5.8.2014 | 19:46
Hefur farið nærri spánni.
Fljótleg eftir upphaf blóðbaðsins á Gaza spáði ég því að í þetta sinn yrði ekki hætt fyrr en hátt í tvö þúsund Palestínumenn hefðu verið drepnir, eða að minnsta kosti mun fleiri en síðast, þegar þetta dundi yfir.
Ástæðan er einföld. Með hverri svona hrinu vex hatrið á milli stríðsaðila. Fyrir Ísraelsmenn virðist vera lágmark að drepa nokkra tugi Palestínumanna fyrir hvern drepinn Ísraelsmann.
Allir íbúar Gaza virðast vera skilgreindir sem óvinahermenn, börn, gamalmenni, fjölskyldur. Hundruð drepinna barna er skerandi staðreynd. En kannski eru þau skotmark af því að þar muni annars vaxa upp hatursfullir Hamasmenn sem þekkja ekkert nema blóð og limlestingar.
Allir staðir á Gaza virðast líka skilgreindir sem hernaðarmannvirki, barnaleikvellir, sjúkrahús, húsakynni Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparaðila.
Röksemdin er væntanlega sú að hver eldflaug, sem Hamas liðar skjóti upp geti drepið hvern sem er Ísraelsmegin og lent á hverju sem er.
En munurinn á eyðileggingarmættinum er óendanlega mikill, því að aðeins hefur einn fallið þeim megin fyrir eldflaugunum en nær allir fallnir Ísraelsmenn hafa verið hermenn úr hópi þeirra sem sendir voru inn á Gaza.
Það þarf töluvert til þess að Bandaríkjamenn fordæmi aðfarir Ísraelsmanna en nú virðist þeim nóg boðið.
En þetta eru bara orð en ekki gerðir. Magnleysi umheimsins virðist algert. Staðan er nefnilega flókin eins og og sést á þögn og aðgerðarleysi valdamanna í Arabaríkjunum umhverfis.
Þeir líta á Hamas sem hluta af ofsatrúarmönnunum, sem hafa farið geyst í Líbíu, Sýrlandi og Írak.
En hið grátlega er að vaxandi harka eykur mátt þessara samtaka vegna hatursins og heiftarinnar sem vaxa með hverri hrinu.
Í næstu hrinu virðist vera hægt að spá því að ekki verði hætt fyrr en 3000 liggja í valnum.
Eyðileggingin kemur í ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætlun Ísraela er að ganga svo hraustlega frá Hamas að þeim takist ekki að byggja upp Gaza eftir átökin og þá missir fólk trúna á þeim og þeir eru búnir að vera.
Ekkert arabaland styður Hamas lengur , enda falla þeir undir sama hatt og ISIS.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 21:03
Grátbroslegt er að sjá suma íslendinga verða "kaþólskari en páfann" þ.e. meiri zionista en margur góður gyðingurinn. Hinir skynsamari meðal gyðinga (innan og utan Ísrael) eru farnir að sjá brestina í zionismanum og gagnrýna ofbeldið og aðskilnaðarstefnuna sem Ísrael ástundar gagnvart Palestínu en á sama tíma taka sambandslausir Íslendingar upp ómeltan áróður verstu öfgamannanna í Ísrael.
Sennilega er sniðganga Ísraelskrar framleiðslu, það sem best mun duga til að knýja Ísrael til mannúðlegri stefnu varðandi Palestínuaraba. Gerfifriðarviðræður undir leiðsögn Bandaríkjanna þar sem stöðugt er dregin taumur Ísraela gagnvart Palestum, gerir illt eitt!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 21:10
Einmitt gott dæmi er þetta bull í Valdimari hér að ofan. "Að ganga svo hraustlega frá Hamas...." Það er nú meiri hraustleikinn þetta að sprengja börn og gamalmenni í tætlur, svo er venjulega bætt við, "já en sökin er Hamas, þeir skjóta eldflaugum sínum í skjóli þessa fólks..." Eins og að allir þeir staðir sem hafa verið sprengdir hafi verið notaðir til eldflaugaskota!
Markmið Ísraels eru þjóðernishreinsanir af vestu sort og í því skini eru engir ánægðari með að hafa öfgamennina í Hamas til að berjast við en öfgamennirnir í Ísrael.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 21:17
Sam Harris: Why don't I critisize Israel
http://www.samharris.org/blog/item/why-dont-i-criticize-israel
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 21:29
Edit: criticize
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 21:30
Alveg ótrúlegt að israel skuli gera sjálfu sér þetta. Framferði israelstjórnar er þess eðlis að enginn fæst til að styðja þá.
Það virðist vera að Bandaríkjamenn hafi sett Ísrael stólinn fyrir dyrnar eða skammað þá á einhvern hátt. Slegið á hönd þeirra eða þess háttar.
Skyndilegur viðsnúningur israelsstjórnar hlýtur að skýrast með því eingöngu. BNA menn slóu á hendur þeirra.
Sagt er í ísraelskum fjölmiðlum frá því að samtal þeirra Kerry og forsætisráðherra israels hafi ,,slitnað" í samtali á Sunnudag og bætt við að þeir hafi ekki ræðst við eftir að símtalið ,,slitnaði".
Á meðan fagnar Hamas sigri. Ísrael er að styrkja Hamas með þessu, að því er virðist.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 21:51
"The military victory by the resistance, and the legendary strength of our people will lead us to a lifting of the blockage on the Gaza Strip," said the former prime minister of Hamas in the Strip in a formal statement released on the terror organization's media outlets.
The Hamas chief said that Palestinian unity helped reach the agreement in Egypt. "A unified people stood behind our delegation in Cairo. We complied with all the diplomatic procedures and contacted our brothers in Qatar and Turkey and, now, in Egypt in order to end the aggression."
Haniyeh stressed that "what the enemy could not achieve on the physical battlefield it will not achieve in the diplomatic battlefield." (Ynetnews)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2014 kl. 21:55
Spyrja má hvers vegna Hamas liðar hafa getað grafið neðanjarðargöng fyrir starfsemi sína, sem sögð eru fl. tugi km að lengd og fullkomin í alla staði, en ekki gert eitt einasta loftvarnabyrgi fyrir almenning.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 00:06
Góð aths. frá Herði Þormar.
En Ómar virðist skrifa hér í sama anda og tíðkaðist á Fréttastofu Rúv á hans árum þar -- eins og árásir Ísraela og Hamasmanna gangi út á að "hefna sín". En það er meðvituð strategía, hvernig þeir haga sér, líka Ísraelsmenn, og nú segjast þeir t.d. hafa upprætt öll göng milli Gaza og Ísraels.
Ljótt, ef satt væri, að Ísraelar reyni að drepa börn og þau sem flest. En Ómar gæti a.m.k. hugleitt þetta plagg -- sem vissulega er miðlað af Ísraelsher (og Facebókarvinur minn SÓ miðlaði til mín) -- og velt því fyrir sér, hvort verið geti meiri sannleikur í því, sem þar er sagt: http://www.idfblog.com/blog/2014/08/04/captured-hamas-combat-manual-explains-benefits-human-shields/#.U-FWTutCPz8.facebook
Sjálfur er ég óviss í því máli, en treysti vitaskuld ekki Hamassamtökunum.
Jón Valur Jensson, 6.8.2014 kl. 00:18
Eini árangur Ísraela af þessum morðum á óbreyttum borgurum verður meira hatur og öflugri Hamassamtök.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.8.2014 kl. 06:40
Jón valur, þú ættir að hafa meira vit en svo að trúa því að HAMAS séu gripnir með handbók í vasanum, eins og þú bendir á. Þetta er svona álíka aumingjalegt, eins og þegar Bandaríkjamenn, tóku Al-Qaida meðlimi, með bók fulla af nöfnum á meðlimum hópsins.
Það er nánast "vangefið" að trúa svona þvælu. Segjum sem svo, að þetta sé rétt ... heldur þú virkilega eða einhver búi til handbók um málið? Myndir þú sjálfur búa til handbók, og hafa hana í vasanum?
Þetta kallast psy-ops, á hernaðarmáli. Og er hernaðar taktík. Þú horfir á sjónvarpið, og fyllist andúð á þeim sem eru þar. Reynsla úr Vietnam, er hér notuð á hagkvæman máta.
Skoðaðu ISIS ... sem ber nafn á Egypskri gyðju, og stendur fyrir morðum á kristnum borgurum í mið austurlöndum. Al vopnaðir bandarískum hergögnum. Teknar frá Iraska hernum, segja þeir. Vandamálið er það, að þeir virðast hafa botnlaust magn af skotfærum. Skotfæri eru byrgðir, sem auðvelt er að tortýma en af einhverjum ástæðum,sýnir kaninn engan byr á sér með að tortíma birgðunum.
Svo ég leifi mér að vitna í Vikipedia hér.
False flag (or black flag) describes covert military or paramilitary operations designed to deceive in such a way that the operations appear as though they are being carried out by entities, groups or nations other than those who actually planned and executed them. Operations carried out during peace-time by civilian organizations, as well as covert government agencies, may by extension be called false flag operations if they seek to hide the real organization behind an operation. Geraint Hughes uses the term to refer to those acts carried out by "military or security force personnel, which are then blamed on terrorists."[1]
In its most modern usage, the term may also refer to those events which governments are cognizant of and able to stop but choose to allow to happen (or "stand down"), as a strategy to entangle or prepare the nation for war. Furthermore, the term "false flag terrorism" may even be used in those instances when violence is carried out by groups or organizations which, whether they know it or not, are being supported or controlled by the "victim" nation. deHaven-Smith argues that the terminology has become looser in recent years due to the increasingly complex levels of "duplicity" and "international intrigue" between states.[2] Some argue that false flags are methods used by deep states as a form of deep politics.[3]
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 12:00
,,Hundruð háskólamanna á Ítalíu hafa undirritað áskorun til þjóða heims um að Ísrael verði dregið fyrir alþjóða stríðsglæpadómstól og ákært fyrir þjóðarmorð á Palestínumönnum.
Ísraelska dagblaðið Ha‘aretz segir að lagt sé til að stofnaður verði alþjóðlegur dómstóll þar sem Ísraelsríki verði ákært fyrir fjöldamorð á Palestínumönnum á Gaza og ákært fyrir hægfara þjóðarmorð á gjörvallri palestínsku þjóðinni."
http://www.ruv.is/frett/vilja-draga-israelsmenn-fyrir-rett
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2014 kl. 12:34
Ef Hamas getur ekki byggt upp trygt samfélag fyrir eina milljón og sjöhundruð þúsund Palestínumenn á Gaza-svæðinu og sem fjölga sér um 80.000 á ári,(1,7 milljón), þá missir fók trúna á þeim og yfirgefur þá sem leiðtoga. Ekkert arabískt land treystir Hamas lengur.
Hvað hefur Israelski herinn drepið marga Palestínumenn á Vesturbakkanum?
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 15:46
Hamas, hamas , hamas. þið verðið að horfast í augu við það að þið hafið myrt aðallega almenna borgara - og þurfið sennilega að svara fyrir þetta ostækisbull ykkar fyrir alþjóðlegum stríðsglæpadómsstóli. Þið getið farið að undirbúa vörnina þar.
Ótrúlegt að berjast fyrir því og tala fyrir því, að aðallega börn, konur og gamalmenni séu myrt. Þið verðið barasta að fara að læra að skammast ykkar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2014 kl. 16:08
Var nokkur að "tala fyrir því"?
Bullið sem vellur upp úr þessum Ómari Bjarka.
Jón Valur Jensson, 6.8.2014 kl. 18:36
Það sem verjendur israels eða israls-aðdáendur trúarlega séð, - feila alveg á að setja upp í sinnhuga er, að viðbrögð Gazabúa eða gjörðir eru alveg hreint skiljanlegar í ljósi aðstæðna til langs tíma litið. Við verðum að hafa í huga að svæði hefur verið undir umsátri þeirra ísraela áratugum saman. Gaza er í vissum skilningi risastórt fangelsi israela.
Þegar ofansagt er haft í huga - er og alveg kristaltært að ofsaframferði israelsstjórnar og hrottaframoma gagnvart nágrönnum sínum er algerlega ósamræmanleg vestrænum nútíma gildum og nútíma-sjónarmiðum siðferðilega.
a' er órettlætanlegt með öllu að ráðast að varnalausri þjóð með allar nýtískumorðgræjur og pynta og misþyrma á þennan hátt ásamt myrða almenning. Algjörlega ósættanlegt.
Þessvegna er svo skrítið að einhverjir tveir hér uppi í fásinni sjá ekkert athugavert við hrottaframferði israela. Þeir vilja bara gefa í! Berja og misþyrma meira ásamt myrða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2014 kl. 19:34
Edit; ,,Þá er óréttlætanlegt með öllu að ráðast að varnalausri þjóð með allar nýtískumorðgræjur og pynta og misþyrma á þennan hátt ásamt myrða almenning. Algjörlega ósættanlegt."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.8.2014 kl. 19:36
Simon Elliot, aka Al-Baghdadi, son of Jewish parents, Mossad agent
http://www.veteranstoday.com/2014/08/04/french-report-isil-leader-mossad/
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 21:48
Hverjir rufu þriggja daga vopnahléið, Ómar Bjarki?
Hverjir eiga yfirleitt upptökin?
Og hvers vegna er þetta ástand á Gaza, en EKKI á Vesturbakkanum?
Hafa aðgerðir HAMAS eitthvað með það að gera? Já, svo sannarlega!
Hamas ríkir á Gaza, en ekki á Vesturbakkanum.
-----> jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1424049/
Jón Valur Jensson, 10.8.2014 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.