24.7.2014 | 20:06
Hlýjasti tími ársins er í kringum 20. júlí.
Fyrir mánuði var sól hæst á lofti á Íslandi og lengstur sólargangur. En vegna tregðulögmálsins tekur það um það bil einn mánuð fyrir veðurfarið og meðaltalshitann að ná hámarki hvers sumars.
Hlýjasti tími hvers árs að meðaltali eru síðustu 10 dagar júlí.
Skekkjan á milli hámarks sólargangs og hámarkshitans sést vel á því að í Reykjavík er meðalhiti í maí, mánuði fyrir sólstöður, um 7 stig en er hins vegar í hámarki eða yfir 11 gráður mánuði eftir sólstöður.
Meðalhitinn í september, þremur mánuðum eftir sólstöður, er svipaður og mánuði fyrir sólstöður.
Þessa dagana er varla hægt að sjá votta fyrir bláma á veðurkortunum í sjónvarpinu, allt er gulbrúnt eða rautt. 12 stiga hiti syðst á Grænlandi og 30 stiga hiti í Stokkhólmi.
Já, nú er sumar, gleðjist gumar.
Hlýtt þrátt fyrir sólarleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í Reykjavík var meðalhitinn í júní á þessum árum um 0,7 stigum hærri en á Akureyri, í júlí um 0,6 stigum hærri og í ágúst einnig um 0,6 stigum hærri.
Þorsteinn Briem, 25.7.2014 kl. 05:52
Sumrin (júní, júlí og ágúst) 2001-2012 var meðalhitinn hærri í Reykjavík en á Akureyri, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.
Í Reykjavík var hitinn þá að meðaltali um 11,3 stig en 10,6 á Akureyri.
Hitinn var því að meðaltali um 0,7 stigum hærri í Reykjavík en á Akureyri þessi tólf sumur.
Á þessum árum var meðalhitinn í Reykjavík í júní 10,3 stig, í júlí 12,0 og í ágúst 11,5 stig.
En meðalhitinn á Akureyri í júní var 9,6 stig, í júlí 11,4 og í ágúst 10,9 stig.
Þorsteinn Briem, 25.7.2014 kl. 06:06
Þorsteinn Briem, 25.7.2014 kl. 07:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.