Hugsanleg síðdegisskúr = Morgunskýfall.

"Er ekki bíllinn opinn hjá þér?" spurði Helga mig á sjöunda tímanum í morgun. 

"Jú, og hvað með það? spurði ég á móti og sneri mér á hina hliðina, svekktur yfir því að vera vakinn úr fastasvefni upp úr þurru. 

"Það rignir" svaraði hún.

"Getur ekki verið", umlaði ég í svefnrofunum. "Ég var að gá út fyrir korteri og það er þurrt og spáð þurru næstu daga".

"Hlustaðu" sagði hún.

Ég hlustaði. Hvert þó í þreifandi!  Það buldi regn á rúðunum! Billinn galopinn! Að sjálsögðu. Spáin hafði verið "fínasta veður um helgina." 

Ég hentist í buxur og yfirhöfn utan yfir náttfötin á mettímaog þau út í skýfallið fyrir utan. Rigningin dansaði á malbikinu svo að stórir droparnir hentust upp í loftið eins og bílaplanið væri sjóðandi hverasvæði.  

Sjá myndir á facebook síðu minni.  

Ég varð gegnvotur við að setja seglið yfir bílinn og vatt margar tuskur af vatni af sætunum í bílnum til að reyna að þurrka þau. 

Veðurfræðingar eiga bágt þegar loftið er svalt um hásumar eins og nú.

Líka þeir sem treysta á þurrviðri og halda að það rigni bara 17. júní.  

En móðureyra konunnar bregst aldrei þótt börnin séu farin að heiman fyrir 30 árum, ekki einu sinni í fastasvefni.  


mbl.is Fínasta veður um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vond er Ómars veðurfregn,
á Veðurstofu logið,
alveg nýtt og mér um megn,
mjög allt það útsmogið.

Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 08:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar erum ekki Skandinavar, enda þótt Ísland sé eitt af Norðurlöndunum.

Og landnámsmennirnir hér á Íslandi komu frá Skandinavíu, Skotlandi og Írlandi.

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband