Slysatjónið hlýtur að ráða úrslitum.

Mannleg mistök og skortur á aksturshæfni er aðalaástæða bílslysa og umferðaróhappa og kostar þjóðfélagið tugi milljarða króna árlega auk þjáninga og missis sem ekki verður metið til fjár. 

Engin tækni er svo fullkomin að ekki geti eitthvað farið úrskeiðis, og það jafnvel mikið.

Snjallbílar verða engin undantekning frá því og þess vegna hlýtir gengi þeirra að ráðast á endanum af því hvort slysatjón verði minna en undir stjórn ökumanna.

Þrátt fyrir tækni sem geti gert flugvélum kleift að lenda sjálfar er hún ekki notuð og óhófleg notkun sjálfstýringar hefur líka valdið stórslysum, til dæmis þegar margar bilanir verða samtímis og sjálfstýringin dettur út án þess að flugstjórarnir verði þess varir? 

Mörgum spurningum er ósvarað varðandi það hvað gerist þegar hálka er eða óveður að vetri og snjallbílar eru á ferð. Verður hægt að tengja tölvubúnað þeirra við það tölvukerfi bílsins, sem stjórnar skrik- og spólvörn? 

Í þessu efni hlýtur heildartjón af völdum hefðbundinna bílstjóra miðað við heildartjón af völdum snjallbíla að ráða úrslitum og niðurstaðan hugsanlega verða flókin blönduð lausn.  

 


mbl.is Næsta stökkið í samgöngum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjalla vond er sjálfstýring,
sauðum mörgum ekur,
á því bara ein skýring,
alltaf Hanna lekur.

Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 00:27

3 identicon

"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)

J. Smith (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 12:10

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skelfilegt að menn þurfi að fara af þjóðveginum til að sjá Skógafoss.

"Skógur þekur nú rúmlega 1% af Íslandi, að stórum hluta birkikjarr, en gróðursettir skógar þekja um 0,2% landsins:"

Í dag

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband