"Litli bróðir, - úti í Atlantshafinu."

Þulir norska sjónvarpsins voru búnir að vera rosalega hlutdrægir í lýsingu sinni hér um árið á leik Íslendinga og Norðmanna, sem skar úr um það hvor þjóðin héldi áfram á handboltastórmóti. 

Þeir kölluðu Robert Duranona til dæmis aldrei neitt annað en Kúbverjann, - "Kubaneren" gerði þetta og gerði hitt, þar til fjórar mínútur voru eftir af leiknum og orðið ljóst að Norðmenn voru búnir að skíttapa honum.

Þá breyttist hljóðið allt í einu í þeim. Þeir fóru að kalla Duranona nafni sínu og hæla Íslendingum fyrir góðan leik.

Hámarki náðu þessi umskipti þegar þeir sögðu það vera mikinn heiður fyrir norræna menn að "litli bróðir úti í Atlantshafinu" færi áfram og varpaði ljóma á Skandinava.

Á ferðum um þveran og endilangan Noreg finnur maður vel hug Norðmanna til okkar og sér mörg dæmi þess hve líkir þeir eru okkur í mörgu. 

Helsti munurrinn er kannski sá að þeir eru mun reglufastari en við.  

Það hefur verið orðað þannig að í Noregi sé allt bannað, nema það sé leyft, en á Íslandi sé allt leyft, nema það sé bannað.  


mbl.is Íslendingar í Noregi eru vinsælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar erum ekki Skandinavar, enda þótt Ísland sé eitt af Norðurlöndunum.

Og landnámsmennirnir hér á Íslandi komu frá Skandinavíu, Skotlandi og Írlandi.

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 00:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mikið hefur verið reynt að finna út með mannfræðilegum rannsóknum hverjum Íslendingar séu skyldastir.

Nýjustu erfðafræðirannsóknir benda til að
yfirgnæfandi meirihluti íslenskra karlaskyldastur Norðurlandabúum en færri Bretum.

Hins vegar sé nokkur meirihluti kvenna af sama uppruna og konur á Bretlandseyjum.

Það kemur allvel heim við sögur sem segja að ungir karlmenn hafi farið í víking frá Noregi, sest að um tíma á Bretlandseyjum og tekið með sér þarlendar konur til Íslands, nauðugar eða viljugar."

16.10.2012:

Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 01:52

4 identicon

Fyrir svo sem 20 árum léku Íslendingar og Norðmenn tvo körfuboltaleiki. Ísland vann annan leikinn, en Noregur hinn. Fyrirsögnin í Aftenposten var: Norge sejrer Island.

Eiður (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 16:59

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, margt er líkt með skyldum.

Ómar Ragnarsson, 16.8.2014 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband