8.8.2014 | 22:15
Stefnir í óviðráðanlegt ástand ?
Manni líst ekkert á blikuna eftir ferð á hálendisslóðum í dag, annan daginn í röð. Utanvegaslóðirnar hrannast upp og það vantar ekki afsakanirnar, nú síðast í kvöld, samanber þetta samtal:
"Þið hafið brotið lög með því að aka út fyrir veginn."
"Nei."
"Jú, þið hljótið að vita að það er bannað."
"Já, en við ókum út á slóð sem hefur verið farin áður."
"Þetta er ekki merkt eða viðurkennd slóð, heldur för eftir lögbrjóta eins og ykkur."
"Hvernig áttum við að geta séð það?"
"Með því að sjá muninn á leiðinni, sem er augljóslega fjölfarin og merkt með stikum. Þessi slóð er alveg ný og eftir lögbrjóta."
En þetta var ekki það eina. Frá því í gær hafði verið farið út fyrir veginn í einu fallegasta hrauni landsins til þess að spóla upp sléttu af gulum vikri á milli hraunkletta.
Þetta voru ekki ein bílför heldur fjölmörg djúp og ljóst þannig að hin fallega gula slétta var eins hræðilega illa útleikin og hægt var í svörtum hjólförum í gulum vikrinum.
Á fjölmörgum stöðum á leið okkar mátti sjá ljót ummerki eftir akstur utan vega, þar sem leiðin lá um djúpa, stóra og langa polla, en landið virtist þurrara fyrir utan veginn.
Á tveimur af þessum ótal stöðum er nú búið að aka í ofaníburði þannig að hinir löngu pollar hafa verið fylltir upp.
Búið að setja upp stikur sem marka rétta leið og miða á þær með áletrunum, sem því miður var alls ekki hægt að lesa vegna þess að vindurinn feyktii þeim til og frá !
Um öll Bandaríkin, þetta mikla land frelsisins, sem svo margir Íslendingar telja að allt sé leyfilegt í, má víða sjá stór skilti þar sem ferðafólki er greint frá því að ef það kasti frá sér svo miklu sem sígarettustubbi eða karamellubréfi liggi 150 þúsund króna sekt við því.
Þetta er það eina sem dugar svo framarlega sem eitthvert eftirlit er með þessu.
Með þessu hafa hinir frelsiselskandi Bandaríkjamenn náð tökum á vandamálinu, enda endar frelsi hvers manns þar sem frelsi annnars byrjar.
Og það er réttur allra einstaklinga að náttúruverðmæti landsins séu ekki eyðilögð fyrir honum eða ánægja hans af umgengni við landið.
Ef sinnuleysið, stjórnleysið, aðgerðarleysið og nískan heldur hér áfram er þess kannski ekki langt að bíða, að slóðirnar utan merktra og viðurkenndra leiða verða orðnar svo margar að við ekkert verði lengur ráðið.
Þvi þá munu allir afsaka sig með því að segja: "Ég vissi ekki að það væri ólöglegt að aka þessa slóð, sem hér er þegar komin."
Þeir stoppa bara í drullunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var varað við þessu ástandi þegar ferðamannaflóðið átti að vera svo dásamlegt að "ykkar" mati. Þið þóttust hafa fundið upp hjólið og allt rask í náttúrunni átti að fæla ferðamenn frá.
Stendur ekki steinn yfir steini í röksemdum svokallaðra náttúruverndarsinna. Ég segi "svokallaðra" vegna þess að þeir sem skreyta sig með þeim stimpli eru oft fólk sem varla hefur komið austur fyrir Elliðaár.
Þú ert auðvitað ekki í þeim hópi, Ómar minn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2014 kl. 22:37
Sem sagt, eingöngu útlendingar ferðast hér um Ísland.
Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 22:55
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 234. sæti.
Röð landa eftir þéttleika byggðar
Hver erlendur ferðamaður dvelst hér á Íslandi í eina viku að meðaltali, þannig að hér voru árið 2012 að meðaltali um 12.500 erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.
Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust hér innanlands á ári hverju 2009-2012 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.
Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum á árunum 2009-2012.
Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 22:57
Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.
Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 22:59
30.7.2014:
"Í fyrsta skipti í sögu landsins skilar þjónustuútflutningur þjóðarbúinu meiri tekjum en vöruútflutningur og þar munar mestu um ferðaþjónustu.
Um 2,4 milljarða halli var á vöruskiptum við útlönd á fyrri helmingi þessa árs, 2014."
"Neikvæðan vöruskiptajöfnuð á fyrri hluta ársins má aðallega skýra með tvennu:
Lægra verðmæti sjávarafurða og lægra álverði en á sama tíma í fyrra.
Tiltölulega lágt verð er á okkar helstu útflutningsafurðum og þar vegur lækkandi álverð hvað þyngst," segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.
"Við höfum ekki náð að auka vöruútflutning eftir hrun, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi verið í sögulegu lágmarki.
En þjónustuútflutningur hefur aukist, einkum vegna ferðaþjónustu, og þaðan eru útflutningstekjurnar að koma.""
Þjónusta skilar nú meiru en vöruútflutningur
Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 23:00
"Hver er réttur og hverjar eru skyldur þeirra sem ferðast um Ísland?
Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði sem fjalla um almannarétt, umgengni og útivist. Þar segir að öllum sé heimilt að fara um landið og njóta náttúru þess svo fremi að gengið sé vel um og þess gætt að spilla engu.
Heimilt er að fara um óræktuð eignarlönd án sérstaks leyfis. Rétthöfum lands er heimilt að takmarka með merkingum ferðir manna um eignarlönd.
Lönd í eigu ríkisins, svo sem náttúruverndar- og skógræktarsvæði, eru öllum opin með fáum undantekningum.
Hægt er að takmarka umferð tímabundið, svo sem yfir varptíma eða vegna gróðurverndar."
Almannaréttur - Umhverfisstofnun
Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 23:03
Þjóðlendur - Óbyggðanefnd
Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 23:03
Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.
Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 23:06
"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.
Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.
Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."
Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga
Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 23:11
Nú er um þriðjungur liðinn af kjörtímabilinu og hvað hefur þessi ríkis"stjórn" Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins gert?!
Þorsteinn Briem, 8.8.2014 kl. 23:26
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðrar landvörslu er enginn.
Landverðir greiða tekjuskatt til ríkisins og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Og sektir renna í ríkissjóð.
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 00:50
Tókuð þið nokkuð eftir þessu lesendur góðir? Tíu (10) "athugasemdir" hjá heiladingli Ómars Ragnarssonar, Steina Briem!
Þessi leikur gengur út á að koma ÓR-unum í flokkinn "Heitar umræður" á mbl.is. Allt í plati hjá Ómari, eins og venjulega :)
"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)
J. Smith (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 13:57
skrolltakkinn fær að finna fyrir því þegar maður kíkir á athugasemdir hér
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.8.2014 kl. 15:05
Cry me a river.
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 16:42
Þessi gengur núna á veraldarvefnum:
Hvaða bifreiðartegund smellpassar við Ómar Ragnarsson?
Svar: Ford :)
fordómar, fordómar, fordómar. . .
"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 18:17
Alltaf sömu vesalingarnir sem skæla hér úr sér augun.
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 19:04
Rallýkappinn Ómar Ragnarsson vissi bara ekki að það væri ólöglegt að aka um hálendi Íslands, villugjarna slóða á Fjallabaksleið, í myrkri á öðru hundraðinu!
http://timarit.is/view_page_init.jsp?monthId=10&yearId=1977&pubId=260&lang=da
Alveg einstakur umhverfisriddari :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 19:53
Nenni ekki að lesa vesalinganna væl og skæl.
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 20:50
Hvað með vesalinginn sem reyndi að bjarga skuldum Íslandshreyfingarinnar með því að "yfirtaka" Samfylkinguna?
http://www.visir.is/islandshreyfingin-gengur-i-samfylkinguna/article/2009162707312
Nennirðu heldur ekki að hlusta á vælið og skælið í honum Ómar minn?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 21:04
Næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Fylgi flokka á landsvísu - skoðanakönnun Gallup 1.8.2014:
Samfylking 18%,
Björt framtíð 15%,
Vinstri grænir 13%,
Píratar 8%.
Samtals 54% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 41% og þar af Framsóknarflokkur 13%.
Punktur.
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 21:24
Biddu með punktinn Ómar minn. Er Björt framtíð ekki í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi og Hafnarfirði?
Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Björt framtíð 56%
Þetta samstarf er borðleggjandi eftir næstu Alþingiskosningar, en þú hefur aldrei skilið pólitík eins og 3% afrekið þitt sýnir og sannar :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 22:20
Hvers konar hatursmaður Ómars er þessi Hilmar Hafsteinsson? Ég hef sjaldan séð jafn ómerkilegt, ómálefnalegt og hatursfullt raus. Það eru líklega menn eins og hann sem koma óorði á internetið, spjallsíðurnar og athugasemdakerfið.
Baldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.