2.8.2014 | 20:56
"Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn".
"Öllum skal tryggður til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna."
Þannig hljóðar 8. grein frumvarps stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár Íslands.
Þetta eru fá orð og skýr í greininni um mannlega reisn, sem kemur á eftir fyrstu tveimur greinum kaflans um mannréttindi og náttúru, en þær kveða á um jafnræði og rétt til lífs.
Merkilegt má telja hve seint gengur að innleiða jafn sjálfsögð atriði nútíma mannréttinda og felast í þessum kafla.
Þrátt fyrir eindreginn stuðning kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í október 2011 eru lappirnar dregnar í þessu margfalda hagsmunamáli fyrir þjóðfélag sem vill kenna sig við frelsi, lýðræði og mannréttindi.
Tregðan leiðir til þess að einstaklingar og hópar komast upp með að niðurlægja þá, sem þeim er af einhverjum ástæðum í nöp við, bara fyrir það eitt að vera á einhvern hátt ekki alveg eins og aðrir, hluti af "margbreytileika mannlífsins"
Dæmin sem nefnd eru í tengdri frétt varðandi niðurlægjandi steggjun eða gæsun í Gleðigöngunni myndu vera skýlaust brot á stjórnarskrárvörnum réttindum ef nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi.
Þannig er um ótal fleiri réttinda- og réttlætismál í frumvarpinu, mál, sem einhvern veginn gengur svo illa að veita brautargengi.
Ekki steggja í gleðigöngunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig hefðu þessi dæmi sem frétin nefnir verið skýlaust brot á þessari frumvarpsgrein? Á hvaða aðila hefðu réttindi verið brotin?
Erlingur Alfreð Jónsson, 2.8.2014 kl. 21:15
Og hvað er "að lifa með reisn"? Á ríkið að skaffa öllum einbýlishús og Benz? En snekkju? Frumvarp stjórnlagaráðs var fullt af svona hátíðlegum, en merkingarlausum, klausum. Við værum öll akandi um á lúxusbílum og fólk með barnagirnd starfandi á leikskólum ef frumvarp stjórnlagaráðs hefði náð fram að ganga. Þar var útlit og hátíðlegt orðalag látið hafa forgang framyfir skýrt orðalag og nothæfan texta. Öll dýrin í skóginum geta aldrei orðið vinir.
Hábeinn (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 21:23
"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 22:26
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 22:28
"Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna."
http://blog.pressan.is/gislit/2011/08/08/mannleg-reisn-8-gr/
Hér er link í grein eftir Gísla Tryggvason, þar sem hann fjallar um "Mannlega reisn" og einnig "Virða skal fjölbreytni mannlífsins."
Hábeinn (21:23) er líklega einn af þeim sem skilur aðeins einfalda texta, Mikki Mús texta.
Kallast ólæsi, sem er að verða vandamál á skerinu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 22:28
"Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 67,5%.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já sögðu 82,9%.
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já sögðu 57,1%.
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já sögðu 78,4%.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já sögðu 66,5%.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já sögðu 73,3%."
Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 23:12
Fylgi flokka á landsvísu - skoðanakönnun Gallup 1.8.2014 (í gær):
Samfylking 18%,
Björt framtíð 15%,
Vinstri grænir 13%,
Píratar 8%.
Samtals 54% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 41% og þar af Framsóknarflokkur 13%.
Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 23:14
Það er í lagi að vera ljóðrænn og að gefa lesendum valdið til túlkunar og að leita hátíðleika og hughrifa ef maður er að skrifa skáldsögu eða ljóð. Stjórnarskrár eiga ekki að vera þannig. Stjórnarskrár eiga að vera ótvíræðir en ekki opnir fyrir túlkun í allar áttir. Það er ekki ólæsi að gera sér grein fyrir því að blóð hitastig er mælanlegt en eldheit ást ekki. En það er heimska að halda að óskilgreinanleg hugtök hafi aðeins eina merkingu, manns eigin. Það er heimska að halda að mannleg reisn sé mælanlegt gildi. Haukur má leggja frá sér tommustokkinn.
Hábeinn (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 23:31
Geta Sólheimar ekki lokað fyrir internet aðgang þessa óða copy paste sjúklings?
Hábeinn (IP-tala skráð) 2.8.2014 kl. 23:34
Dæmi um túlkun í núgildandi stjórnarskrá:
"76. gr. Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 23:39
Geta menn ekki lokað hér fyrir aðgang vesalinga sem ráðast hér á annað fólk með alls kyns svívirðingum undir dulnefnum?!
Þorsteinn Briem, 2.8.2014 kl. 23:43
Við vitum öll að Ómar er ekki að tala um neitt lúxuslíf þegar vísað er til þess að lifa með reisn, og þar með óþarfi og ókurteisi að halda slíku fram í athugasemdum. Mig leikur bara forvitni á að vita hvað hann á við með að um skýlaus brot á réttindum væri að ræða út frá þeim dæmum sem eru í fréttinni. Er það brot á mannréttindum að koma stegg eða gæs fyrir í Gleðigöngunni? Og á hverjum er þá brotið, steggnum, gæsinni eða einhverjum öðrum þegnum?
Erlingur Alfreð Jónsson, 2.8.2014 kl. 23:43
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 00:18
Enginn er skyldugur til að láta niðurlægja sig í steggjun eða gæsun eða taka þar þátt í að niðurlægja aðra með því að gera þar opinberlega lítið úr kynhneigð annarra manna.
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 00:49
""Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.
Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hefur slíkt í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvisku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.
Mannréttindi á að vernda með lögum. Að öðrum kosti hljóta menn að grípa til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn kúgun og ofbeldi."
Þannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var hinn 10. desember 1948.
Með henni var lagður grundvöllur að uppbyggingu hins alþjóðlega mannréttindakerfis og hún hefur með árunum orðið viðurkennt leiðarljós þeirra sem vinna að eflingu og virðingu mannréttinda og þeirra sem mannréttindi eru brotin á um heim allan."
Mannréttindahugtakið - Mannréttindaskrifstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 00:52
21.8.2013:
"Pride can be a powerful thing. It's a terribly strong emotion.
You can be proud about any number of things in your life - from your nationality to your ethnicity, your gender to your sexuality.
You can even be proud about things that you get to decide and control: such as your religion or an adopted home."
Why (Gay) Pride Matters
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 01:18
Hvað kusu margir, Steini Brím, um stjórnarskrána, nýju?
Halldór Egill Guðnason, 3.8.2014 kl. 03:31
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 04:20
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Já sögðu sjálfstæðismennirnir: Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.
Einnig þeir sem nú eru framsóknarmenn: Ásmundur Einar Daðason, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Hauksdóttir.
Samtals 20 þingmenn, eða 42% þeirra sem sögðu já.
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 04:22
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.
Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:
"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 04:41
Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.
"75. gr. ... Nú samþykkir Alþingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna á landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg."
"Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambandsslitunum við Danmörku ..."
Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands með síðari breytingum
Og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á stjórnarskránni frá árinu 1944 án þess að þær hafi verið bornar sérstaklega undir þjóðaratkvæði.
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 05:44
Meirihluti kjósenda í gildri þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykkti að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Fylgi flokka á landsvísu - skoðanakönnun Gallup 1.8.2014 (í fyrradag):
Samfylking 18%,
Björt framtíð 15%,
Vinstri grænir 13%,
Píratar 8%.
Samtals 54% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 41% og þar af Framsóknarflokkur 13%.
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 06:23
Með því að leggja undir sig hluta Gleðigöngunnar í því skyni að niðurlægja þá, sem í göngunni eru á þann hátt að heilu brúðkaupsveislurnar geti spottað steggina eða gæsirnar sem hafi látið niðurlægja sig með því að vera mynduð í því samhengi er verið að lítillækka og niðurlægja þá sem hafa verið svo "ólánsamii" eða "óheppnir" að vera öðruvísi af Guði gerð en við hin.
Þegar svona innrásir steggja og gæsa eru orðnar að föstu atriði í göngunni og allir áhorfendur að henni eru virkjaðir til að horfa upp á þennan hluta niðurlægingarinnar er einfaldlega framið stjórnarskrárbrot með slíku.
Það er lýsandi yfir hugsunarhátt launsátursmannsins Hábeins að hann getur ekki ímyndað sér öðruvísi mannlega reisn en að eiga lúxusbíl og lúxusvillu.
Hann vílar ekki fyrir sér að draga vistfólk á Sólheimum á niðurlægjandi hátt inn í umræðuna þegar hann þykir hann þurfa á því að halda að lítillækka einn af gestunum á bloggsíðu minni sem allra mest með því að samsama hann þeim "sora" mannlífsins sem honum finnst greinlega vera á Sólheimum.
Geta má nærri hve mikið hann fyrirlítur Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar.
Það er út af fyrir sig upplýsandi að fá svona viðhorf fram skriflega hér á síðunni, viðhorf mannfyrirlitningar og hroka.
Ómar Ragnarsson, 3.8.2014 kl. 06:27
Lýðræðisvitundin er ekki merkileg hjá mörgum sjalladúddum.
Nú skulu atkvæði sótt til þeirra sem nenna ekki á kjörstað eða hafa engan áhuga.
Ummæli (03:31)
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 09:06
Saklaust gaman er greinlega ekki einfalt mál
þegar taka þarf tillit til tilfininga allra jarðarbúa
rísa reis risum risið
reisnin verður að vera í manneskjunni sjálfri
ekkki stjórnarskrá
Grímur (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 10:19
Þá er það komið á hreint. Það væri stjórnarskrárbrot, að mati Ómars, að gera grín að öllu fólki ef frumvarpsgrein stjórnlagaráðs væri í stjórnarskrá. Í sömu grein segir að virða eigi fjölbreytileika mannlífsins í hvívetna! Eru gæsa- og steggjapartý ekki hluti af því?
Nú ætla ég ekki að verja það að gæsa- og steggjapartý troði sér í Gleðigönguna, þ.e. ef tilgangurinn er annar en að sýna samstöðu með "hinsegin fólki", og tek alveg undir að slíkt mætti láta vera. En að segja það hefði verið stjórnarskrárbrot að gera grín að fólki, finnst mér fulllangt gengið. Er það ekki svolítið einstaklingsbundið mat?
Með því er alveg jafnt verið að segja að grínarar og skemmtikraftar landsins, eins og t.d. Ómar Ragnarsson, hefðu og væru að fremja stjórnarskrárbrot í hvert sinn sem gert er grín að athöfnum þjóðþekktra einstaklinga eða herma eftir talanda og orðanotkun, í bundnu sem óbundnu máli. Kallagreyin Bogi og Örvar á Arnarhóli væru stjórnarskrárbrot, líka Ófeigur fréttamaður, o.fl., o.fl. En það er líka bara mitt mat. Eða er það með ekki ráðist á reisn þeirra sem áhorfendur tengja hver og einn við þessar persónur?
Hvað með gæsa- og steggja partý "hinsegin fólks"? Væru þau velkomin í Gleðigönguna?
Stjórnarskrá er heiti yfir allar þær reglur sem ráða stjórnskipun ríkis. Það nefnist stjórnarskrárbrot ef hún er brotin eða lög sett sem stangast á við hana. Mér finnst langt gengið í túlkun þessarar greinar að tengja hana einstaka galsafengnum athöfnum tengdum t.d. gæsa- og steggjapartýum.
Erlingur Alfreð Jónsson, 3.8.2014 kl. 12:16
Réttindi hópa verður aldrei tryggður með því að skerða réttindi einstaklinga, því að réttindi hópa verður aldrei meiri en réttindi einstaklinganna innan hópsins. Ómar og hinir sauðirnir sem sömdu þetta gagnlausa stjórnarskrárfrumvarp föttuðu aldrei þessa einföldu staðreynd og því var frumvarpið drasl þar sem sjálfskipaðir fulltrúar hópa drulluðu yfir réttindi einstaklingsins sem þó er í raun eina hlutverk stjórnarskrárinnar að vernda.
Þannig er það og á að vera stjórnarskrárvarinn réttur allra að mæta í hvaða göngu sem er á sinni forsendu án þess að eiga það á hættu að vera látinn sæta refsingu fyrir, en þetta er ofar skilningi Ómar og hinna sem eru uppteknir af því að verja réttindi hópa og gefa skít í réttindi einstaklinga.
Bjarni (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 12:48
Það var margt gott í tillögum stjórnlagaráðs, sem full þörf er að bæta í núverandi stjórnarskrá.
