Sumar matvörur virðast viðkvæmari en aðrar.

Einn af eftirlætis mjólkurréttum mínum er Hrísmjólk. Þegar hún ný og hefur verið vel kæld frá upphafi finnst mér hún hið mesta hnossgæti. 

En svo virðist sem hún sé afar viðkvæm gagnvart því að vera ekki kæld samfellt, því að stundum er hún orðin þrá í umbúðum sínum löngu fyrir síðasta neysludag.

Það er erfitt að kvarta yfir þessu við framleiðandann, því að um leið og búið er að opna dolluna, er búið að eyða sönnunargagninu, sem er ástand mjólkurinnar í óupptekinni dollu.

Í ofanálag er engin leið að sanna, að dollan hafi ekki lent í hita og þess vegna eyðilagst.

En ég er viss um að margir fleiri en ég hafa orðið fyrir þessu og ef ekkert verður gert tl að koma í veg fyrir að þetta gerist, á það eftir að reynast framleiðandanum dýrt.

Það fyndist mér synd, því þetta er svo góð neysluvara og gegnir að mínum dómi mikilvægu hlutverki í flóru mjólkurafurða.

Þess vegna er þessi ábending, sem einhverjir kynnu að kalla árás á hrísmjólkina gerð í þveröfugum tilgangi, til þess að hjálpa til við að efla gengi þessarar stórgóðu framleiðsluvöru, en til þess þarf að leysa það vandamál, sem lýst er hér að ofan.

Stundum kemur mér í hug að þær dollur, sem standa fremst í kælihillunum í verslunum, fái lakari kælingu en þær, sem standa innar.

Ég skora á verslunareigendur og framleiðendur að láta mæla hitann í hillunum bæði fremst og fyrir innan til þess að upplýsa það mál.

Skyr virðist þola betur geymslu en hrísmjólkin ef marka má hið misjafna ástand hrísmjólkurinnar.   

Fróðlegt væri að heyra, hvort fleiri en ég hafa þessa reynslu, en ég hef verið ákafur aðdáandi þessarar vöru um árabil.  


mbl.is Hreinlæti og kæling grundvallaratriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Ómar.

Steini Briem mætir með sitt "copy paste"

og málunum er reddað.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 23:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki hollt fyrir fávitana að vera með Steina Briem á heilanum.

Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 23:42

3 identicon

Tók mig aðeins 7 mínútur að sýna fram á hver er

sá mesti hálfviti á blogginu......

Þurfti ekki meira.

Takk.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 23:46

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það tekur engan tíma að finna út að þú ert fáviti, Sigurður K Hjaltested.

Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 23:49

5 identicon

Æ,æ, ó ó, aumingja ég.

En hver heldu mig sig....

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 23:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reyndu nú að tjúnna greindarvísitöluna upp í skóstærð, Sigurður K. Hjaltested.

Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 23:55

7 identicon

Steini...

Þú ert með góðan húmor, en þetta er"copy paste" frá þér sjálfum

þannig að ég þarf þá að athuga minn  lagalega rétt....

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Ert þú ekk með þínum yfirýsingum búin að brjóta þessi lög....???

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 12.8.2014 kl. 00:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaða yfirlýsingum, Sigurður K. Hjaltested?!

Þorsteinn Briem, 12.8.2014 kl. 00:06

9 identicon

Hvernig á maður að lesa athugasemdir nr. 2 og 4...????

Þú tekur í nr.2 heilan hóp af fólki sem hugsar um þig, sem fávita..!

Fyrr má nú rota en dauðrota.

Og í númer 4, þá slærðu þú endann úr tunninni, hversu einfallt það

er að finna það út að menn séu hálvitar.

Hélt þig klárari en það Steini Briem.

En þetta var þitt "copy paste"...

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 12.8.2014 kl. 00:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef þú heldur að það sé lögbrot af minni hálfu að halda því fram að þú sért fáviti ertu ennþá meiri fáviti en ég vissi að þú værir, fávitinn þinn, Sigurður K. Hjaltested.

Þorsteinn Briem, 12.8.2014 kl. 00:24

11 identicon

STEINI briem I love you, géggjaður bloggari, með þeim skemmtilegri, frábær, mættir koma með þín eigin Blogg. Rögsammur, málefnarlegur, fyndinn, örugglega hrókur alls fagnaður.

,

Kær kveðja HH

HH (IP-tala skráð) 12.8.2014 kl. 00:29

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður er með sitt eigið blogg, steinibriem.blog.is.

Þorsteinn Briem, 12.8.2014 kl. 00:32

13 identicon

Mundu bara eitt Steini....

Það þurfti bara 7 mínútur.....

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 12.8.2014 kl. 00:33

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður kemur þessum bloggfærslum Ómars Ragnarssonar jafnóðum á framfæri á Facebook-síðu sinni og ég hef birt hér athugasemdir síðastliðin sjö ár.

Og á fimm þúsund vini á Facebook.

Í "Kristnum stjórnmálasamtökum" eru hins vegar 15 og alltaf sömu fávitarnir að gera hér athugasemdir við að undirritaður birti hér athugasemdir.

Þorsteinn Briem, 12.8.2014 kl. 00:49

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þið vesalingarnir ættuð nú að reyna að fræða hér fólk um Hrísmjólkina.

En fáviskan er trúlega of mikil.

Þorsteinn Briem, 12.8.2014 kl. 01:30

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.1.2013:

"Keypti karamellu hrísmjólk í Hagkaup í Skeifunni í gær og þær voru allar myglaðar en síðasti söludagur er í febrúar!

Þetta hefur oft gerst áður og MS er að kanna málið."

Neytandinn - Hrísmjólk

Þorsteinn Briem, 12.8.2014 kl. 02:03

18 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vesturbæingar eiga að versla í heimabyggð. Þar er mjólkin best.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 03:38

19 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hef aldrei lent í því að mjólkurvörur sem keyptar eru í Vesturbænum hafi klikkað.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 03:41

20 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

st .br.er annað af tveim stórskáldu.Vesturbæjar.Skáld eiga það til að geldast.Við því er lítið að gera annað en að skora á skáldið.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 03:47

21 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vonandi er skáldið ekki svo steingelt að það geti ekki hent einni.

Sigurgeir Jónsson, 12.8.2014 kl. 03:52

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gelda átti gamla kú,
graðan hest og hana,
hans var ekki heil þar brú,
hrísmjólk varð að bana.

Þorsteinn Briem, 12.8.2014 kl. 04:07

23 Smámynd: Rebekka

Sæll Ómar,

Ég vann sem verslunarstjóri í verslun í Reykjavík fyrir nokkru, og þekki því aðeins til starfshátta í verslunum. Hiti var mældur og skráður í öllum kælum tvisvar á dag, og einnig var hiti kælivöru mældur þegar hún var afhent frá birgjum. Nú veit ég ekki hvort þessum starfsvenjum hefur verið breytt, en það er alveg víst að mun færra starfsfólk er á vakt í verslunum í dag heldur en þegar ég var verslunarstjóri. Það gæti valdið því að meðhöndlun kælivara sé ábótavant (t.d. gæti orðið seinkun á að setja afhenta kælivöru inn í kæli vegna manneklu og tímaskorts). 

Hefur þú keypt skemmda Hrísmjólk í fleiri en einni verslun eða oftast í sömu versluninni? Þar gæti slæmri meðhöndlun á kælivörunni verið um að kenna, eða ónýtum kælum. Svo er að sjálfsögðu möguleiki að sökin liggi hjá MS.

Langoftast er hægt að skila vörum sem skemmast fyrir seinasta söludag aftur til verslunarinnar þar sem hún var keypt, gegn kvittun. Það verður samt frekar þreytandi að kaupa í sífellu ónýta vöru, þannig að ég vonast að Hrísmjólkin lagist sem fyrst.

Rebekka, 13.8.2014 kl. 10:45

24 identicon

Vinsamlegast athugið að Ómar Ragnarsson/Steini Breim/Gáttaþefur gefur það út hér að ofan að ruglsjálf ÓR, Steini Briem, sé með sitt eigið blogg, steinibriem.blog.is.

Síðasta færsla Ómars Ragnarssonar inn á blogg ruglsjálfsins reynist vera frá 3. maí 2008:

"3.5.2008 | 00:58

Hótel Valhöll

Best er að vera meðreiðarsveinn á Hótel Valhöll á Þingvöllum á sólríkum sumarmorgni, taka drifhvíta sængina varlega ofan af bakinu á dömunni í mjúku tvíbreiðu rúminu, vekja hana blíðlega með kossi á vangann og taka hana síðan aftanfrá, þannig að þrösturinn í glugganum hugsi sem svo: "Þetta hefði mér aldrei dottið í hug en auðvitað á að gera þetta svona!""

En nú er Hótel Valhöll brunnin - og Ómar líka :(

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband