18.8.2014 | 10:30
Færsla í austur. Hekla og Krafla líka óútreiknanlegar.
Í fljótu bragði sýnast skjálftarnir síðan í gærkvöldi vera minni að meðaltali en þeir voru fram að því, en þeir hafa færst austar og koma meira að segja fram í Kverkhnjúkum, norðaustur af Kverkfjöllum, en þeir eru meðal gamalla gígaraða sem ganga í norðaustur frá Kverkfjöllum.
Er virknin þá komin í 20 kílómetra fjarlægð frá Sauðárflugvelli, sem gæti orðið mikilvægur ef eldgos yrði á þessu svæði, sjá mynd á facebook af útsýni frá flugvellinum til Kverkfjalla.
Óvissan um eldgos núna minnir svolítið á óvissuna um eldgos úr Heklu og við Kröflu 1975-84.
Fjórtán skjálftahrinur urðu á Kröflusvæðinu á árum Kröflueldanna en í fimm skipti varð ekki gos.
Hallamælir í Stöðvarhúsinu sýndi, að land reis ævinlega hærra í hverri hrinu en það hafði komist hæst áður.
Svipað er að gerast nú við Heklu. Land hefur risið hærra við hana en fyrir síðasta gos en samt bólar ekki á gosi. Enda er fyrirvarinn víst ekki nema um klukkustund.
Þetta er óútreiknanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 18.8.2014 kl. 17:26
Bárðarbunga í beinni á Netinu
Vefmyndavél á Grímsfjalli
Þorsteinn Briem, 18.8.2014 kl. 17:48
Vegum lokað vegna hættu á flóðum:
Þorsteinn Briem, 18.8.2014 kl. 18:28
Skýrsla um flugslys Ómars Ragnarssonar við Sultartangalón 17. júní 2013 - Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Þorsteinn Briem, 18.8.2014 kl. 19:02
Bloggvirkin Ómars er greinilega í öfugu hlutfalli við skjálftavirknina við Bárðarbungu. Karlinn greinilega kominn í fluggírinn og vonandi að hann fari sér nú ekki að voða!
Varðandi þessa flugslysaskýrslu frá í fyrra þá er það vel af sér vikið hjá 72 ára gömlum flugmanni að taka líklega bestu ákvörðunina um nauðlendingu og framkvæma hana á innan við einni mínútu. Annað mál að líklega hefur ókunnugleiki eða kanski óvani valdið mistökunum með að skifta yfir af tóma bensín geyminum. Eðilsflinkur flugmaður sem er aðeins of latur að fara yfir tékk listana (fljúga eftir bókinni).
Svo er stóra spurningin, væri Ómar kanski löngu dauður ef hann hefði alltaf flogið eftir bókinni, eða hefðu óhöppin orðið færri?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 21:31
Hvers vegna er þessi skýrsla dregin hérna upp?
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 07:23
Jón@6 það er von þú spyrjir. Kanski að undirliggjandi ástæða sé áhyggjur af Ómari að hann lendi nú ekki í einhverju óhappi í þessum eldfjallaæsingi. En úr því hana bar á góma þá gat ég ekki stillt mig um að fabúlera upp úr henni. Til þess eru jú slíkar skýrslur, að draga lærdóma af þeim.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.