31.7.2014 | 23:04
Bráðum "kominn tími á" svæðið?
1480 urðu feiknarleg eldsumbrot á Landmannaafrétti og gaus á tuga kílómetra langri sprungu. Síðasta stórhrina af þessu tagi varð um 550 árum fyrr.
Komi svona stórhamfarir með um það bil hálfs árþúsunds millibili þarna gæti verið "kominn tími á" þetta stórbrotna eldvirka svæði.
Það er svo margt sem er mest og stærst á þessum slóðum. Þar er stærsta askja landsins og mesta líparítsvæði landins, þar er stærsta hrafntinnuhraun landsins og þar er mestu jarðvarmaorkuna að finna.
Sé allt svæðið að Fjallabaki tekið með í reikninginn hafa orðið þar tvö stærstu hraungos á sögulegum tíma á jörðinni, Eldgjárgosið um 930 og Skaftáreldarnir 1783, Eldgjárgosið öllu stærra.
Frá þessu magnaða svæði hafa runnið hraun allt í sjó fram í Flóanum og niður í Meðalland.
Fjölbreytni eldstöðva og sköpunarverka eldvirkninnar er slík, að sjálfur Yellowstone þjóðgarðurinn bliknar í samanburðinum.
Hann er heilög jörð í augum Bandaríkjamanna og verður því aldrei snertur, en erfiðlega gengur að fá Íslendinga til að hugsa um svæðið að Fjallabaki öðru vísi en sem vettvang tuga virkjana.
Skjálftahrina í Torfajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Náttúran er þver og ósamvinnuþýð. Þrátt fyrir að við fylgjumst með eldfjöllum og merkjum á dagatalið hvenær þau eigi að gjósa þá taka þau ekkert mark a okkur. Mælum koltvísýring og reiknum örugga hlýnun en þá stöðvast hún. Það virðist fátt vera tryggt í þessum heimi annað en skattar, dauði og rigning á 17. júní.
Hábeinn (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 02:14
Ekki veit ég til þess að hlýnun hafi stöðvast eða það rigni meira 17. júní en aðra daga.
Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 02:24
Í Reykjavík var meðalhitinn sumrin (júní, júlí og ágúst) 2007-2012 0,7 stigum hærri en sumrin 2001-2006, þegar meðalhitinn var 11 stig.
Og að sjálfsögðu heldur Framsóknarflokkurinn að hitastigið sé hærra á sumrin á Akureyri en í Reykjavík.
Hins vegar ætti engum að koma á óvart að meðalhitinn hafi ekkert hækkað á sumrin á Akureyri.
Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 02:27
Sumrin (júní, júlí og ágúst) 2001-2012 var meðalhitinn hærri í Reykjavík en á Akureyri, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.
Í Reykjavík var hitinn þá að meðaltali um 11,3 stig en 10,6 á Akureyri.
Hitinn var því að meðaltali um 0,7 stigum hærri í Reykjavík en á Akureyri þessi tólf sumur.
Á þessum árum var meðalhitinn í Reykjavík í júní 10,3 stig, í júlí 12,0 og í ágúst 11,5 stig.
En meðalhitinn á Akureyri í júní var 9,6 stig, í júlí 11,4 og í ágúst 10,9 stig.
Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 02:28
Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 02:28
Þar að auki er áreiðanlegt að dag hvern styttist í næsta eldgos hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 1.8.2014 kl. 02:37
það er komin tími á fjölmörg svæði svo þessi öld gétur orðið ansi fjörug
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.