Stórfréttirnar byrjaðar að streyma.

Á erlendu máli bera fréttir heitin news, nyheder o. s. frv, eitthvað sem er alveg nýtt, kemur á óvart eða breytir miklu. 

Fyrir "gúrkutíðina" hjá okkur kemur það sér oft vel að slík merking skuli ekki felast beint í orðinu "frétt".

Þar með eru árleg fyrirbæri eins og verslulanarmannahelgi, páskarnir eða jólin orðin að fréttum og allt sem þeim tilheyrir, Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum, Ein með öllu og hvað þær nú heita allar samkomurnar og sami straumur fólks út frá höfuðborgarsvæðinu og verið hefur á sama tíma í áratugi.

En allt þetta verður að stórfréttum næstu daga. Það er frétt að umferð vaxi jafnt og þétt út úr þéttbýlinu fyrir þessa helgi, þótt hún vaxi raunar líka fyrir allar aðrar helgar í sumar en þyki ekki frétt þá. 

Lágmark að vera með beinar útsendingar og uppistönd við straum fólks og bíla.  

Veðurútlitið fyrir verslunarmannahelgina er svo fyrirferðarmikið í fréttum, að maður verður að hafa sig allan við til að finna út hvernig veðrið verður eftir helgina ef það eru einmitt dagarnir sem skipta mann máli.

Síðan verður það svipuð stórfrétt í lok þessara frídaga þegar straumurinn byrjar í átt til borgarinnar.

Á sínum tíma hafði maður ekki svo lítið fyrir því að taka þátt í þessu á fullu, fylgjast með því úr lofti og af landi sem fréttamaður og standa sig sem allra best, svo að það líður um mann vellíðan að vita að þessar sömu fréttir standa enn fyrir sínu, þótt ekkert nýtt sé í þeim, enda sem betur fer fyrir fjölmiðlana ekki þörf á því af því að íslenska heitið gerir kröfu til þess.    


mbl.is Umferðin farin að aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn fór ég út á land,
og allt kom það í fréttum,
enda var það afar grand,
á einum tíma sléttum.

Þorsteinn Briem, 31.7.2014 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband