forystu þeirra vegna fenginnar reynslu af slíku.

Ég get bætt við skrumið um Hellisheiðarvirkjun þar sem fullyrt var "að beitt yrði nýstárlegum aðferðum" til að vinnslan væri "hrein og endurnýjanleg" skrumi Norðuráls í grobbauglýsingum um álver þess, þar sem fullyrt er að fyrirtækið sé í forystu hvað varðar útblástur.

Hið rétta er að þar er útblásturinn 40% meiri en hjá Alcoa og hjá Alcoa er útblásturinn mun meiri en hefði verið hjá álveri Norsk Hydro.

Norðurál, sem er mesti sóðinn, segist vera hreinast allra álvera.

Að fenginni slíkri reynslu er rétt að hafa í huga orðin, að það sé stundum hægt að blekkja sumar en ekki alla alltaf.

Komi í ljós að fullyrðingarnar um sólarselluverksmiðu sem mengar á við meðal kúabú séu réttar, skal að sjálfsögðu hafa það er sannara reynist. En fari það þannig er það meiriháttar frétt að slíkt og þvílíkt standist.

Ómar Ragnarsson, 23.7.2014 kl. 22:08

11 identicon

 Sæll Ómar.

 Skrif mín miðuðust við íslenskan veruleika eins og ég sé hann.

Ekki veit hvað þér gengur til að eigna mér þau tilvitnuðu orð sem
hér eru að neðan, - þau hef ég aldrei skrifað; þau eru þinn eigin
hugarburður.

"...náttúruunnendur Íslands séu á pari við svæsnustu hryðjuverkasamtök heims." 

Húsari. (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 00:37

12 identicon

Er eins og Ómar alveg rasandi hissa á íslendingum sem eru svo vitlausir í pólitík að þeir geta ekki séð neitt annað en flokkinn sinn og það sem hann vill gera fyrir fáa útvalda !

Það er annars með ólíkindum hvað menntun getur gert fólk ómerkilegt í að koma skoðun flokksins á framfæri !

JR (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 02:32

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Ég sé engn mun á grimmilegasta og svæsnasta trúarofstæki nútimans og umhverfissinum; mannfyrirlitningin er alger."

Þetta er bein tilvitnun í níðskrif þín hér að ofan.

Á mannamáli þýðir þetta að mér og skoðanasystkinum mínum sé líkt við Al-Qaida, ISIS, Harum og aðra "grimmilegustu og svæsnustu" trúarofstækismenn nútímans þar sem "mannfyrirlitningin er alger" og "vefplöntur ganga úr tómum augntóftunum upp um alla vegi."

Ómar Ragnarsson, 24.7.2014 kl. 07:30

14 identicon

Tek undir með Húsara. Flottur penni. Og sannur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 09:00

15 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar, ég byrja mína athugasemd með þessari setningu "Ef þessi aðferð virkar þá , þá er ekkert athugavert við þessa verksmiðju Haraldur.  hún á að menga svipað og stórt kúabú .

Síðan vísa ég í frétt um þessa aðferð sem byggist á því að nota bráðið ál til að soga í sig óhreinindi.   Mér fannst eins og Haraldur hafi ekki vitað af þessari aðferð og vildi benda á hana.  Hinar Kísilverksmiðjurnar held ég noti hefðbundnar aðferðir með mikið af sýru til þvotta á kísilinum.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.7.2014 kl. 09:08

16 identicon

Sæll Ómar.

Þú heldur áfram að gera mér upp skoðanir
sem ég hef ekki og eru sannast sagna svoleiðis
út í himinblámann að ég hef tæpast séð annað eins!

Kannski er svo komið að verndunarsinnar og nýtingarsinnar,
ef mér leyfist að nota þau orð, tali ekki lengur sama tungumálið,
hefði þó haldið að það sem skilur þessa hópa að í skoðunum
ætti að vera öllum kunnugt.
Þau rök hafa margsinnis komið fram og ekki dettur mér í
hug að hafa uppi þau 'níðskrif' og 'svívirðingar'
að þér sé ekki kunnugt um það í öllum meginatriðum.

Ég held að fáir bloggarar hafi þá reynslu af skrifum mínum
að þar sé undir nafnleynd vegið að mönnum úr launsátri;
þvert á móti vegna nafnleyndarinnar hef ég jafnan reynt
að forðast öll skrif sem menn gætu tekið nærri sér með
nokkrum hætti.

Húsari. (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 10:23

17 identicon

Ég mæli með því að Reykjavíkurborg kaupi a.m.k. einn stóran amerískan pallbíl. Sú fjárfesting væri þá í tengslum við reglulegan grasslátt og almenna umhirðu í borginni - öllum borgarbúum til hamingju og heilla.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 11:30

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg á marga pallbíla, sem meðal annars eru notaðir til að færa sláttuvélar á milli staða, til að mynda í Hljómskálagarðinum í gær, þegar einnig var verið að slá gras við Öskju, rétt við Vatnsmýrina.

Hins vegar lenda engar flugvélar í Vatnsmýrinni.

Þorsteinn Briem, 24.7.2014 kl. 11:47

19 identicon

Pallbílar eru táknmynd hreinlætis, velferðar og dugnaðar í borginni. Ólíkt reiðhjólum sem stimpluð eru á götur borgarinnar á sama tíma og sorphirðuferðum er fækkað - með sýnilegum árangri.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 13:12

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007:

"Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega í Reykjavík á undanförnum áratugum."

"Umferðar- og gangbrautarljósum, einnar akreinar hringtorgum, samfelldum girðingum, 30 km hverfum, hraðahindrunum ýmiss konar og mislægum götutengslum hefur fjölgað mjög. Þá hefur stígakerfið lengst mjög og hönnun þess batnað.

Aðgerðir á aðalgatnakerfinu miða að því að aðskilja akandi og gangandi umferð
þar sem ökuhraðinn er mestur og fækka þverunarstöðum gangandi vegfarenda annars staðar. Aðgerðir innan hverfa miða hins vegar að því að halda ökuhraða niðri.

Umferðinni er ennfremur stýrt betur nú en áður, meðal annars með hringtorgum og umferðarljósum, og þverunarstaðir gangandi vegfarenda hafa verið gerðir öruggari með gangbrautarljósum, girðingum og miðeyjum."

"Sebragangbrautum var fækkað því þær gáfu falskt öryggi, þar sem ökumenn virtu ekki rétt þeirra."

"Götulýsing hefur víða verið bætt sérstaklega við þverunarstaði óvarinna vegfarenda."

"Aðgerðir innan hverfa miða einkum að því að minnka ökuhraða og innan 30 km hverfa hefur alvarleiki umferðaslysa minnkað verulega."

"Umferðaróhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% og alvarlegum slysum um 62% í 30 km hverfum."

Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007

Þorsteinn Briem, 24.7.2014 kl. 13:44

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjólreiðamenn í Reykjavík voru árið 2012 þrefalt fleiri en árið 2009.

Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu voru 30% fleiri árið 2012 en 2009.

Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi 21% árið 2011 en 9% árið 2002.

Aðgerðir í loftslagsmálum  - Maí 2013

Þorsteinn Briem, 24.7.2014 kl. 13:46

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geri ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn telji móðurafa undirritaðs hafa verið sóða, þar sem hann átti ekki bíl, hvað þá pallbíl, og notaði strætisvagna mikið í Reykjavík.

Hvað þá ef hann hefði hjólað í vinnuna.

Í minni sveit tíðkaðist að slá gras einu sinni eða tvisvar á sumri hverju, einnig á bæjum framsóknarmanna, án þess að þeir hafi verið atyrtir fyrir það af Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 24.7.2014 kl. 13:56

23 identicon

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/24/othrifnadur_vid_ruslastamp/

Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gjörir þá er ekki von á góðu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 14:15

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er að sjálfsögðu alveg nýtt að Sjálfstæðisflokkurinn sé svo máttlaus að honum takist ekki að henda ölu rusli sínu í stampa.

Þorsteinn Briem, 24.7.2014 kl. 14:23

25 identicon

Hér einblína menn á nýja aðferð til að "hreinsa" kísilmálminn, en hafa skal í huga að fyrst þarf að framleiða málminn (Si) úr sandi (SiO2), en aðferðin til þess er afar orkufrek auk þess að vera sóðaleg og mengandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.7.2014 kl. 21:16

26 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér sjást athugasemdir sem beinlínis skelfa mig.

Árni Gunnarsson, 25.7.2014 kl. 22:32

27 Smámynd: Árni Gunnarsson

En hér er þörf upprifjun á fögnuði "Þeirra framsýnu" yfir áformum um súrálvinnslu og olíuhreinsunarstöðvar sem "dyr inn í framtíðina".
Að ógleymdu tilboðinu um ódýrustu orku í heimi og líklega lægstu mengunarstaðla.

Kynsælir urðu þeir hépparnir hans Pavlovs.

En kannski fáum við lengsta viðlegukant í heimi við Finnafjörð?

Árni Gunnarsson, 25.7.2014 kl. 22:41

28 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Steini Briem.: Shut the fuck up.....;-)

Halldór Egill Guðnason, 26.7.2014 kl. 04:44

29 identicon

Örsaga um fjallagras.

Einu sinni var obbolítið cutie-beuty fjallagras
sem fauk út á tjörn.
Hvað átti vesalings litla fjallagrasið að gera?
Ekki gat það orgað upp yfir sig að allt væri það lygi
eða kennt alræmdum hryðjuverkasamtökum um ófarir sínar,
því sjálft hafði það komið sér þar.

Stórt samspillingartré var við tjörnina og kastaði
gullbrydduðu laufi út í hana til bjargar vesalings
litla fjallagrasinu.
En þá gerðist það að tjörnin umbreyttist skyndilega öll
í skíra haftagull sem hvarf jafn skyndilega undir
samspillingartréð og ullaði í leiðinni á bláa fjárgræðgistréð.
Þar fyrir framan var mikill maður og herðibreiður og hárkollu
stærri en áður hafði sést, járnkarl í hendi og atgeir sem hann
handlék svo að sýndust 10 þyrluspaðar á lofti.
Í leirnum lá nú vesalings litla fjallagrasið og gat sér enga
björg veitt.

Þá steig útúr samspillingartrénu skessa mikil, Hvít-Grettla,
rammari að afli en þeir Grettir og Glámur til samans.
Hún kallaði höstuglega til vesalings litla fjallagrassins:
Þú ert búinn að drepa samspillingarpabbann þinn,
þetta máttu aldrei gera aftur!

Svo endar þetta ævintýr sem öll önnur jafngóð að Hvít-Grettla
bar vesalings litla fjallgrasið á rót sína: Svona, svona,
elsku litla fjallagrasið mitt, við skulum hafa þetta allt fyrir okkur
sjálf!

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að þó að ég hafi valið mér að
skrifa undir dulnefni þá er ábyrgð mín engu minni en annarra sem hér skrifa.

Sannast sagna segir fullt nafn mér ekkert um viðmælanda minn en
"Oft má af máli þekkja manninn, hver helst hann er...," og fari menn vitandi
vits með rangt mál þó þeir hafi verið leiðréttir þá gildir væntanleg framhaldið:
"...sig mun fyrst sjálfan blekkja sá með lastmælgi fer." (Hallgrímur Pétursson, sálmaskáld)
 

Húsari. (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 14:00

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ómar segir að Norsk Hydro mengi minnst en það er rangt. Að búa til ál mengar alltaf jafn mikið. Norsk Hydro felur mengun sína betur með því að setja hana í sjóinn (vothreinsun) á meðan T.d. Alcoa notar þurhreinsun.

Ný jakkaföt..... sama röddin

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.8.2014 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband