16.8.2014 | 20:08
Getur valdið hamfaraflóðum á fjórum vatnasviðum.
Undir öxlinum Bárðarbunga-Grímsvötn er miðja annars af stærstu möttulstrókum jarðar, en hinn er undir Hawai.
Það er ekki aðeins að Bárðarbunga sé næst hæsta fjall landsins vegna þess hve mikil eldvirkni er þar, heldur tekur hún oft þátt í eldgosum sunnan og norðaustan við sig, ef svo má að orði komast, á þann hátt að mikil skjálftahrina er oft aðdragandi að þessum gosum.
Á undan Gjálpargosinu 30. september 1996 kom mikil hrina í Bárðarbungu.
Þetta minnir á miðjuhlutverk Leirhnjúks norðan Mývatns í Kröflueldum, en all urðu níu eldgos á línu, sem liggur í gegnum hnjúkinn, en aðeins eitt þeirra varð í hnjúknum sjálfum.
Hættan vegna eldgoss í og við Bárðarbungu er sú, að gjósi undir hinni þykku íshellu, getur það valdið stærstu hamfaraflóðum, sem verða á Íslandi.
1996 fór flóðið í skástu áttina, inn í Grímsvötn. Þar var fyrirstaða sem olli því að það tók nokkrar vikur að byggja upp nægilega mikið samansafnað bræðsluvatn til að það ryddist að lokum niður á Skeiðarársand.
Það var stærsta hamfararflóð hér á landi síðan í Kötlugosinu 1918.
Hamfaraflóðin af Bárðarbungu svæðinu geta farið niður í þrjú vatnasvið:
1. Undir Köldukvíslarjökul niður í vatnasvið Köldukvíslar, Tungaár og Þjórsár. Sjá mynd af Köldukvíslarjökli og Bárðabungu á facebook síðu minni.
2. Niður í Skjálfandafljót.
3. Niður op Bárðarbunguöskjunnar og undir Dyngjujökul niður í Jökulsá á Fjöllum, en þar hafa orðið stærstu hamfaraflóð hér á landi, þó ekki eftir að land byggðist.
4. Niður í Grímsvötn og þaðan niður á Skeiðarársand.
Þrjú fyrstnefndu hamfaraflóðin eru lang varasömust og hættulegust, einkum niður um vatnasvið Jökulsár á Fjöllum.
Það er erfitt að ná góðum myndum af Bárðarbungu því að hún er svo umfangsmikil. Ég notaði því tækifærið í flugferð frá Hvolsvelli norður á Sauðárflugvöll hinn 3. ágúst síðastliðinn, eða fyrir 13 dögum, til þess að ná góðum myndum af henni. Sennilega nýjustu myndirnar af henni.
Er búinn að setja þrjár þeirra inn á fasbókarsíðu mína.
Eitt hættulegasta eldfjall Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk Ómar þú stendur vaktina.
Sigurður Haraldsson, 17.8.2014 kl. 01:07
En voru ekki gosefni Gjálpar samt rakin til Grímsvatna þó jarðskjálftarnir í Bárðabungu triggeraði gosið og Gjálp sé nærri miðja vegu milli þessarra eldstöðva. Spyr vegna þess að ég finn misvísandi upplýsingar um þetta atriði.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.8.2014 kl. 02:56
Bárðarbunga | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar
Þorsteinn Briem, 17.8.2014 kl. 03:57
"Stór sprungugos með um 5-800 ára millibili suðvestur af Bárðarbungu eru sérlega skeinuhætt.
Þar eru flestar vatnsaflsvirkjanir landsins og sérhvert þessara gosa breytir landslagi mjög mikið á þessum slóðum.
Þarna munu verða mikil eldgos í framtíðinni og eldstöðin er að komast á tíma ef miðað er við forsöguna."
Bárðarbunga | Eldgos | Eldfjöll | Eldstöðvar
Þorsteinn Briem, 17.8.2014 kl. 04:41
Sæll Ómar og þakka þér fyrir þennan pistil, þetta segir okkur hversu yfirgripsmikið þetta gæti orðið og full ástæða til að hafa allar gáttir opnar varðandi hvert þetta gæti stefnt. Kv.góð
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.8.2014 kl. 08:19
Sæll Ómar ég er ekki notandi fasbókarinnar þannig að þú mátt senda mér þessar myndir á email
Kær kveðja og takk fyrir síðast
Leifur
Leifur Hallgrímsson (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 11:52
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 03:15
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 03:19
Vangaveltur um tengsl á milli eldstöðva - Sigmundur Einarsson jarðfræðingur, 5.5.2010
Þorsteinn Briem, 25.8.2014 kl. 03:33
Skaftáreldar og Móðuharðindin 1783-1785 - Kvikugangurinn í Lakagígum fór 70 kílómetra leið frá Grímsvötnum og opnaðist á 25 kílómetra svæði - Kvikan í Eldgjárgosinu sem hófst árið 934 rakin til Kötlu - Með stærstu hraungosum á jörðinni á sögulegum tíma
Þorsteinn Briem, 26.8.2014 kl. 22:15
Þorsteinn Briem, 26.8.2014 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.