12.8.2014 | 08:59
Varnarleikurinn reynist lykillinn sem oftar.
Markatölur Framliðsins í sumar hafa verið athyglisverðar. Liðið skoraði lengi vel álíka mörg mörk og efstu liðin, en fékk hins vegar svo mörg mörk á sig, að þessi góða markaskorun nýttist ekki.
Stundum er sagt að það sé mikill munur á áferð íþróttakeppni eftir því hvort hún snýst um að forðast ósigur eða stefna að sigri.
Hið fyrrnefnda sást löngum á HM enda reyndust góðar og stabilar varnir happadrýgstar á lokasprettinum og markatölurnar í samræmi við það. Best er þegar hvort tveggja fer saman, sóknargeta og varnargeta.
Ungur þjálfari og konrnungt Framlið þarf að fá frið og tíma til þess að safna reynslu og stöðugleika. Það væri ósanngjarnt að heimta að liðið springi út á einu sumri.
Þrjú sumur gæti þurft og þá þarf að sýna skilning og þolinmæði og fara ekki á taugum heldur leyfa liðinu að þroskast og eflast.
Bjarni: Allt liðið að spila mjög fínan varnarleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Steini Briem!!! Hvar ertu? :o
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.