Ekkert að sjá úr lofti klukkan sjö í kvöld

Á flugi yfir óróasvæðið í Vatnajökli um sjö leytið í kvöld var ekki að sjá nein ummerki á yfirborði jökulsins sem óvenjuleg væru.  

Við slíku er raunar ekki að búast vegna þess að jökulísinn er mörghundruð metra þykkur.  Skyggni var mjög gott á leiðinni til Sauðárflugvallar þar sem ég hyggst dvelja um sinn.

Góð skilyrði voru til að taka myndir en af tæknilegum ástæðum er ekki hægt að koma þeim á facebook að sinni.

Það hefur gengið eftir sem vísindamenn spáðu að með minnkun jökulsins og léttingu hans myndi eldvirkni aukast undir honum.

Síðan 1996 hafa orðið fjögur eldgos á Vatnajökulssvæðinu og hið fimmta hugsanlega í uppsiglingu en áratugina á undan varð ekkert gos.

Eftir að ísaldarjökullinn hvarf snögglega varð 30 sinnum meiri eldvirkni á svæðinu norðan Vatnajökuls en dæmi eru til um annars staðar.  Þess vegna er þetta svæði magnaðasta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði heims. 


mbl.is Engin ummerki á yfirborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Styð þig í þessari viðleitni.

Bíð spenntur eftir nánari fréttum af eldstöðinni.

Kv.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2014 kl. 22:39

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Sem ljósmyndanörd...ætti maður ekki að hlakka til.. :)

Mig langar mest að fá bara gott túristagos :)

Arnar Bergur Guðjónsson, 18.8.2014 kl. 23:05

5 identicon

"Það hefur gengið eftir sem vísindamenn spáðu að með minnkun jökulsins og léttingu hans myndi eldvirkni aukast undir honum."

Er þetta nú ekki einmitt helsti staðurinn til að afsanna þá kenningu, ef fer að gjósa undir 600 metra þykkum jökli?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.8.2014 kl. 23:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.9.2011:

"Eld­gos­in í Eyja­fjalla­jökli og Grím­svötn­um und­an­far­in ár benda til að tíma­bil auk­inn­ar eld­virkni sé hafið hér á landi.

Rann­sókn­ir hafa sýnt að eld­virkni á Íslandi geng­ur í bylgj­um, sem koma til að mynda fram sem sveifl­ur í tíðni og stærð eld­gosa í og við Vatna­jök­ul.

Þau fjög­ur gos sem orðið hafa á því svæði síðustu 15 ár eru tal­in marka upp­haf á virku tíma­bili.

Á slíku tíma­bili er bú­ist við eld­gosi í Grím­svötn­um annað til sjö­unda hvert ár og þekkt er að gos­hrin­ur verða sam­hliða í eld­stöðva­kerfi Bárðarbungu."

Tímabil aukinnar eldvirkni hafið hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 19.8.2014 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband