12.8.2014 | 11:07
Íslenska innrásin færist í aukana. Mikill heiður.
Innrás Íslendinga í þýskan handbolta hófst fyrir nokkrum áratugum þegar Geir Hallsteinsson varð fyrstur Íslendinga til þess að gerast atvinnumaður þar í landi.
Geir heillaði Þjóðverja upp úr skónum sem leiknasti handknattleiksmaður og snillingur, er sést hafði handleika boltann.
Síðan liðu árin og smám saman fór Íslendingum að fjölga og í kjölfarið íslenskum þjálfurum, þar sem þremenningarnir Alfreð Gíslason, Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson hafa heldur betur slegið í gegn.
Það þarf ekki lítið til að útlendingur sé fenginn til þess að leiða sjálft þjóðarstoltið, landsliðið, í Þýskalandi.
Pað er fágætur heiður sem Degi Sigurðssyni og íslenskum handbolta og þjóð hefur hlotnast með ráðningu hans sem landsliðsþjálfara.
Til hamingju, Dagur! Til hamingju, íslenskir íþróttamenn!
![]() |
Dagur ráðinn þjálfari þýska landsliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enginn Steini Briem á svæðinu? :o
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.