Það er hins vegar "hinsegin fólk" sem hefur skapað þessa karnivalstemmingu um göngu sem á að vera samstöðuganga vegna réttindabaráttu. Með því að gera svo rýrist gildi hennar og frekar er litið á hana sem skemmtun eða "show", en ekki alvöru baráttugöngu minnihlutahóps fyrir réttindum. Þess vegna mæta gæsa- og steggjahópar í gönguna, með uppáklæddan gæs eða stegg, en myndu ekki gera með sama hætti á 1.maí eða 17.júní, eða í mótmælagöngu svipaða þeirri sem Ómar sjálfur stóð fyrir hér um árið niður Laugaveginn.
Erlingur Alfreð Jónsson, 3.8.2014 kl. 13:36
"Ríki - Mannlegt samfélag er hefur varanleg yfirráð yfir tilteknu landsvæði, býr við lögbundið skipulag og lýtur stjórn er sækir vald sitt til samfélagsins sjálfs en eigi til annarra ríkja, enda fari sú stjórn með æðsta vald í landinu, óháð valdhöfum annarra ríkja að öðru leyti en því er leiðir af reglum þjóðaréttar."
"Stjórnarskrá - Lög sem geyma helstu reglur um stjórnskipun ríkis og helstu grundvallarmannréttindi.
Stjórnarskrá er æðri öðrum réttarheimildum."
"Grundvallarmannréttindi - Mannréttindi sem vernduð eru af mannréttindasáttmálum og yfirlýsingum."
(Lögfræðiorðabók með skýringum - Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 17:50
"Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum."
"Mannréttindi á að verja með lögum."
"Þannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var 10. desember 1948 [til að mynda af íslenska ríkinu]."
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 18:14
"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."
Stjórnarskrá Íslands
"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 18:21
"73. gr. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 18:44
Alhæfingarnar velta hér fram, svo sem þær að allt gaman og grín hljóti að vera stjórnarskrárbrot ef mannréttindakaflinn reisir skorður við því að niðurlægja eða smána fólk fyrir það eitt að vera ekki af staðaltýpunni.
Ómar Ragnarsson, 3.8.2014 kl. 22:57
Nokkrir sósíalistar hönnuðu atkvæðagreiðslu, sem þeir kölluðu "þjóðaratkvæðagreiðslu" um sín helstu hugðarefni. Þjóðinni fannst lítið til, og mætti ekki. Þess utan var "þjóðaratkvæðagreiðsla" sósíalistanna dæmd ólögleg.
Þrem árum seinna, eftir að þjóðin hafnaði þessum sósíalistum í hinni einu sönnu þjóðaratkvæðagreiðslu, alþingiskosningum, eru sumir sósíalistanna enn að væla.
Það er nú mikil lukka að sósíalistum skuli ekki hafa tekist að koma málum þannig fyrir, að fólk sem mætir í skrípabúning í skrípabúningagöngu, verði stungið í steininn af því að öðrum í skrípabúningi mislíkar.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 23:16
Ég var fyrst og fremst að tjá mitt mat eins og ég tók fram Ómar.
Gæsa og steggjapartý snúast fyrst og fremst um þann einstakling sem er tilefni athafnarinnar, en eru ekki skipulagðar árásir á minnihlutahópa eða til þess ætlaðar að smána þá heild. Það er ósmekklegt að fullyrða um að svo sé og ekki síður alhæfing um framkvæmd gæsa- og steggjapartýja ef einhverjar alhæfingar fólust í mínum athugasemdum.
Erlingur Alfreð Jónsson, 3.8.2014 kl. 23:43
Gleðigöngurnar snúast um mannréttindi samkynhneigðra og lögbrot að hæðast opinberlega að samkynhneigð.
Og fólk ákveður sjálft hvort það tekur þátt í steggjunum og gæsunum gagnkynhneigðra, sem hafa ekkert með mannréttindi að gera.
Fólk ákveður hins vegar ekki sjálft hvort það er samkynhneigt.
Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 01:17
Þá vitum við það, það má hæðast að öllum en ekki sumum. Það má gera grín að öllum en ekki sumum, það er hlutgerk stjórnarskrárinnar að refsa sumum fyrir að gera grín að sumum en það er líka hlutverk stjórnarskárarinnar að tryggja rétt sumra til að hæðast að sumum.
Mikið er ég feginn að Ómar samdi ekki núgildandi stjórnarskrá.
Bjarni (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 02:44
Ég var hér að ræða um núgildandi lög og stjórnarskrá.
Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.