9.3.2007 | 23:42
AÐBÚNAÐUR ALDRAÐRA ER UMHVERFISMÁL
Aðbúnaður aldraðra inni á stofnunum er í raun umhverfismál. Þessu fólki er búið annað umhverfi en getur talist eðlilegt miðað við það sem gerðist hjá formæðrum og forfeðrum okkar í sveitinni í gamla daga þar sem gamla fólkið fékk að vera áfram í náinni snertingu við afkomendur sína, sjá barnabörn og barnabarnabörn fæðast og fylgjast náið með leik og starfi síns fólks frá degi til dags.
Eins lengi og það gat tók það þátt í uppeldi barnanna og verkum utan og innan heimilis. Það var alltaf eitthvað nýtt að gerast og meðan heilsan leyfði var þetta áreiðanlega það besta sem hægt var að bjóða þessu aldna fólki.
Þetta kemur upp í hugann á frumsýningardegi söngleiks sem heitir "Ást" og fjallar um þetta efni. Það verður því lítið um blogg þennan dag hjá mér því það er mæting á æfingu og svokallað rennsli klukkan ellefu og því lýkur upp úr klukkan þrjú. Þá er hlé til klukkan sex þegar undirbúningur undir sýninguna sjálfa hefst.
Frábær hópur stendur að þessari sýningu sem mig grunar að geri gagn og veki til umhugsundar ekkert síður en að veita fólki dægrastyttingu. Þess vegna gat gömul leikhúsrotta sem hóf ferilinn tólf ára gömul við að flytja mikilvæg skilaboð á sviði ekki annað en farið aftur á byrjunarreitinn.
Athugasemdir
Break a leg, Ómar Ragnarsson Shariff!
Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 00:18
"aðbúnaður aldraðra er umhverfismál" er þá ekki allt umhverfismál? Ertu að gefa það í skyn? Verður málflutningurinn svona?
Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 00:45
held að það flokkist fremur sem samfélagsmál ef við viljum skilgreina endalaust eitthvað. Setja þingmenn ríkisstjórnarinnar inn á dvalarheimili í mánuð eða svo ásamt strípuðum fárækrastyrk (ellilaun eru þau víst nefnd) Auðveldasta leiðin til að skilja hlutina er að reyna þá á eigin skinni.
Vilborg Eggertsdóttir, 10.3.2007 kl. 02:55
Þegar umhverfisráðherrann
hverfist umhverfis ráðuneytið
þá umhverfist alltaf ráðuneytið
um umhverfisráðuneytismann.
Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 13:38
Ég var í sveit í Skagafirði til 14 ára aldurs.Það voru bestu ár æfi minnar. Tign fjallanna fléttast saman til landsins og eyjarnar hinir traustu útverðir við stjóndeildarhring.Þarna tóku allir höndum saman að ljúka störfum.Náttúran hafði alltaf upp á eitthvað nýtt að bjóða,þarna er fegursta sólarlag á landinu,samspil ljóss og skugga,geislabrot sem leika á bárunum og kynjamyndir sem hverfast í ljósbrotinu þegar skuggar eyjanna bregða á leik á haffletinum.Fjölskyldan hélt fast saman,allir sem einn,börnin nutu í ríkum mæli ástríki foreldra ömmu og afa.Nú er öldin önnur og heimilismyndin breytt,mest á kosnað barnanna.Fjölskylduböndin hafa slitnað,við erum að verða meirri og meiri áhorfendur að uppeldi okkar eigin barna.
Kristján Pétursson, 10.3.2007 kl. 14:22
Ein spurning Ómar, mér þætti vænt um ef þú gætir svarað henni hér. http://tommi.blog.is/blog/tommi/
Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 14:59
Gunnar Birgis krúttikrútt,
krunkar sitt síðasta vers.
Kópavogur er kjúttipútt
og kominn er á Players.
Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 15:16
Það er nú mun fegurra sólarlag í Svarfaðardalnum en Skagafirði. Þar er nú á engan hátt saman að jafna. Hins vegar er auðvelt fyrir Skagfirðinga að skreppa á sumrin yfir Heljardalsheiðina til að komast í svarfdælska fegurð. Þar drýpur smjör af hverju strái og allt er þar búsældarlegra, konur feitari og fegurri á alla kanta, ær oftast þrílembdar, hestar viljugri, hýrri brá á mannfólki öllu, börnum jafnt sem karlægum öldungum. Þrjátíu punda fiskar hoppa þar um í lækjum og tjörnum og Framsókn hefur fitnað þar eins og púkinn á fjósbitanum, enda þótt hún hafi horast nokkuð undanfarið vegna fuglaflensunnar sem barst með einhverjum furðufuglum úr Skagafirði.
Steini Briem (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 15:36
Allt á að gera sér umhverfismat úr. Skólar og spítalar eru umhverfismál. Það liggja þangað vegir og allskonar skipulag. Hve langt ætlið þið að seilast?
Þetta framboð verður flopp. Verst ef það kemur afturhaldskommatittsflokkunum til góða.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.3.2007 kl. 18:35
Já, hvert er sjálfskaparvítið í Hólunum? Margir lífeyrisþegar, bæði elli- og örorku-, búa einir og kjósa það. Þessir þjóðfélagshópar verða sífellt stærri og stefnan verður sú að aðstoða þá í heimahúsum, ef það er hægt, í stað þess að byggja stórhýsi út um allar koppagrundir undir ellismelli. En þótt margir búi einir og kjósi það, er ekki þar með sagt að þeir geti ekki mjög oft verið einmana. Ég á gamla frænku á Dalvík sem er oft einmana en hún kýs það að sjálfsögðu ekki, enda þótt hún kjósi að búa ein og heima hjá sér. Það kýs enginn að vera einmana. Það er ekki eðlilegt ástand og kostar oft lyfjagjöf og fleira vegna þunglyndis.
Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem kjósa að búa einir, þurfa því á heimsóknum að halda. Annars vegar frá ófaglærðu fólki, ef þeir samþykkja það, til dæmis námsmönnum sem tækju að sér að heimsækja lífeyrisþega, eins og þeir heimsækja núna krakka í Mentor-verkefninu Vináttu, þar sem kennaranemar og aðrir stúdentar heimsækja skólabörn vikulega. Og hins vegar frá faglærðu fólki, til dæmis félags-, sál- og hjúkrunarfræðingum. Á móti sparast stórfé með betri andlegri og líkamlegri heilsu, minni og réttari lyfjagjöf, færri hjúkrunarheimilum og minni sjúkrahússlegu, auk þess sem sjálfsvígum fækkar.
Steini Briem (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.