Misskilningur hjá jöklinum?

Þrátt fyrir flóð upplýsinga frá kuldatrúarmönnum um að loftslag hafi ekki hlýnað neitt í 14 ár, sé ekki að hlýna og allra síst af mannavöldum styttast jöklar landsins jafnt og þétt, enda kunna þeir ekki að lesa skrifin um kuldann.

Nú er kvartað yfir því að engar aðvörunarmerkingar séu við sporð Sólheimajökuls, sem hefur hörfað og lækkað stórlega, og þess vegna eru jökulstykki farin að falla í lónið.

En ef loftslag er frekar að kólna en hlýna eins og fullyrt er í ítarlegum skrifum um það, er engin ástæða til þess vera að gera ráð fyrir neinum breytingum á jöklinum, sem stafað gætu af hlýnun, heldur treysta því að jökullinn og jöklarnir hætti að haga sér svona heimskulega.

Verst er að ekki skuli vera hægt að kenna jöklunum að lesa svo að þeir taki mark á þeim, sem best vita um loftslagsmálin. 


mbl.is Óvissustig við Sólheimajökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góður .

Halldór Egill Guðnason, 4.8.2014 kl. 16:45

2 identicon

Undarlegt það fólk sem heldur að jöklar bráðni aðeins meðan hlýnun á sér stað og furðar sig á því að bráðnun heldur áfram þó hlýnunin stöðvist. Þetta geta varla verið miklar mannvitsbrekkur sem mark er takandi á, enda meira fyrir það að prédika, uppnefna þá sem ekki kokgleypa ritninguna og gera fólki upp skoðanir en að koma með haldbær rök.

Frammari T (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 16:54

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir
um það bil 30 ár, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar á ári, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að
það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er," segir Helgi Björnsson jöklafræðingur."

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 17:48

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík var meðalhitinn sumrin (júní, júlí og ágúst) 2007-2012 0,7 stigum hærri en sumrin 2001-2006, þegar meðalhitinn var 11 stig.

Og að sjálfsögðu heldur Framsóknarflokkurinn að hitastigið sé hærra á sumrin á Akureyri en í Reykjavík.

Hins vegar ætti engum að koma á óvart að meðalhitinn hafi ekkert hækkað á sumrin á Akureyri.

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 17:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumrin (júní, júlí og ágúst) 2001-2012 var meðalhitinn hærri í Reykjavík en á Akureyri, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Í Reykjavík
var hitinn þá að meðaltali um 11,3 stig en 10,6 á Akureyri.

Hitinn var því að meðaltali um 0,7 stigum hærri í Reykjavík en á Akureyri þessi tólf sumur.

Á þessum árum var meðalhitinn í Reykjavík í júní 10,3 stig, í júlí 12,0 og í ágúst 11,5 stig.

En meðalhitinn á Akureyri í júní var 9,6 stig, í júlí 11,4 og í ágúst 10,9 stig.

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 17:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

línurit

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 17:53

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eygló hún er ennþá heit,
í afar miklum trekki,
ekki Framsókn af því veit,
en ég hana þekki.

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 18:43

8 identicon

Enn og aftur bullar Ómar Ragnarsson, aka Steini Briem, á blogginu um loftslagsmál. Í stað þess að reyna að kynna sér staðreyndir þá tekur hann trúðinn á málið og veltir sér uppúr gálga(hrauns)húmornum.

Það vill svo til að fyrir liggur glæný jarðfræðiritgerð eftir Björn Áki Jóhannsson, "Jökulalda framan við Sólheimajökul" (http://skemman.is/en/stream/get/1946/18356/43727/1/B.Sc._Ritger%C3%B0_Bj%C3%B6rn_%C3%81ki.pdf), en lestur hennar gæti, vonandi, sefað heimsendaangist Ómars.

"Á nútíma hafa jöklar hopað og sótt fram til skiptis. Fyrir um 7000 árum hvarf ísaldarjökull af Íslandi og líklega voru aðeins smájöklar á hæstu fjöllum. Jöklar tóku ekki að myndast af ráði, vaxa og skríða niður fyrr en á síðari mýraskeiði (subatlantískri tíð) (Helgi Björnsson, 2009, bls 125). Frá upphafi byggðar á Íslandi til þrettándu aldar var loftslag hlýtt. Síðan hófst

síðara skeið mikils vaxtar jökla sem kallast Litla Ísöld og stóð frá fjórtánduöld til loka 19. aldar. Undir lok 10 aldar tóku jöklar að hopa, hægt í fyrstu en síðan mjög hratt eftir 1930.

Þó hægðist á hopun jökla eftir 1940 fram til 1985 þá hopuðu jöklar hraðar og allir jöklar á Íslandi hafa hopað eftir 1995. (Helgi Björnsson, 2009)".

Það er m.ö.o. ósköp venjulegt að jöklar hopi og sæki fram til skiptis - ekkert til að hafa áhyggjur af Ómar minn, bara hluti af gangverki náttúrunnar.

"Jökulsporður Sólheimajökuls hefur verið mældur árlega síðan 1930 af Jöklarannsóknafélagi Íslands. Gögn þeirra sýna 977 m hörfun milli 1930 og 1969. Eftir það gekk jökulinn fram 495 m frá 1970 til 1995. Síðan 1995 hefur jökullinn hopað meira en 750 m. (Schomacker

o.fl., 2012)"

Eigum við ekki að einfalda þetta fyrir Ómar?

977m - 495m + 750m = 1.232m. Þetta er nú allt og sumt eftir tvö hlýskeið og eitt kuldaskeið. Næsta kuldaskeið er handan við hornið og þá sækir Sólheimajökull aftur fram sem aldrei fyrr :)

En hvar er þá kuldinn?, spyr Ómar.

Hann er svo nálægt að það dugar bara að rifja upp laugardaginn 2. ágúst sl., samkv. heimildum Trausta Jónssonar:

"Hæsti hámarkshiti á landinu mældist ekki nema 16 stig - nördin vita að það er óvenjulegt á þessum hlýju og stöðvaþéttu árum. Sé málið athugað kemur í ljós að 2. ágúst hefur ekki átt svona lágan landshámarkshita allan tíma sjálfvirku stöðvanna (frá og með 1997)." (https://www.facebook.com/groups/hungurdiskar/)

Auðvitað skellir Ómar skollaeyrum við vísindalegri nálgun á málefni Sólheimajökuls. Það er svo miklu betra að lifa í dramanu og láta svo þjóðina um að bjarga persónulegum hamförum :)

J. Smith (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 20:00

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er mikið drama hjá jöklunum að minnka svona mikið.

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 20:06

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.

Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar.
"

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 20:17

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur enga þýðingu fyrir heiminn að þvarga við Sjálfstæðisflokkinn.

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 20:19

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vísindavefurinn:

"Vitað var að CO2 er mikilvirk gróðurhúsalofttegund og því þótti ástæða til að fylgjast með styrk þess í lofthjúpnum."

"Frá upphafi iðnbyltingar (um 1750) hefur hlýnað á jörðinni og á síðustu 100 árum er hlýnun við yfirborð rúmlega 0,7°C."

"Á norðurhveli færðist vorbráðnun fram um nærri tvær vikur á tímabilinu 1972 til 2000 og snjór nær nú mestri útbreiðslu í janúar í stað febrúar áður."

"Hörfun jökla frá 19. öld er víðtæk og nær jafnt til fjalljökla á norður- og suðurhveli, sem og í hitabeltinu."

"Hafís á norðurhveli hefur minnkað, sérstaklega sumarísinn í Norður-Íshafi, sem hefur minnkað um 7,4% á áratug."

"Mælingar sýna merkjanlega hlýnun sjávar á tímabilinu 1961 til 2003 og að varmainnihald efstu 700 metra heimshafanna hefur aukist frá miðjum 6. áratug síðustu aldar."

"Aukning á styrk CO2 í lofthjúpnum leiðir til aukinnar upptöku hafsins, sem sýrir hafið og það hefur súrnað um 0,1 pH stig að meðaltali frá upphafi iðnbyltingar."

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 20:24

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.4.2009:

"Koldíoxíð dreifist jafnt um allan lofthjúpinn, sama hvar upptökin eru.

Borkjarnar úr Grænlandsjökli eru með loftbólur sem segja sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm."

"Gróðurhúsalofttegundirnar díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu, vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 20:31

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.11.2012:

"Út er komin á vegum norræns rannsóknarverkefnis (SVALI, Stability and variations of Arctic Land Ice) skýrsla um breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf og mælingar sem stundaðar eru á jöklunum til þess að fylgjast með þessum breytingum.

Samkvæmt skýrslunni
hafa jöklar við Norður-Atlantshaf hopað og þynnst hratt síðustu árin, eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni."

"Við Norður-Atlantshaf og á Norðurskautssvæðinu er umtalsverður hluti jökla á jörðinni og frá þeim falla mörg vatnsföll til Norður-Atlantshafsins og Norðuríshafsins."

Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 20:47

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hilmar búinn að skipta um nafn.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.8.2014 kl. 21:24

16 identicon

Reyndar ekki Emil, en ég er að minna Ómar svona í leiðinni á öll lögin sem hann hefur tekið ófrjálsri hendi í gegnum tíðina. J. Smith var höfundur lagsins "Sumar og sól" sem Ómar hefur verið skrifaður fyrir allar götur frá 1965 án þess að andmæla (49 ár!)

Reyndar er það Ómar sem virðist sífellt vera að skipta um nöfn, smbr. "Steina Briem" og fleiri trúðanöfn. Það er líka í anda heittrúarsinna að fara frjálslega með staðreyndir - þú kannast við það Emil ;)

J. Smith (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 22:29

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rétt. Náttúrulega furðuleg framkoma hjá jöklinum.

Að öðru leiti spyr maður sig hvernig á að koma þessum skilaboðum sem koma fram í fréttinni til erlendra ferðamanna. Það hlýtur að vera þá vörður eða verðir þarna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.8.2014 kl. 23:04

19 Smámynd: Hörður Þórðarson

Skyldi J Smith fá greiðslu fyrir þetta bull eða er hann kannski bara að þessu til að stríða fólki?

Hörður Þórðarson, 5.8.2014 kl. 04:04

20 identicon

smá innlegg inní þessa umræðu. 

http://www.foxnews.com/world/2014/08/05/snow-missing-from-new-zealand-ski-slopes-at-time-when-scientists-say-glaciers/

albert (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 15:58

21 Smámynd: Már Elíson

"J.Smith" er alveg á pari í ruglheimum eins og "Steini Briem"...Kannski heldur verri afþví að "Steini Briem" á það til (3svar) að búa til stökur sem halda vatni.

"J.Smith" er á mörkum þess að geta verið laus öllu lengur. Þessa (svona) menn væri búið að loka inni fyrir löngu.

"Steini Briem" sækir þó efnið sitt (semur ekkert)en "J.Smith" semur allt (sækir ekkert).

Vonandi fer rútan að fara aftur með þessa menn "á viðeigandi stofnun" eins og sagt er á fínu stofnanamáli, og rouderinn tekinn úr sambandi....

Már Elíson, 5.8.2014 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband