Komið ansi langt fram úr samkomulaginu á Möltu.

George Bush eldri og Michael Gorbasjof leiddu Kalda stríðið til lykta á fundi á Möltu þar sem Gorbasjof féllst á sameiningu þýsku ríkjanna og sjálfsákvörðunarrétt Austur-Evrópuþjóðanna gegn því að NATO yrði ekki þanið út til austurs.

Austur-Evrópuþjóðirnar þrýstu hins vegar á að fá að komast undir verndarvæng NATO til þess að tryggja það að Rússar gætu ekki leikið sama leikinn aftur varðandi það að drottna yfir nágrannaríkjum sínum í vestri eins og þeir gerðu í Kalda stríðinu.

Það var að vísu eðlilegt að þær brygðust svona við því að fá frelsi frá oki kommúnismans, en  það verður að horfa á þetta tafl um Austur-Evrópu frá báðum hliðum en ekki aðeins frá hinum vestræna sjónarhóli.

Eftir afleiðingarnar af útþenslu áhrifa Þjóðverja í Austur-Evrópu fram að innrásinni miklu í Sovétríkin 1941 er ekkert óeðlilegt við það að Rússar eigi erfitt með að gleyma þessum aðdraganda þess að 20 milljónir Rússa fórust í hildarleik "Föðurlandsstríðsins mikla."

Vopnaskak og ófriðartal er ekki leiðin til þess að friður geti ríkt í þessum hluta Evrópu heldur mun það ýta undir aukna tortryggni og ótta sem er ekki það sem þessar þjóðir þurfa.  


mbl.is Evrópuríkin þurfa að efla varnir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations


Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. júlí í fyrra
og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.

Þorsteinn Briem, 13.8.2014 kl. 23:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/66/Ukraine_ethnic_2001_by_regions_and_rayons.PNG

Þorsteinn Briem, 13.8.2014 kl. 23:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nokkur dæmi árið 2013:

Share of world wealth:


Evrópusambandið 36,7%,

Bandaríkin 29,91%,

Frakkland 5,91%,

Þýskaland 5,35%,

Ítalía 4,92%,

Bretland 4,88%,

Kanada 2,83%,

Spánn 1,92%,

Rússland 1,51%
,

Indland 1,5%,

Brasilía 1,31%.

Þorsteinn Briem, 13.8.2014 kl. 23:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the 2001 Ukrainian census, 8,334,100 identified as ethnic Russians (17.3% of the population of Ukraine [þar af um 5% á Krímskaganum]), this is the combined figure for persons originating from outside of Ukraine and the autochthonous population declaring Russian ethnicity."

Um fjórðungur íbúa Eistlands og Lettlands er hins vegar af rússnesku bergi brotinn.

Þorsteinn Briem, 13.8.2014 kl. 23:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.

Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

Þorsteinn Briem, 13.8.2014 kl. 23:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.

Fjórðungur af íbúum Eistlands og Lettlands
eru af rússnesku bergi brotnir en um 12% þeirra sem búa í Úkraínu þegar Krímskaginn er ekki talinn með.

Hins vegar þurfa ríkin í NATO og Evrópusambandinu að samþykkja aðild Úkraínu og það verður nú ekki á morgun.

Þorsteinn Briem, 13.8.2014 kl. 23:11

7 identicon

Ég hef séð því mótmælt að bandaríkjamenn hafi lofað að neita pólverjum inngöngu í Nato.

Hins vegar lofuðu þeir að setja ekki upp Nato herstöðvar í A-Þýskalandi eða Póllandi.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 01:10

8 identicon

Sumum þykir þægilegt að hugsa frekar um „Föðurlandsstríðið mikla“ heldur en Seinni Heimsstyrjöldina sem hófst nokkru fyrr.

Staðreyndin er sú að Hitler og Stalín voru bandamenn og Rússar eiga alveg jafn stóran þátt í því og Þjóðverjar að Seinni heimsstyrjöldin hófst og skrifast því allt mannfall þeirra á þá sjálfa ekki síður en Þjóðverja.

Sovétmenn réðust inn í Pólland, Rúmeníu, Eistland, Lettland, Litháen og Finnland. Þar drápu þeir einhverjar tugþúsundir manna og sendu síðan enn fleiri í útrýmingarbúðir sínar í Gúlaginu. Þetta fannst mörgum íslenskum vinstrimönnum fyllilega eðlilegt og fallega gert af þeim. Enn eimir eitthvað af þeim stuðningi.

Pétur G. Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband