11.8.2014 | 18:30
Norðanáttin er hlý fyrir norðan.
Nú er gott veður í Reykjavík og það ætlar að leggja alla fjölmiðla á hliðina.
En það er líka veður í öðrum landshlutum og fyrst á annað borð er spjallað um veður má geta þess að hér fyrir austan og norðaustan þar sem ég er núna á ferð, muna menn ekki eftir því að ár eftir ár komi hlýjar norðanáttir og rakar, líkt um sunnanvinda sé að næta og næturnar séu hlýjar.
Hér um árið var venjan sú að það væri skítkalt á norðanverðu landinu ef hann blés á norðan en nú eru komin það mörg sumur með hinu gagnstæða, að þetta virðist ætla að verða svona áfram.
Þótt ekki falli hitamet í hrönnum er munurinn sá að það eru miklu jafnari hiti á nóttu og degi en menn muna eftir.
Sólríkur dagur á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í morgun 11. ágúst kl. 06:00 var norðanáttin 7.9 gráður á Celsius á Húsavík.
Hlýtt eða ekki hlýtt?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 18:58
Ekki lengur er það nýtt,
enginn norðankuldi,
á Akureyri orðið hlýtt,
alltaf regnið buldi.
Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 20:18
Í Reykjavík var meðalhitinn í júní um 0,7 stigum hærri en á Akureyri, í júlí um 0,6 stigum hærri og í ágúst einnig um 0,6 stigum hærri.
Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 20:24
Í Reykjavík var meðalhitinn sumrin (júní, júlí og ágúst) 2007-2012 0,7 stigum hærri en sumrin 2001-2006, þegar meðalhitinn var 11,0 stig.
Og að sjálfsögðu heldur Framsóknarflokkurinn að hitastigið sé hærra á sumrin á Akureyri en í Reykjavík.
Hins vegar ætti engum að koma á óvart að meðalhitinn hafi ekkert hækkað á sumrin á Akureyri.
Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 20:27
Sumrin (júní, júlí og ágúst) 2001-2012 var meðalhitinn hærri í Reykjavík en á Akureyri, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.
Í Reykjavík var hitinn þá að meðaltali um 11,3 stig en 10,6 á Akureyri.
Hitinn var því að meðaltali um 0,7 stigum hærri í Reykjavík en á Akureyri þessi tólf sumur.
Á þessum árum var meðalhitinn í Reykjavík í júní 10,3 stig, í júlí 12,0 og í ágúst 11,5 stig.
En meðalhitinn á Akureyri í júní var 9,6 stig, í júlí 11,4 og í ágúst 10,9 stig.
Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 20:28
Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 20:29
Inn Eyjafjörðinn kemur oft ískaldur vindur norðan úr ballarhafi og víða á Tröllaskaganum á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar er ekkert sólskin mánuðum saman á veturna vegna hárra fjalla, líkt og til að mynda á Ísafirði.
Þar sést ekki til sólar frá því seint í nóvember til 25. janúar og þeim degi er fagnað með sólarkaffi og rjómapönnukökum.
En á Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði sést sólin ekki í rúmlega 5 mánuði (154 daga) og í Baugaseli í Barkárdal, inn úr Hörgárdal í Eyjafirði, er sólarlaust í tæplega 5 mánuði en í Hvammi í Hjaltadal í Skagafirði sést ekki til sólar í fjóra og hálfan mánuð (135 daga).
Í Syðra-Firði í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu sést hins vegar ekki til sólar í rúmlega 5 mánuði, um 160 daga, og hann er sá bær hér á Íslandi sem er lengst í skugga ár hvert.
En Eiríkur Eiríksson bóndi í Syðra-Firði orti:
Mikaels- frá messudegi,
miðrar góu til,
sólin ekki í Syðra-Firði,
sést það tímabil.
En að þreyja í þessum skugga,
þykir mörgum hart,
samt er á mínum sálarglugga,
sæmilega bjart.
Mikjálsmessa höfuðengils er 29. september og mið góa 4.-10. mars.
Gríðarleg snjókoma er einnig oft við Eyjafjörð, eins og til dæmis á Dalvík síðastliðna vetur, þar sem jafnvel vinur minn Þór Saari gnæfði yfir ljósastaura.
Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 20:36
En að þreyja í þessum skugga,....
160 daga sést ekki til sólar, þetta vissi ég ekki.
Takk fyrir þennan fróðleik Steini Briem.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 20:49
Guð blessi gróðurhúsaáhrifin
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.8.2014 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.