19.8.2014 | 23:11
Bárðarbunga og Leirhnúkur: suður eða norður?
Leirhnjúkur við Kröflu minnir um margt á Bárðarbungu. Hann er í miðju kerfis sem liggur í gegnum hann og er mikill sprungusveimur og röð eldgíga.
Í fjórtán umbrotahrinum 1975-84 var stóra spurningin ævinlega hvort kvikan, sem var að þrýstast upp á yfirborðið, kæmi beint upp við Leirkhnjúk eða hlypi annað hvort í suður eða norður.
Einkum óttuðust menn hlaup í suður um svæði, sem í eru Bjarnarflag, Kverkfjall og gígaröðin Lútentsborgir.
Níu sinnum kom kvika upp og sem betur fór kom aðeins einu sinni kvika í suður. Það var líkast til minnsta eldgos í heimi því að glóandi hraunmylsnan kom upp um rör í Bjarnarflagi og dreifðist um hundrað metra svæði.
Við Bárðarbungu er sama spurningin, kvikan getur sýnst vera að fara í aðra áttina en fer svo allt í einu í hina.
Nú hrúgast inn erlendir fjölmiðlar á höttunum eftir myndum af Báraðarbungu og umhverfi hennar og hef ég orðið var við það.
Erlendu fjölmiðlarnir vita svo lítið um málið allt að það væri algerlega fráleitt að einhverjum þeirra dytti í hug að spyrja hvort kvikan fari í suður eða norður.
Fjallað um Bárðarbungu erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verður ekki að ætla að 600 metra jökulfargið virki eins og tappi í gufugati, að þessi umbrot séu undanfari skyndilegs hliðarskots kvikunnar á óvæntum stað? Ef gosið kemur ekki upp næstu daga eða vikur í gegn um jökulinn þá sé "fjöðrin" orðin spent fyrir einhverja eldstöðina í nágrenninu?
Þó sagði jarðfræðingur reyndar í viðtali í gær að þeir gegnju útfrá að gosið yrði þar sem skjálftavirknin er mest.
Þannig að nú er kanski hægt að spá bara öllum möguleikum, jafnvel að Öræfajökull spryngi með látum einhvern tíman á næstu árum!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.8.2014 kl. 23:33
Nu spyr fávís Tudari eins og kjáni.: Er einhver tenging milli Bárdarbungu og Öskju, svona i jardfraedilegu tilliti? Thetta er allt einhvernveginn a svipudum slódum, thannig lagad séd.
Halldór Egill Guðnason, 20.8.2014 kl. 00:37
Þrýstingur undir Bárðarbungu virtist minnka þegar kvika tók að streyma upp í kvikuhólf Kröflu.
Hugsanleg tengsl á milli Bárðarbungu og Kröflu, svo og Vestmannaeyja og Kötlu.
Hugsanleg tengsl á milli eldstöðva - Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur 29.11.1987
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 02:53
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 02:57
5.9.2011:
Nú er búist við eldgosi í Grímsvötnum annað til sjöunda hvert ár og þekkt er að goshrinur verða samhliða í eldstöðvakerfi Bárðarbungu.
Tímabil aukinnar eldvirkni hafið hér á Íslandi
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 03:05
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 03:16
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 03:20
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 06:01
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 07:37
Hvað með mælingar á landrisi, eða landsigi ... ásamt upplýsingum um styrkleika magam sem á að vera undir. Hversu stór fráhvörf af g er um að ræða, og er ekki magn kviku mælt á ẹnnan hátt.
Þ.e.a.s. yfir lengri tíma, burtséð frá sjálfum goshrinunum ... hefur landið sigið, eða risið í kringum og í nálægð, og þá á sjálfu eldvirknissvæðinu. Og, hefur gliðnun landsins aukist, eða minnkað á tímum umbrota.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 07:47
19.8.2014 (í gær):
Þekkt gos í Bárðarbungu og tjón vegna þeirra - Vísindavefurinn:
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 08:17
"Möttulstrókurinn undir Íslandi er einn af öflugustu möttulstrókum jarðarinnar.
Talið er að miðja stróksins sé núna undir norðvesturhluta Vatnajökuls (Grímsvötn, Bárðarbunga).
Og talið er að Ísland hafi orðið til vegna þessa möttulstróks.
Á síðustu árþúsundum hefur komið hér upp stór hluti af þeirri kviku sem öll eldgos á jörðinni framleiddu ofan sjávar.
Áætlað er að möttulstrókurinn sé um 200 kílómetrar í þvermál og nái að mörkum möttuls og kjarna á um 2.900 kílómetra dýpi."
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 08:47
"Vatnajökull hvílir á hásléttu í 600 til 800 metra hæð.
Hæstu fjöll ná 1.900 metrum en neðst nær botninn 200-300 metra niður fyrir sjávarmál undir Breiðamerkurjökli og Skeiðarárjökli."
"Undir vestanverðum jöklinum er eldvirkni öflugust á Íslandi, svo að þar hafa hlaðist upp mörg hæstu fjöll landsins: Bárðarbunga, Hamarinn, Háabunga, Grímsfjall og Kverkfjöll.
Og fjallshryggir myndaðir við gos á sprungum teygja sig út frá þeim."
Landslagið undir Vatnajökli - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 09:23
Gjósi í Bárðarbungu er líklegt að flóðið fari í Hálslón og sprengi stífluna með enn meira flóði. Vatn leitar niðurámóti eins og snjór sem getur líka flætt þó því sé neitað
.
Þetta er einn af kostum/göllum þess að vera geðsjúkur, maður getur sagt það sem samkomulag er um að þagga.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.8.2014 kl. 09:33
Mikill veisla virðist brostin á hjá gosspámönnum. Þeir eru orðnir miðpunktur frétta í Evrópu um eldgosavirkni á Íslandi. Hver um annan hrópar úlfur, úlfur. Hvað mörg ofanflóð skyldu hafa fallið í Jökulsá á Fjöllum frá því land byggðist? Skjálftavirkni er ávallt mikill á Ítalíu vegna yfirvofandi eldgosa án þess að það komist í aðalfréttir. Hvað veldur þessum fréttaflutningi sem sendir marga bændur af stað í fyrri leitir? Enn eru ekki viðvaranir vegna ofanflóðs í Hálsalón en það er þó næsti bær.
Sigurður Antonsson, 20.8.2014 kl. 10:21
Um að gera að aðhafast ekkert þegar hætta er á eldgosum og flóðum.
Man ekki betur en að nýlega hafi harðlega verið deilt á ítölsk yfirvöld fyrir að aðhafast ekkert vegna jarðskjálftahættu.
Og þó var þar ekki um að ræða eldgos og flóð.
Þar að auki er vitað að eldgos verða í Vatnajökli og mikil flóð vegna þeirra, enda þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvenær þau verða.
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 11:01
20.8.2014 (í dag):
"Atburðarásin í Bárðarbungu nú er margfalt öflugri en í aðdraganda Gjálpargossins árið 1996.
Þá mældust nokkur hundruð skjálftar en núna skipta þeir þúsundum.
Vísindamenn túlka þetta svo að mikil kvika sé á ferðinni sem geti náð hratt til yfirborðs.
Kristín Vogfjörð jarðskjálftafræðingur segir að skjálftavirknin í Bárðarbungu sé margfalt meiri en þar hafi áður sést."
"Hræringarnar eru túlkaðar svo að kvika streymi upp undir Bárðarbungueldstöðina og leiti síðan út í innskotsgang til norðausturs undir Dyngjujökli.
Sá möguleiki er hins vegar til staðar að kvikan stöðvist þar og nái ekki til yfirborðs."
Kvikan gæti farið mjög hratt upp - Margfalt fleiri skjálftar en í aðdraganda Gjálpargossins 1996
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 12:45
Nú virðist það ljóst að umhverfisáhrif af þessu væntanlega gosi geti orðið veruleg. Hefur ekki komið til tals að það þurfi að fara í umhverfismat eins og annað sem spillt getur náttúrunni?
Sjá http://www.althingi.is/altext/stjt/2006.105.html
Víðförull (IP-tala skráð) 20.8.2014 kl. 15:23
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 20:11
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 20:45
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 20:58
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 21:24
20.8.2014 (í dag):
Hratt kvikuflæðið úr iðrum Bárðarbungu er á við hálfa Þjórsá og hefur nú þegar myndað 25 kílómetra langan berggang undir Vatnajökli:
Þorsteinn Briem, 20.8.2014 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.