26.7.2014 | 19:45
Hrun-hugsunarhátturinn sækir á.
Öll umræða um kjör og aðstæður í íslenskum þjóðarbúskap hefur tekið mið af hinum óeðlilegum kjörum sem þjóðin kom sér í áður en allt hrundi til grunna.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að græðgi og stundarhagsmunir sækja nú á og virðist engu skipta þótt bent sé á veilur í forsendunum, eins og þeim að framboð á gistirými vaxi miklu hraðar en straumur ferðamanna til landsins og að erlendis hafi menn farið flatt á þessu.
Í hádeginu heyrðist viðtal í útvarpi um bráða nauðsyn þess að sjöfalda laxeldi á Íslandi sem allra hraðast. Sagt var að þessi margföldun og ofsahraði vaxtarins væri "nauðsynlegur til þess að treysta innviðina" !
Og væntanlega til þess að tryggja að umhverfisáhrifin verði sem viðráðanlegust?
Þessa speki heyrði maður líka á bankabóluárunum þegar Hannes Hólmsteinn og fleiri töldu nauðsynlegt að stækka bankakerfið þrefalt hraðar en gert var. Væntanlega til að treysta innviðina betur.
Þegar búið er að spenna bogann allt of hátt verður fallið þeim mun meira sem gassagangurinn var meiri.
En á hrunmáli heitir það að treysta innviðina.
Geri ekki sömu mistök og Tékkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um ein milljón erlendra ferðamanna dvelst hér á Íslandi nú í ár, 2014, og hluti þeirra dvelst í Reykjavík án þess að ferðast mikið eða nokkuð út á land.
Og þegar búist er við að erlendum ferðamönnum haldi áfram að fjölga hér er eðlilegt að hótel og gistiheimili séu stækkuð og ný reist um allt land, enda er ferðaþjónusta í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.
Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7
Og hægt er að fá bæði dýra og ódýra gistingu, einnig í Reykjavík.
Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar hafa margir selt erlendum ferðamönnum heimagistingu á sumrin og leigt námsmönnum af landsbyggðinni og erlendum námsmönnum herbergin á veturna, enda eru þrír háskólar vestan Kringlumýrarbrautar og gistiheimili geta að sjálfsögðu einnig leigt námsmönnum herbergi á veturna.
Mun fleiri erlendir ferðamenn dvelja nú einnig hér á veturna en áður og þeir koma að sjálfsögðu ekki hingað til að liggja í sólbaði á sumrin, eins og til að mynda í Suður-Evrópu.
Þorsteinn Briem, 26.7.2014 kl. 20:42
28.6.2012:
"Ný skýrsla VSO Ráðgjafar um gististaði í Reykjavík var kynnt í borgarráði í dag. Í henni eru margvíslegar upplýsingar um gististaði í virkum rekstri á höfuðborgarsvæðinu, fjölda rúma, herbergja, stjörnugjöf og stærð húsnæðis.
Þá er í skýrslunni greining á ferðaþjónustunni og rekstrarumhverfi hennar. Lagt er mat á stöðu mála í dag og sett fram greining á þörf fyrir gistirými á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2030. Skýrslan var unnin fyrir skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar.
Fram kemur að 182 gististaðir í rekstri eru á höfuðborgarsvæðinu, þar af eru 167 í Reykjavík og 114 í miðborginni. Af þessum gististöðum eru 145 svokölluð gistiheimili eða íbúðahótel, t.a.m. heimagisting. Hótel eru 37.
Þá er birt fróðleg tölfræði um gistinætur og skiptingu þeirra á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Þar kemur m.a. fram að flestar gistinætur yfir árið eru á landsbyggðinni og hlutdeild Reykjavíkur í gistináttafjölda sumarsins er mjög lítil, aðeins 20% en mun meiri á veturna eða 80%.
Verði árleg fjölgun ferðamanna á bilinu 5-7% þarf um 180-380 herbergi á gististöðum í Reykjavík árlega. Alls gæti því þurft 3.600-7.500 ný hótelherbergi fram til ársins 2030. Er þá miðað við að ársnýting gistirýma verði á bilinu 45-55%.
Þekkt áform um stærri gististaði í höfuðborginni nema 1.500 herbergjum en eru mislangt komin. Þess má geta að fjölgun ferðamanna á Íslandi á milli ára á tímabilinu janúar-maí 2011 og 2012 er tæp 21% samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu."
Mikil þörf fyrir gistirými í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 26.7.2014 kl. 21:11
Tilfinnanlegur skortur á gistirými í miðbænum hefur haft bein áhrif á framboð og verð leiguhúsnæðis. Þúsundir vilja leigja þar en geta ekki keppt við verðin sem ferðamennirnir borga. Stór hluti af núverandi gistirými ferðamanna var fyrir örfáum mánuðum eða árum húsnæði sem Reykvískar fjölskyldur höfðu á leigu. Og mörgum hefur verið hent á götuna svo leigja mætti túristum. Og þó hér hafi komið kreppa og hætt var að byggja þá fækkaði ekkert þeim sem vilja flytja út af hótel mömmu. Þannig að nú vantar þúsundir íbúða fyrir innfædda sjálfa.
Vandamálið er ekki yfirvofandi fjölgun gistirýma, eins og þeir sem hent hafa Íslendingunum út og maka nú krókinn á leigu til ferðamanna segja, vandamálið er viðvarandi skortur á gistirými sem útilokar venjulegt fólk frá búsetu nærri miðbæ Reykjavíkur. Græðgi og stundarhagsmunir krefjast þess að ekki verði fjölgun á gistirýmum. Græðgi og stundarhagsmunir krefjast þess að ekkert verði gert til að lækka leiguverð.
Þeir sem hent hafa Íslendingunum út og maka nú krókinn á leigu til ferðamanna eiga greiðan aðgang með bölsýnisspár sínar að þeim sem hræðast allan uppgang og treysta ekki velgengni.
Það virðist vera innbyggt í marga Íslendinga að trúa því að gott veður kalli bara á rigningu og því sé ástæðulaust að njóta sólarinnar og að við eigum að lifa eins og allt okkar starf verði að engu gert á morgun. Boginn skal ekki spenntur og halda beri sig svo nærri jörð að ekki sé hægt að detta. Og rökin eru ætíð þau sömu, einusinni kom sól og síðan rigndi, einhver byggði hús og það hrundi, strengir í bogum hafa slitnað og fólk hefur dottið. Best er að halda sig undir sæng og aldrei hætta sér framúr. Það gæti komið kreppa ef við gerum eitthvað. Bjartsýnistal er tungumál sem þeir kalla hrunmál.
Hábeinn (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 23:18
1. janúar síðastliðinn voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, 208.531, eða 3.061 (1,5%) fleiri en ári fyrr, 1. janúar 2013.
Miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð, eins og í Hafnarfirði árið 2006, þurfti þessi íbúafjöldi 1.020 íbúðir.
Og fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu um 3.061 á ári er 15.305 íbúar á fimm árum, sem þurfa 5.101 íbúð, miðað við þrjá íbúa í hverri íbúð.
Í Reykjavík búa 58,1% af íbúum höfuðborgarsvæðisins og 58,1% af 5.101 íbúð eru 2.964 íbúðir í Reykjavík á fimm árum, 124 íbúðum fleiri en nú eru í öllu póstnúmeri 107, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.
17.10.2013:
Þrjú þúsund leiguíbúðir byggðar í Reykjavík á næstu fimm árum
Þorsteinn Briem, 26.7.2014 kl. 23:39
Enginn er að mæla á móti því að sækja fram á þeim sviðum þar sem það er hægt. Það er bara þessi margfeldishraða hugsunarháttur sem hringir bjöllum.
Ómar Ragnarsson, 26.7.2014 kl. 23:42
Lögmálið um framboð og eftirspurn.
Þorsteinn Briem, 26.7.2014 kl. 23:51
Leiga á hvern fermetra í þriggja herbergja íbúð:
Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi 1.932 krónur.
Reykjavík á milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar 1.763 krónur.
Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur 1.638 krónur.
Breiðholt 1.560 krónur.
Um 24% dýrara er því að leigja þriggja herbergja íbúð í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en í Breiðholti, sem er eðlilegt vegna fjölmargra og stórra vinnustaða vestan Kringlumýrarbrautar og því engan veginn nýjar fréttir að verð og leiga á íbúðarhúsnæði sé hærra þar en annars staðar.
Fólk vill yfirleitt búa sem næst sínum vinnustað og spara þannig meðal annars mikinn tíma í ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, mikil bensínkaup, slit á bílum og jafnvel kaup á öðrum bíl á heimili.
19.2.2014:
Leiguupphæð íbúðarhúsnæðis á öllu landinu - Þjóðskrá
Þorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 00:34
Íbúðaleiga, vatnsútflutningur, minkaeldi, laxeldi, íslenskar prjónavörur, íslenskt hugvit
Allt getur þetta skilað arði en líklegra er tap þegar "jákvæðri mismunun í kynhagfræði" er beitt til að stýra og stjórna þeim sem sýna eitthvað frumkvæði og frjálshyggju.
Grímur (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 07:23
Ég var að koma úr hringferð sem leiðsögumaður. 4 gistinætur úti á landi. Fyrir 13 árum hefði hringferðin gert ráð fyrir 10 nátta gistingu á hringleiðinni.
Þetta var 7 nátta ferð. Ástæðan fyrir þessari keyrslu í gegn um landsbyggðina er skortur á gistirými. úti á landi.
Ferðamennirnir gefa svo skriflega umsögn um túrinn. Algengt er að þeir vilji koma aftur, og þá EKKI stoppa svona mikið í Reykjavík. Kvarta jafnvel yfir of miklum tíma í borginni, - 1 dagur er alveg nóg!
Sama hljóðið er í þeim sem koma til mín í gistingu. Næst, - keyrt í gegn um borgina til að komast út á land.
Þess vegna er þessi setning Steina mér óskiljanleg:
"Um ein milljón erlendra ferðamanna dvelst hér á Íslandi nú í ár, 2014, og hluti þeirra dvelst í Reykjavík án þess að ferðast mikið eða nokkuð út á land."*
Ég hef enn ekki rekist á neinn þeirra. En skemmtiferðaskipafólkið fer oftast ekki langt. Var með skipahóp í gær, - bara RVÍK og Lónið. Á morgun, - 21 PAX út á land.
Jón Logi (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 09:54
Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.
Erlendir ferðamenn voru að meðaltali 6,6 gistinætur hér á Íslandi að vetri til en 10,2 nætur að sumri til árið 2012.
Það ár voru 77% gistinátta erlendra ferðamanna á hótelum eða gistiheimilum, samtals 2,2 milljónir gistinátta.
Rúmlega 94% þeirra heimsóttu þá Reykjavík að sumri til en 72% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 42% Mývatnssveit en að vetri til 95% Reykjavík og 61% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi en 33% Vík í Mýrdal.
Færri erlendir ferðamenn heimsóttu hins vegar Mývatnssveit sumarið 2012 en Vík í Mýrdal (52%), Skaftafell (48%) og Skóga (45%) en jafn margir heimsóttu Akureyri og Húsavík (42%).
Um 44% gistinátta erlendra ferðamanna voru á höfuðborgarsvæðinu að sumri til árið 2012 en 77% að vetri til.
Níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2012, líkt og árið 2011.
Íslendingar voru að meðaltali 15 gistinætur á ferðalögum innanlands árið 2012, þar af samtals 465 þúsund á hótelum eða gistiheimilum.
Og það ár heimsóttu 43% þeirra Akureyri en 27% Þingvelli, Gullfoss eða Geysi og 18% Mývatnssveit.
Þorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 13:28
"Þá er birt fróðleg tölfræði um gistinætur og skiptingu þeirra á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Þar kemur m.a. fram að flestar gistinætur yfir árið eru á landsbyggðinni og hlutdeild Reykjavíkur í gistináttafjölda sumarsins er mjög lítil, aðeins 20% en mun meiri á veturna eða 80%.
Verði árleg fjölgun ferðamanna á bilinu 5-7% þarf um 180-380 herbergi á gististöðum í Reykjavík árlega. Alls gæti því þurft 3.600-7.500 ný hótelherbergi fram til ársins 2030. Er þá miðað við að ársnýting gistirýma verði á bilinu 45-55%.
Þekkt áform um stærri gististaði í höfuðborginni nema 1.500 herbergjum en eru mislangt komin. Þess má geta að fjölgun ferðamanna á Íslandi á milli ára á tímabilinu janúar-maí 2011 og 2012 er tæp 21% samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu."
Mikil þörf fyrir gistirými í Reykjavík
Þorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 13:34
Um 647 þúsund erlendir ferðamenn komu og dvöldu hér á Íslandi árið 2012, um 31% fleiri en árið 2009.
Og um 96% erlendra ferðamanna sem dvelja hér á Íslandi koma hingað um Keflavíkurflugvöll.
Um 622 þúsund erlendir ferðamenn komu því til landsins um Keflavíkurflugvöll árið 2012 og dvöldu hér á Íslandi.
Og um 95% erlendra ferðamanna komu þá til Reykjavíkur, eða um 615 þúsund.
En um ein milljón erlendra ferðamanna dvelst hér á Íslandi nú í ár, 2014, um 55% fleiri en 2012.
Erlendir gestir um Leifsstöð 2013 og 2014 - Ferðamálastofa
Þorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 14:08
Árið 2012 komu um 673 þúsund erlendir ferðamenn hingað til Íslands og það ár voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.
Erlendir ferðamenn voru að meðaltali 6,6 gistinætur hér á Íslandi að vetri til en 10,2 nætur að sumri til árið 2012, um átta gistinætur að meðaltali sumar og vetur.
Ofangreindar fjárhæðir samsvara því að útgjöld hvers Íslendings vegna ferðalaga til útlanda árið 2012 hefðu að meðaltali verið 704 þúsund krónur og meðalútgjöld hjóna því 1,4 milljónir króna.
Þá var meðaldvalarlengd Íslendinga á ferðalögum erlendis 15,9 gistinætur.
Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013
Þorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 14:15
Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011:
Tæp 47% svarenda voru með há laun eða laun yfir meðallagi, rúm 39% með laun í meðallagi og tæp 14% með lág laun eða laun undir meðallagi.
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011 - Ferðamálastofa
Þorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 14:24
Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):
- Tæplega helmingur (47,5%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, um 41% með laun í meðallagi og um 11% með lág laun eða laun undir meðallagi.
- Helmingur svarenda var í stjórnunar- eða sérfræðistörfum, 13,1% í skrifstofu- eða þjónustustörfum, 10,1% voru nemar, 8,3% ellilífeyrisþegar eða heimavinnandi, 6% sérhæft starfsfólk eða tæknar og 12,1% í öðrum störfum.
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 - FerðamálastofaÞorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 14:25
Hluti þeirra erlendu ferðamanna sem dveljast hér á Íslandi á veturna koma hingað aðallega til að skemmta sér í Reykjavík í nokkra daga en fara lítið út á land.
2.5.2013:
Um tvö þúsund erlendir gestir á CCP Fanfest í Reykjavík
29.10.2013:
Fjögur þúsund útlendingar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í Reykjavík eyddu rúmlega einum milljarði króna árið 2012
5.11.2013:
Erlendir gestir á Iceland Airwaves tvöfalt fleiri árið 2013 en 2010
Þorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.