Sumt má gera betur, en sumt er ekki hægt.

Áður en Rás 2 kom til sögunnar var Rás 1 eina útvarpsrásin á Íslandi og varð því að sinna því sem er sameiginlegt hlutverk beggja rása nú. 

Ég er nógu gamall til að muna eftir því þegar beinar útsendingar voru frá Hótel Borg þar sem danshljómsveitir spiluðu, en það var popptónlist þeirra tíma.

Upp úr 1950 naut blandaður þáttur Péturs Péturssonar, "Sitt af hverju tagi" mikilla vinsælda.

Eftirminnilegast var þegar Sigfús Halldórsson frumflutti þar "smell aldarinnar", Litlu fluguna.  

Kanaútvarpið og Radíó Caroline voru fyrstu samkeppnisaðilarnir í poppinu og enda þótt Ríkisútvarpið reyndi að svara með "Þætti unga fólksins" byrjaði RÚV að dragast aftur úr á þessu sviði.

Mörg af vinsælustu lögunum í Kananum heyrðust aldrei á Gufunni og á þessum árum pikkaði maður upp mörg af þeim lögum, sem síðar rötuðu með íslenskum textum inn á Gufuna eftir að hafa farið í hring. 

Allt frá þessum tíima gildir það um Gufuna að þrátt fyrir ómetanlegt menningarlegt uppeldishlutverk hennar má ævinlega gera betur. Og það má hún eiga að þar er stunduð mjög vönduð dagskrárgerð þar sem fólk gefur sér tíma til að tvinna saman fróðleik og tónlist, sem annars væri ekki sinnt og myndi ella falla niður til mikils tjóns fyrir íslenska menningu.  

En sumt er ekki hægt að breyta: Hin hliðin að RUV snýr að tæknimálum og útsendingarbúnaði. Um það fimbulfamba margir stanslaust á vefsíðum og skamma Ríkisútvarpið blóðugum skömmum fyrir að sinna dreifingunni illa.

En RUV getur í engu haft áhrif á það lengur, því að dreifikerfið var selt á sínum tíma einkaaðilum að kröfu sömu manna og nú bölsótast mest og kenna RUV um lélegt ástand þess og klykkja út með að segja það sé dæmi um vangetu ríkisreksturs.  

Fjargviðrast er yfir því að sendingar RUV náist ekki um mestallt land og leggja eigi RUV niður vegna þess að með þessu ófremdarástandi vanræki það öryggishlutverk sitt.

Ég hef hins vegar sannreynt á ferðum mínum um landið þvert og endilang, frá útnesjum til miðhálendisins, að útsending þess á langbylgju næst um allt land.

Og til þess að ná henni þarf ekki dýran né flókinn búnað. Ég næ útsendingunni á lítið útvarpstæki, sem fellur inn í lófa manns og er aðeins 14 x 8 x 2,5 sentimetrar að stærð.  


mbl.is Rás 1 þarf að vera ákafari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 21:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Uppruni nafnsins Bárðarbunga - Vísindavefurinn

20.8.2014 (í gær):

Mögulegt tjón vegna eldgosa í Bárðarbungu-Veiðivatnakerfinu - Vísindavefurinn:


"Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum.

Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717 en þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað svo að haglaust varð og tafir á heyskap.

Tjón af völdum jökulhlaupa
sem sögur fara af í Skjálfandafljóti og þó einkum Jökulsá á Fjöllum var verulegt, enda ollu þau fjársköðum og landskemmdum þótt ekki væru hamfarahlaup."

"Tjón og umhverfisbreytingar vegna eldgosa á sprungureininni utan jökulsins geta bæði orðið vegna hraunrennslis og gjóskufalls - og hugsanlega vegna hreyfinga á sprungum og misgengjum.

Sprungureinin er alls staðar fjarri byggð. Stærstu forsögulegu gosin á suðvesturhluta hennar ollu stórfelldum umhverfisbreytingum.

Hraun þaðan runnu
niður á láglendi eftir farvegum Tungnaár og Þjórsár og meira en 130 kílómetra frá upptökum.

Gjóskufall í
tveimur sögulegum gosum á suðvesturhluta sprungureinarinnar náði til að minnsta kosti helmings landsins. Þótt það hafi ekki verið stórfellt í byggð voru áhrif þess á hálendinu mjög skaðleg og breyttu stórum svæðum í gróðurvana auðnir.

Fimm stórar vatnsaflsvirkjanir og allmargar stíflur á vatnasvæði Tungnaár og Þjórsár hafa verið byggðar í nágrenni sprungureinarinnar.

Öll mannvirkin eru innan þess svæðis sem 20 sentímetra gjóskufall getur náð til, fjórar virkjanir á svæðum þar sem hraun kann að renna og hugsanlegt er að sprunguhreyfingar geti náð til mannvirkja næst jaðri sprungureinarinnar."

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 04:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 21.8.2014 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband