Prófið þið að aka Votmúlaveg.

Í fréttum gærdagsins mátti heyra formann fjárlaganefndar Alþingis fagna lækkun skatta og hallalausum fjárlögum. Fréttir eru fluttar af betri afkomu sveitarsjóða viða um landið. Góðar fréttir en samt ekki algóðar. 

Hið síðarnefnda, minni útgjöld, getur gefið tekjur af sér ef það getur lækkað skuldir ríkissjóðs og sveitarstjóða þar með vaxtabyrði opinberra sjóða.

Hann það þarf þá líka að geta þess, hvað skattalækkun og samdráttur í útgjöldum ríkissjóðs og sveitarsjóða getur leitt af sér.

Ágætis myndrænt dæmi má sjá á myndum af þjóðvegum landsins, ekki bara í dreifbýli heldur jafnvel líka í þéttbýli.

Ég hef aldrei í meira en sextíu ár séð verra ástand malarvega en nú. Enda mun það stafa af því að þriðjung vantar upp á að vilhaldsfé veganna nægi til þess að anna því verkefni.

Ég ók til dæmis nýlega Votmúlaveg, sem liggur meðfram Selfossbæ, og get ekki ímyndað mér að sparnaður felist í því að etja bílum á það dæmalausa stórþvottabretti af samfelldum kröppum og djúpum holum.

Það er að vísu mjög gott bílaverkstæði við veginn á Ljónsstöðum, en bræðurnir þar hafa alveg nóg af verkefnum án þess að unnið sé að því að láta bílal lemjast í sundur á vegunum í Flóanum og á Selfossi.

Ég tek þetta bara sem nærtækt dæmi en þetta er svona úti um allt land.   


mbl.is „Þetta er ekki fólki bjóðandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.Kjósarskarðsvegur hefur verið heflaður einu sinni í vor.Reyndar er ekkert eftir  til að hefla vegna þess að burðar lagið er aðeins eftir.Megnið af ofaníburði er fokin í burtu.

Benedikt Svavarsson (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 13:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hossast nú um víðan völl,
veltur í margt gatið,
sorgleg er þar sagan öll,
Sigmundur á hratið.

Þorsteinn Briem, 30.7.2014 kl. 13:24

6 identicon

"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)

J. Smith (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband