Aukinn órói á þessu svæði. Misvísandi myndir.

Margar eldstöðvar eru á svæðinu norðaustur af Bárðarbungu, sem hafa mótað allt landslag þar. Í norðvesturjaðri Dyngjujökuls er Kistufell, Trölladyngja þar norður af auk nokkurra gígaraða, sem hafa gosið eftir síðustu ísöld. 

Urðarháls er magnaður gígur á Dyngjuhálsi og Kverkfjöll nokkru fyrir austan hann eru ekki þriðja hæsta fjall Íslands fyrir ekki neitt. Stefni að því að skulta inn spánnýrri mynd af þeim á facebook síðu minni nú á eftir.  

Við Öskju hafa verið viðvarandi skjálftar af og til síðustu árin og mikil skjálftahrina var við Upptyppinga, Krepputungu og Álftadalsdyngju á árunum 2007 og 2008. Kannski hafa menn orðið betur varir við þessa skjálfta en á árum áður vegna fjölgunar nákvæmra mæla, en fjölgun skjálftanna 2007 var hins vegar afar áberandi. 

Auk þess skelfur reglulega við Herðubreiðartögl og Herðubreið.

Gos á þessu svæði geta orðið mjög mismunandi, stórgos með gríðar öskufalli eins og í Öskju 1875, hraungos eins og varð þar 1961, gos sem veldur stórkostlegu hamfarahlaupi, - gos í gígaröð, - eða dyngjugos.

Skást yrði, ef um dyngjugos yrði að ræða, svo sem í Álftanesdyngju, því að það eru hæg og langvarandi gos, afar "ferðamannavæn", sem geta staðið í nokkur ár ef svo ber undir.

Það er frekar ónákvæm blaðamennska að birta myndir af öðru en því sem fjallað er um.

Mynd á mbl.is sem sögð er af norðvesturhorni Vatnajökuls, sýnir aðeins lítið brot af vesturjaðri jökulsins við fjallið Hamarinn, sem er allt annað fjall en Bárðarbunga.

Bárðarbunga er 30 kílómetrum norðar og því langt fyrir utan það svæði sem myndin sýnir og því misvísandi að segja "...af norðvesturhorni jökulsins þar sem Bárðarbunga er". 

Enn ónákvæmara er að sýna mynd af skriðjökli í sunnanverðum Vatnajökli.  

 


mbl.is Ekki hægt að útiloka eldgos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ónákvæm blaðamennska á MBL.is!!!!!

Ef gýs þá verður það ESB eða vinstrimönnum að kenna....og myndin verður frá brunanum í skeifunni.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.8.2014 kl. 13:35

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta gerist því miður alltof oft á mbl.is, og virðast myndbirtingar með fréttum oft til þess fallnar að vera fyrst og fremst til skrauts með rituðu máli frekar en upplýsinga.

Erlingur Alfreð Jónsson, 17.8.2014 kl. 14:29

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mig langar til að geta grafalarlegra mistaka:

Síðastliðinn föstudag var ráðstefna á vegum Skipulagsstofnunar þar sem verið var að kynna nýjar aðferðir og framsetningu tengdu mati á umhverfisáhrifum.

Eg ákvað að vera í hóp þar sem fjallað var um hálendið. Farið var yfir mat á virkjunum, rafmagnslínum, vegum, fjarskiptum og stýringu. Gert var ráð fyrir þrem leiðum: Friðun, ekkert gert og síðan nýting.

Mér fannst furðulegt að hvergi væri minnst á fossa, Þjórsárver og ýmsar merkar nattúruminjar aðrar. Það var eins og Landsvirkjun væri búin að gera ráð fyrir að þessi atriði þyrfti ekki að meta!

Á heimasíðu Skipulagsstofnunar landsskipulag.is

M.a. nefnast skýrslurnar: Landsskipulagsstefna 2015-2026: greining valkosta og umhverfisáhrifa.

Skipulagsmál á Íslandi 2014: lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir.

Umhverfisskýrsla landsskipulagsstefnu 2013-2024.

Skýrslurnar eru fleiri. Eru hér aðeins nokkrar þær helstu taldar.

Við sem viljum leggja áherslu á vernd núverandi hálendis og forða því frá frekari eyðileggingu þurfum að skoða vel þessi gögn.

Eg saknaði að sjá hvorki þig né Árna Finnsson og Reyni Ingibergsson og fleiri á fundi þessum sem var opinn öllum. Mikils væri vert að við fylgjumst gjörla með hvað verið er í undirbúningi.

Bestu kveðjur

Guðjón Jensson

Mosfellsbæ

gudjon.jensson@visir.is

Guðjón Sigþór Jensson, 17.8.2014 kl. 15:16

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðastliðinn föstudag var ég í kvikmyndatökuleiðangri fyrir "Ferðastiklur" hinum megin á landinu, því miður. En þöggunin um fossana er eitt af aðalatriðunum í virkjanastefnunni, samanber það að í mati á umhverfisáhrifum Búlandsvirkjunar er ekki minnst einu orði á fimm fossa í Skaftá, sem þurrka á upp, - ekki frekar en þeir væru ekki til.

Ómar Ragnarsson, 18.8.2014 kl. 10:42

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Ómar

eg tel hefðir þú verið á fundi þessum hefðir þú látið sjónrmið þín koma vel fram.

Þöggunin gagnvart fossum, Þjórsárverum og öðrum áhugaverðum náttúrufyrirbrigðum er ákaflega áhugaverð.

Á fundinum mætti Hörður Einarsson og vakti athygli á Árhúsasamninginn sem þeir á Skipulagsstofnum ættu endilega að lesa gaumgæfilega.

Eg vakti athygli á einu síðasta verki Sigurðar Þórarinssonar um fossana á Íslandi og var birt sem eitt af fjölritum Landverndar á sínum tíma. Sérfræðingar Skipulagssofnunar ættu að lesa það gaumgæfilega og tileinka sér varnaðarorð Sigurðar en í því riti komu fram þessar dásamlegu hugleiðnigar um framtíð landsins að sumir vilja mæla í kílówattstundum en ekki mætti gleyma stundum ánægju og gleði.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 18.8.2014 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband